Írsk stjórnvöld segja landið ekki vera Ísland 23. janúar 2009 11:59 Írsk stjórnvöld segja að fjármálakerfi þeirra sé "ekki Ísland,, viðmið sem heyrist nú æ oftar úr ranni stjórnmálamanna sem reyna að verja traust og trúverðugleika fjármálakerfis síns heimavið. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar er greint frá að bresk stjórnvöld hafa þannig einnig undanfarið ítrekað reynt að bera það af sér að stöðu fjármálakerfis þeirra svipi nokkuð til hins íslenska fyrir hrunið þó svo að það sé afar stórt í samanburði við stærð hagkerfisins og myntkerfis þeirra, sem og getu Seðlabankans þar og stjórnvalda til að standa við bankakerfið á svona álagstímum. Munurinn á Bretlandi og Íslandi annars vegar og Írlandi hins vegar er að fyrri tvö löndin eru með sína eigin mynt en Írland með evruna. Þakka margir Írar evrunni það að þeir standi nú ekki í gjaldeyriskreppu sem hefði lagst þungt á þeirra bankakerfi og margfaldað þá erfiðleika sem þeir nú glíma við. Á móti kemur að evran bindur vissulega hendur yfirvalda hvað varðar viðbrögð við samdrætti, þar eð ekki er hægt að lækka vexti gagnvart stærstu viðskiptalöndum og veikja þar með gjaldmiðilinn til þess að bæta samkeppnisskilyrði landsins. Írar hafa þó enn mikla trú á evruaðildinni miðað við útkomu nýlegrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir blaðið Irish Independent, en þar svöruðu 97% aðspurðra þeirri spurningu neitandi hvort rétt væri að Írland segði skilið við evru. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að Írland séu ekki Ísland eru írsk stjórnvöld eitthvað smeyk við ástandið og afleiðingar þess fyrir framtíðarskattgreiðendur. Þannig segja írsk stjórnvöld að þjóðnýting Anglo Irish Banka í upphafi þessa árs hafi verið síðasta sem þeir geri í þessari alþjóðlegu fjármálakreppu. Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Írsk stjórnvöld segja að fjármálakerfi þeirra sé "ekki Ísland,, viðmið sem heyrist nú æ oftar úr ranni stjórnmálamanna sem reyna að verja traust og trúverðugleika fjármálakerfis síns heimavið. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar er greint frá að bresk stjórnvöld hafa þannig einnig undanfarið ítrekað reynt að bera það af sér að stöðu fjármálakerfis þeirra svipi nokkuð til hins íslenska fyrir hrunið þó svo að það sé afar stórt í samanburði við stærð hagkerfisins og myntkerfis þeirra, sem og getu Seðlabankans þar og stjórnvalda til að standa við bankakerfið á svona álagstímum. Munurinn á Bretlandi og Íslandi annars vegar og Írlandi hins vegar er að fyrri tvö löndin eru með sína eigin mynt en Írland með evruna. Þakka margir Írar evrunni það að þeir standi nú ekki í gjaldeyriskreppu sem hefði lagst þungt á þeirra bankakerfi og margfaldað þá erfiðleika sem þeir nú glíma við. Á móti kemur að evran bindur vissulega hendur yfirvalda hvað varðar viðbrögð við samdrætti, þar eð ekki er hægt að lækka vexti gagnvart stærstu viðskiptalöndum og veikja þar með gjaldmiðilinn til þess að bæta samkeppnisskilyrði landsins. Írar hafa þó enn mikla trú á evruaðildinni miðað við útkomu nýlegrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir blaðið Irish Independent, en þar svöruðu 97% aðspurðra þeirri spurningu neitandi hvort rétt væri að Írland segði skilið við evru. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að Írland séu ekki Ísland eru írsk stjórnvöld eitthvað smeyk við ástandið og afleiðingar þess fyrir framtíðarskattgreiðendur. Þannig segja írsk stjórnvöld að þjóðnýting Anglo Irish Banka í upphafi þessa árs hafi verið síðasta sem þeir geri í þessari alþjóðlegu fjármálakreppu.
Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira