Vefur Samfylkingarinnar verstur fyrir sjón- og heyrnaskerta 24. apríl 2009 15:41 Vefur Samfylkingarinnar er verstur af öllum vefjum stjórnmálaflokkanna. Vefur Samfylkingarinnar er með lélegasta aðgengið fyrir sjón- og heyrnaskerta samkvæmt óháðu mati fyrirtækisins Sjá ehf, sem gerði úttekt á aðgengi fatlaðra að vefjum allra flokkanna. Það var sérfræðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir sem skoðaði vefina en hún er sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á vefnum. Hún telur alla vefina hafa sína annmarka gagnvart sjón-og heyrnaskertum. Bendir hún sérstaklega á að letrið á síðunum sé of lítið. Þá eru myndbönd frambjóðanda ekki textuð eða túlkuð fyrir heyrnaskersta. „Ef það er ekkert að manni þá er maður ekkert að spá í þesu," segir Sigrún um vanrækslu flokkanna gagnvart þessum hópi, sem að sjálfsögðu kjósa einnig, en eiga erfiðara með að nálgast stefnumál flokkanna í gegnum vefina sökum slæms aðgengis. Þegar talað er um aðgengi fatlaðra að vefsíðum er verið að tala um alla hópa fatlaðra, það er, blinda, sjónskerta, heyrnarlausa, hreyfihamlaða, lesblinda, greindarskerta og fleiri. Ólíkir hópar fatlaðra hafa svo ólíkar þarfir. Að mati Sigrúna er vefur Vinstri grænna bestur. Hann hefur þó sína ókosti því það þyrfti að stækka letrið. Samfylkingin stendur sig hinsvegar verst af öllum flokkunum en vefurinn býður upp á stillingar til þess að stækka letur en það virkar ekki. Myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnalausa og svo er vefurinn að mörgu leyti afleitur fyrir blinda. Hægt er skoða nákvæma greiningu Sigrúnar á aðgengi vefjanna hér fyrir neðan. Besti vefurinn er efstur og svo koll af kolli þar til endað er á þeim versta. Vinstri grænir - nokkuð aðgengilegur flestum og vel aðgengilegur blindum einstaklingum. Þó þyrfti að vera hægt að stækka letrið. Borgarahreyfingin - ágætur en þó margir vankantar t.d. ótextuð/ótúlkuð myndbönd fyrir heyrnarlausa einstaklinga. Ágætur fyrir blinda einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn - nokkuð aðgengilegur blindum einstaklingum en inniheldur myndskeið sem heyrnarlausir einstaklingar hafa ekki aðgang að. Lýðræðishreyfingin - nokkuð slakur þó hann sé ágætur fyrir blinda einstaklinga. Frjálslyndir - nokkuð slakur sérstaklega fyrir blinda þar sem Málefni flokksins eru á PDF sem ekki allir blindir hafa aðgang að. Hægt að stækka letur (gott fyrir sjónskerta Framsókn - býður upp á stillingar fyrir lesblinda og sjónskerta einstaklinga sem er mjög flott en er afleitur fyrir blinda einstaklinga. Fann ekki nein myndskeið. Samfylking - býður upp á stillingar til að stækka letur sem virka ekki, myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnarlausa einstaklinga og vefurinn er að mörgu leyti afleitur fyrir blinda einstaklinga og hreyfimyndir (FLASH myndir) eru ekki skilgreindar þannig að blindir hafi gagn af þeim. Það er því nokkuð af efni á vefnum sem fatlaðir notendur hafa ekki aðgang að. Að lokum þykir Sigrúnu merkilegt að fæstir flokkanna hugi að þessum atriðum, þá sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Íslands hefur sett leiðbeiningar varðandi aðgengi fatlaðra að upplýsingum á vefsíðum en það gerði hún árið 2006. Kosningar 2009 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Sjá meira
Vefur Samfylkingarinnar er með lélegasta aðgengið fyrir sjón- og heyrnaskerta samkvæmt óháðu mati fyrirtækisins Sjá ehf, sem gerði úttekt á aðgengi fatlaðra að vefjum allra flokkanna. Það var sérfræðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir sem skoðaði vefina en hún er sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á vefnum. Hún telur alla vefina hafa sína annmarka gagnvart sjón-og heyrnaskertum. Bendir hún sérstaklega á að letrið á síðunum sé of lítið. Þá eru myndbönd frambjóðanda ekki textuð eða túlkuð fyrir heyrnaskersta. „Ef það er ekkert að manni þá er maður ekkert að spá í þesu," segir Sigrún um vanrækslu flokkanna gagnvart þessum hópi, sem að sjálfsögðu kjósa einnig, en eiga erfiðara með að nálgast stefnumál flokkanna í gegnum vefina sökum slæms aðgengis. Þegar talað er um aðgengi fatlaðra að vefsíðum er verið að tala um alla hópa fatlaðra, það er, blinda, sjónskerta, heyrnarlausa, hreyfihamlaða, lesblinda, greindarskerta og fleiri. Ólíkir hópar fatlaðra hafa svo ólíkar þarfir. Að mati Sigrúna er vefur Vinstri grænna bestur. Hann hefur þó sína ókosti því það þyrfti að stækka letrið. Samfylkingin stendur sig hinsvegar verst af öllum flokkunum en vefurinn býður upp á stillingar til þess að stækka letur en það virkar ekki. Myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnalausa og svo er vefurinn að mörgu leyti afleitur fyrir blinda. Hægt er skoða nákvæma greiningu Sigrúnar á aðgengi vefjanna hér fyrir neðan. Besti vefurinn er efstur og svo koll af kolli þar til endað er á þeim versta. Vinstri grænir - nokkuð aðgengilegur flestum og vel aðgengilegur blindum einstaklingum. Þó þyrfti að vera hægt að stækka letrið. Borgarahreyfingin - ágætur en þó margir vankantar t.d. ótextuð/ótúlkuð myndbönd fyrir heyrnarlausa einstaklinga. Ágætur fyrir blinda einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn - nokkuð aðgengilegur blindum einstaklingum en inniheldur myndskeið sem heyrnarlausir einstaklingar hafa ekki aðgang að. Lýðræðishreyfingin - nokkuð slakur þó hann sé ágætur fyrir blinda einstaklinga. Frjálslyndir - nokkuð slakur sérstaklega fyrir blinda þar sem Málefni flokksins eru á PDF sem ekki allir blindir hafa aðgang að. Hægt að stækka letur (gott fyrir sjónskerta Framsókn - býður upp á stillingar fyrir lesblinda og sjónskerta einstaklinga sem er mjög flott en er afleitur fyrir blinda einstaklinga. Fann ekki nein myndskeið. Samfylking - býður upp á stillingar til að stækka letur sem virka ekki, myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnarlausa einstaklinga og vefurinn er að mörgu leyti afleitur fyrir blinda einstaklinga og hreyfimyndir (FLASH myndir) eru ekki skilgreindar þannig að blindir hafi gagn af þeim. Það er því nokkuð af efni á vefnum sem fatlaðir notendur hafa ekki aðgang að. Að lokum þykir Sigrúnu merkilegt að fæstir flokkanna hugi að þessum atriðum, þá sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Íslands hefur sett leiðbeiningar varðandi aðgengi fatlaðra að upplýsingum á vefsíðum en það gerði hún árið 2006.
Kosningar 2009 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Sjá meira