Stjarnan vann eftir spennandi viðureign gegn KR Elvar Geir Magnússon skrifar 11. október 2009 20:45 Justin Shouse leikmaður Stjörnunnar. Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur. Íslandsmeistarar KR fóru illa af stað í leiknum og Garðabæjarliðið komst í 17-2. Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, brá á það ráð að taka leikhlé og eftir það fóru heimamenn að spila betur. Garðabæjarliðið hafði þó sjö stiga forystu í hálfleik 48-41. KR skoraði fyrstu sjö stigin í seinni hálfleiknum og jafnaði metin áður en liðið tók síðan forystu í fyrsta sinn í leiknum 51-50. Mikil spenna var komin í leikinn og hann hraður og skemmtilegur. Fyrir þriðja leikhlutann hafði KR þriggja stiga forystu 64-61. Í lokaleikhlutanum voru Stjörnumenn hinsvegar betri og unnu á endanum góðan sigur í skemmtilegum leik sem lofar góðu fyrir tímabilið. Hart var barist, mikill hiti í mönnum í lokin og ljóst að þessi leikur er ekki bara einhver æfingaleikur. Lið KR er langt frá því það sama og varð Íslandsmeistari síðasta vetur. Nánast allt byrjunarliðið er horfið á braut og nýr þjálfari tekinn við. Þó liðið sé alls ekki eins sterkt þetta tímabilið hefur það marga hæfileikaríka leikmenn. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, er með mjög skemmtilegt lið í höndunum og spennandi verður að sjá hvernig liðinu vegnar í vetur. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. KR - Stjarnan 80-89 Stigahæstir hjá KR:Brynjar Björnsson 29 Tommy Johnson 13 Finnur Magnússon 11 Semaj Inge 10 Stigahæstir hjá Stjörnunni: Jovan Zdravevski 33 Fannar Freyr Helgason 22 Justin Shouse 15 Dominos-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur. Íslandsmeistarar KR fóru illa af stað í leiknum og Garðabæjarliðið komst í 17-2. Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, brá á það ráð að taka leikhlé og eftir það fóru heimamenn að spila betur. Garðabæjarliðið hafði þó sjö stiga forystu í hálfleik 48-41. KR skoraði fyrstu sjö stigin í seinni hálfleiknum og jafnaði metin áður en liðið tók síðan forystu í fyrsta sinn í leiknum 51-50. Mikil spenna var komin í leikinn og hann hraður og skemmtilegur. Fyrir þriðja leikhlutann hafði KR þriggja stiga forystu 64-61. Í lokaleikhlutanum voru Stjörnumenn hinsvegar betri og unnu á endanum góðan sigur í skemmtilegum leik sem lofar góðu fyrir tímabilið. Hart var barist, mikill hiti í mönnum í lokin og ljóst að þessi leikur er ekki bara einhver æfingaleikur. Lið KR er langt frá því það sama og varð Íslandsmeistari síðasta vetur. Nánast allt byrjunarliðið er horfið á braut og nýr þjálfari tekinn við. Þó liðið sé alls ekki eins sterkt þetta tímabilið hefur það marga hæfileikaríka leikmenn. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, er með mjög skemmtilegt lið í höndunum og spennandi verður að sjá hvernig liðinu vegnar í vetur. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. KR - Stjarnan 80-89 Stigahæstir hjá KR:Brynjar Björnsson 29 Tommy Johnson 13 Finnur Magnússon 11 Semaj Inge 10 Stigahæstir hjá Stjörnunni: Jovan Zdravevski 33 Fannar Freyr Helgason 22 Justin Shouse 15
Dominos-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira