Ertu kannski módel? Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 28. apríl 2009 06:00 Við getum hlegið að mæðgunum Janet og Jane Cunliffe en móðirin, Jane, hefur varið meira en tveimur milljónum í lýtaaðgerðir til að líkja sem mest eftir æskuútliti dóttur sinnar. Ýkjusögur, sönn sem þessi er, gegna þó oft því hlutverki að varpa ljósi á döpur örlög okkar eigin tilveru. Dóttir mín þráir það heitast að horfa á Americas next top Model. Ég hef reynt að leiða hana á aðrar brautir, þótt ég skilji vel þennan áhuga. Á hennar aldri var fátt áhugaverðara en fegurðardrottningar og stelpurnar sem fengu hlutverk í kókosbolluauglýsingum og ég kann ákveðið tímabil í sögu fordkeppna utanbókar. Maður trúði því heitt og innilega að það væri aðeins einn toppur á hamingjunni: Að vera fyrirsæta og svo eitt ljósmyndaranámskeið í endann á farsælum ferli. Það var prinsessusagan. En það var þá. Í dag er ég þrítug. Maður hefur þroskast sitt hvað og veit að vilji maður þoka jafnréttis-baráttunni eitthvað áleiðis er ekkert sérstaklega gjöfult að einblína á útlit kvenna. Hvað þá að gera ekkert til að beina sjónum ungra ómótaðra stelpna á aðra hluti en hver er sætust. Það er ekki endalaust hægt að kvarta yfir slakri jafnréttisbaráttu og gera svo ekkert sjálfur til að sporna við útlitsdýrkun. Og þá er ég komin að því hvernig sagan um mæðgurnar bresku er þegar allt kemur til alls aðeins skrumskæling á okkar eigin veruleika. Það er fljótgert að athuga þetta nánar. Farið til dæmis bara inn á fésbók og sjáið hversu margar kunningjakonur ykkar góla um alla veggi: „Hæ sæta, hvað segirðu sæta!" Hvað er þetta eiginlega. Ekki eru karlmenn mærandi hver annan fyrir að vera sætir um alla veggi. Við erum komnar yfir þrítugt en erum enn skrifandi við einhver myndaalbúm hvað þessi og hin sé „sæt" og tökum andköf yfir fegurð hver annarrar. Það hefur nefnilega ekkert svo svakalega mikið breyst frá því að ég var unglingur. Enn er hópur kvenna sem finnst fátt eftirsóknar-verðara en að leika í jógúrtauglýsingum og ein vinkona mín, sem heldur hefur fitnað síðustu árin, segir mér að eftir að hún varð heldur gildari sækist vinkonur ekki jafn mikið eftir því að fá hana með sér á Kaffibarinn. Þær vilja vera í grönnum félagsskap. Fullorðnar konur í barbíleik þar sem keppni stendur yfir um hver leikur í flestum auglýsingum eða hefur módelast sem mest er veruleikinn. Og alls ekkert ólíkt Hollywoodýkjusagnatilverunni í grunninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Við getum hlegið að mæðgunum Janet og Jane Cunliffe en móðirin, Jane, hefur varið meira en tveimur milljónum í lýtaaðgerðir til að líkja sem mest eftir æskuútliti dóttur sinnar. Ýkjusögur, sönn sem þessi er, gegna þó oft því hlutverki að varpa ljósi á döpur örlög okkar eigin tilveru. Dóttir mín þráir það heitast að horfa á Americas next top Model. Ég hef reynt að leiða hana á aðrar brautir, þótt ég skilji vel þennan áhuga. Á hennar aldri var fátt áhugaverðara en fegurðardrottningar og stelpurnar sem fengu hlutverk í kókosbolluauglýsingum og ég kann ákveðið tímabil í sögu fordkeppna utanbókar. Maður trúði því heitt og innilega að það væri aðeins einn toppur á hamingjunni: Að vera fyrirsæta og svo eitt ljósmyndaranámskeið í endann á farsælum ferli. Það var prinsessusagan. En það var þá. Í dag er ég þrítug. Maður hefur þroskast sitt hvað og veit að vilji maður þoka jafnréttis-baráttunni eitthvað áleiðis er ekkert sérstaklega gjöfult að einblína á útlit kvenna. Hvað þá að gera ekkert til að beina sjónum ungra ómótaðra stelpna á aðra hluti en hver er sætust. Það er ekki endalaust hægt að kvarta yfir slakri jafnréttisbaráttu og gera svo ekkert sjálfur til að sporna við útlitsdýrkun. Og þá er ég komin að því hvernig sagan um mæðgurnar bresku er þegar allt kemur til alls aðeins skrumskæling á okkar eigin veruleika. Það er fljótgert að athuga þetta nánar. Farið til dæmis bara inn á fésbók og sjáið hversu margar kunningjakonur ykkar góla um alla veggi: „Hæ sæta, hvað segirðu sæta!" Hvað er þetta eiginlega. Ekki eru karlmenn mærandi hver annan fyrir að vera sætir um alla veggi. Við erum komnar yfir þrítugt en erum enn skrifandi við einhver myndaalbúm hvað þessi og hin sé „sæt" og tökum andköf yfir fegurð hver annarrar. Það hefur nefnilega ekkert svo svakalega mikið breyst frá því að ég var unglingur. Enn er hópur kvenna sem finnst fátt eftirsóknar-verðara en að leika í jógúrtauglýsingum og ein vinkona mín, sem heldur hefur fitnað síðustu árin, segir mér að eftir að hún varð heldur gildari sækist vinkonur ekki jafn mikið eftir því að fá hana með sér á Kaffibarinn. Þær vilja vera í grönnum félagsskap. Fullorðnar konur í barbíleik þar sem keppni stendur yfir um hver leikur í flestum auglýsingum eða hefur módelast sem mest er veruleikinn. Og alls ekkert ólíkt Hollywoodýkjusagnatilverunni í grunninn.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun