Öruggur sigur Vals í Kaplakrika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2009 19:11 Elvar Friðriksson fór mikinn í leiknum í kvöld og skoraði tíu mörk. Mynd/Anton Valur vann í kvöld nokkuð öruggan sigur á FH í Kaplakrika, 27-32, eftir að hafa tekið öll völd í leiknum í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var hins vegar jafn og spennandi og staðan 15-14, Val í vil, í leikhlé. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan. Leikslok: FH - Valur 27-32 Leiknum er lokið og öruggur sigur Vals staðreynd. Helst gerðist á lokamínútum leiksins að besti maður Valsmanna í kvöld, Elvar Friðriksson, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að kasta boltanum í andlit Daníels Andréssonar, markvarðar FH, í vítakasti. Það var þó greinilega óviljaverk en rauða spjaldið fékk Elvar engu að síður enda reglurnar skýrar hvað þetta varðar.Mörk FH: Bjarni Fritzson 9/4 Aron Pálmarsson 6/1 Sigursteinn Arndal 2 Sigurður Ágústsson 2 Ásbjörn Friðriksson 2 Örn Ingi Bjarkason 2 Hjörtur Hinriksson 1 Guðmundur Pedersen 1 Benedikt Kristinsson 1 Ólafur Gústafsson 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 7/1 Daníel Freyr Andrésson 5/1 Mörk Vals: Elvar Friðriksson 10/4 Arnór Þór Gunnarsson 7 Ingvar Árnason 5 Hjalti Þór Pálmason 3 Sigurður Eggertsson 3 Heimir Örn Árnason 2 Sigfús Sigurðsson 1 Hjalti Gylfason 1Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 15 55. mínúta: FH - Valur 23-30 Sóknarleikur FH er búinn að vera afar slakur í síðari hálfleik og Valsmenn hafa nýtt tækifærið vel og eiga sigurinn vísan. Vonbrigði heimamanna eru augljós.51. mínúta: FH - Valur 21-28 Valsmenn nú með sjö marka forystu og FH-ingum gengur ekkert í sóknarleiknum. Heimamenn taka leikhlé en þetta lítur alls ekki vel út fyrir þá - það verður að segjast. Öll skot Valsmanna virðast rata í markið. 46. mínúta: FH - Valur 20-25 FH-ingar eru nú ekki hættir en betur má ef duga skal. Þeir þurfa sérstaklega að stöðva Elvar Friðriksson sem hefur skorað tíu mörk Valsmanna. Þá hefur Ólafur Haukur einnig verið öflugur síðustu mínúturnar en hann hefur alls varið ellefu skot í leiknum. 38. mínúta: FH - Valur 18-22 "Strákar, eruð þið hættir?" spyr stuðningsmaður FH-inga. Það er skiljanleg spurning. Valur með boltann og getur komist í fimm marka forystu.36. mínúta: FH - Valur 17-20 Valur komið í þriggja marka forystu og er manni fleirri. Lítur ekki vel út fyrir heimamenn. 32. mínúta: FH - Valur 15-17 Síðari hálfleikur hafinn og Elvar Friðriksson tóku upp þráðinn frá því sem frá var horfið og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Valur aftur með tveggja marka forystu.Hálfleikur: FH - Valur 14-15 Valur komst í fyrsta sinn tveimur mörkum yfir í stöðunni 13-11 en FH náði að svara með tveimur mörkum í röð. Leikurinn er því enn í járnum en FH átti síðustu sóknina í hálfleiknum. Hafnfirðingar tóku leikhlé og höfðu fimmtán sekúndur til að jafna leikinn en Bjarni Fritzson átti allt of háa sendingu í hornið og þar með rann leiktíminn út.Mörk FH: Aron Pálmarsson 5/1 Bjarni Fritzson 3/1 Sigursteinn Arndal 2 Örn Ingi Bjarkason 2 Hjörtur Hinriksson 1 Guðmundur Pedersen 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 6/1 Daníel Freyr Andrésson 1 Mörk Vals: Elvar Friðriksson 7/3 Hjalti Þór Pálmason 2 Heimir Örn Árnason 2 Arnór Þór Gunnarsson 2 Ingvar Árnason 1 Sigfús Sigurðsson 1 Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 725. mínúta: FH - Valur 11-12 Enn og aftur hafa liðin skipst á að ná forystunni. Í þetta sinn Valur sem er tveimur fleirri eftir að Magnús Sigmundsson, markvörði FH, fékk brottvísun fyrir fullharkalega framgöngu í baráttu um frákast eftir að hann varði í markinu. Hjörtur Hinriksson hafði áður fengið að fjúka út af í annað skipti í leiknum.21. mínúta: FH - Valur 10-9 Valsmenn komust yfir, 8-7, þrátt fyrir að vera manni færri en enn og aftur náðu FH-ingar að svara fyrir sig og komast í forystu á nýjan leik. Valsmenn taka leikhlé til að reyna að fínpússa sóknarleikinn sinn. FH-ingar eru að keyra þetta áfram á mikilli baráttu og seiglu. Aron Pálmarsson hefur verið öflugur og skorað fjögur mörk, þar af eitt úr víti.16. mínúta: FH - Valur 7-6 FH-ingar enn með undirtökin í leiknum en naumt er það. Það vantar þó lítið upp á að Valsvörnin smelli en vörn FH-inga virðist ekki eins traustvekjandi.10. mínúta: FH - Valur 5-4 Valur skoraði þrjú mörk í röð og komst í 4-3 en FH hefur aftur náð forystunni. Hér er þrátt fyrir allt varnarleikurinn í fyrirrúmi og ekki síst markvarslan sem hefur verið fín. Það er mikil harka í þessum leik.4. mínúta: FH - Valur 3-1 Arnór lét verja frá sér víti fyrir Val og Aron svaraði hinum megin á vellinum með hörkuneglu. Sigfús Sigurðsson fór í Aron af miklu myndarskap og fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir. Aron hristir þetta af sér og heldur áfram.2. mínúta: FH - Valur 2-1 Leikurinn fer af stað með látum! Þrjú mörk á fyrstu mínútunni. Valur skoraði fyrsta markið en FH hefur svarað með tveimur. Velkomin til leiks! Vísir heilsar hér frá Kaplakrika þar sem leikur FH og Vals í N1-deild karla fer senn að hefjast. Um gríðarlegan mikilvægan leik er að ræða fyrir bæði lið. FH er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar en þó aðeins einu stigi frá fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í úrslitakeppnina nú í vor. Fram er sem stendur í fjórða sætinu með nítján stig en liðið mætir botnliði Víkings nú á sama tíma í kvöld. Þá mætir HK liði Stjörnunnar en þessi þrjú lið - HK, Fram og FH - eiga í harðri baráttu um 3.-4. sæti deildarinnar. Valur er í öðru sæti deildarinnar og getur minnkað forystu Hauka á toppnum í eitt stig með sigri í kvöld. Lokaleikur nítjándu umferðar fer svo fram á Akureyri á morgun þar sem heimamenn taka á móti toppliði Hauka. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Valur vann í kvöld nokkuð öruggan sigur á FH í Kaplakrika, 27-32, eftir að hafa tekið öll völd í leiknum í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var hins vegar jafn og spennandi og staðan 15-14, Val í vil, í leikhlé. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan. Leikslok: FH - Valur 27-32 Leiknum er lokið og öruggur sigur Vals staðreynd. Helst gerðist á lokamínútum leiksins að besti maður Valsmanna í kvöld, Elvar Friðriksson, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að kasta boltanum í andlit Daníels Andréssonar, markvarðar FH, í vítakasti. Það var þó greinilega óviljaverk en rauða spjaldið fékk Elvar engu að síður enda reglurnar skýrar hvað þetta varðar.Mörk FH: Bjarni Fritzson 9/4 Aron Pálmarsson 6/1 Sigursteinn Arndal 2 Sigurður Ágústsson 2 Ásbjörn Friðriksson 2 Örn Ingi Bjarkason 2 Hjörtur Hinriksson 1 Guðmundur Pedersen 1 Benedikt Kristinsson 1 Ólafur Gústafsson 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 7/1 Daníel Freyr Andrésson 5/1 Mörk Vals: Elvar Friðriksson 10/4 Arnór Þór Gunnarsson 7 Ingvar Árnason 5 Hjalti Þór Pálmason 3 Sigurður Eggertsson 3 Heimir Örn Árnason 2 Sigfús Sigurðsson 1 Hjalti Gylfason 1Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 15 55. mínúta: FH - Valur 23-30 Sóknarleikur FH er búinn að vera afar slakur í síðari hálfleik og Valsmenn hafa nýtt tækifærið vel og eiga sigurinn vísan. Vonbrigði heimamanna eru augljós.51. mínúta: FH - Valur 21-28 Valsmenn nú með sjö marka forystu og FH-ingum gengur ekkert í sóknarleiknum. Heimamenn taka leikhlé en þetta lítur alls ekki vel út fyrir þá - það verður að segjast. Öll skot Valsmanna virðast rata í markið. 46. mínúta: FH - Valur 20-25 FH-ingar eru nú ekki hættir en betur má ef duga skal. Þeir þurfa sérstaklega að stöðva Elvar Friðriksson sem hefur skorað tíu mörk Valsmanna. Þá hefur Ólafur Haukur einnig verið öflugur síðustu mínúturnar en hann hefur alls varið ellefu skot í leiknum. 38. mínúta: FH - Valur 18-22 "Strákar, eruð þið hættir?" spyr stuðningsmaður FH-inga. Það er skiljanleg spurning. Valur með boltann og getur komist í fimm marka forystu.36. mínúta: FH - Valur 17-20 Valur komið í þriggja marka forystu og er manni fleirri. Lítur ekki vel út fyrir heimamenn. 32. mínúta: FH - Valur 15-17 Síðari hálfleikur hafinn og Elvar Friðriksson tóku upp þráðinn frá því sem frá var horfið og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Valur aftur með tveggja marka forystu.Hálfleikur: FH - Valur 14-15 Valur komst í fyrsta sinn tveimur mörkum yfir í stöðunni 13-11 en FH náði að svara með tveimur mörkum í röð. Leikurinn er því enn í járnum en FH átti síðustu sóknina í hálfleiknum. Hafnfirðingar tóku leikhlé og höfðu fimmtán sekúndur til að jafna leikinn en Bjarni Fritzson átti allt of háa sendingu í hornið og þar með rann leiktíminn út.Mörk FH: Aron Pálmarsson 5/1 Bjarni Fritzson 3/1 Sigursteinn Arndal 2 Örn Ingi Bjarkason 2 Hjörtur Hinriksson 1 Guðmundur Pedersen 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 6/1 Daníel Freyr Andrésson 1 Mörk Vals: Elvar Friðriksson 7/3 Hjalti Þór Pálmason 2 Heimir Örn Árnason 2 Arnór Þór Gunnarsson 2 Ingvar Árnason 1 Sigfús Sigurðsson 1 Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 725. mínúta: FH - Valur 11-12 Enn og aftur hafa liðin skipst á að ná forystunni. Í þetta sinn Valur sem er tveimur fleirri eftir að Magnús Sigmundsson, markvörði FH, fékk brottvísun fyrir fullharkalega framgöngu í baráttu um frákast eftir að hann varði í markinu. Hjörtur Hinriksson hafði áður fengið að fjúka út af í annað skipti í leiknum.21. mínúta: FH - Valur 10-9 Valsmenn komust yfir, 8-7, þrátt fyrir að vera manni færri en enn og aftur náðu FH-ingar að svara fyrir sig og komast í forystu á nýjan leik. Valsmenn taka leikhlé til að reyna að fínpússa sóknarleikinn sinn. FH-ingar eru að keyra þetta áfram á mikilli baráttu og seiglu. Aron Pálmarsson hefur verið öflugur og skorað fjögur mörk, þar af eitt úr víti.16. mínúta: FH - Valur 7-6 FH-ingar enn með undirtökin í leiknum en naumt er það. Það vantar þó lítið upp á að Valsvörnin smelli en vörn FH-inga virðist ekki eins traustvekjandi.10. mínúta: FH - Valur 5-4 Valur skoraði þrjú mörk í röð og komst í 4-3 en FH hefur aftur náð forystunni. Hér er þrátt fyrir allt varnarleikurinn í fyrirrúmi og ekki síst markvarslan sem hefur verið fín. Það er mikil harka í þessum leik.4. mínúta: FH - Valur 3-1 Arnór lét verja frá sér víti fyrir Val og Aron svaraði hinum megin á vellinum með hörkuneglu. Sigfús Sigurðsson fór í Aron af miklu myndarskap og fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir. Aron hristir þetta af sér og heldur áfram.2. mínúta: FH - Valur 2-1 Leikurinn fer af stað með látum! Þrjú mörk á fyrstu mínútunni. Valur skoraði fyrsta markið en FH hefur svarað með tveimur. Velkomin til leiks! Vísir heilsar hér frá Kaplakrika þar sem leikur FH og Vals í N1-deild karla fer senn að hefjast. Um gríðarlegan mikilvægan leik er að ræða fyrir bæði lið. FH er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar en þó aðeins einu stigi frá fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í úrslitakeppnina nú í vor. Fram er sem stendur í fjórða sætinu með nítján stig en liðið mætir botnliði Víkings nú á sama tíma í kvöld. Þá mætir HK liði Stjörnunnar en þessi þrjú lið - HK, Fram og FH - eiga í harðri baráttu um 3.-4. sæti deildarinnar. Valur er í öðru sæti deildarinnar og getur minnkað forystu Hauka á toppnum í eitt stig með sigri í kvöld. Lokaleikur nítjándu umferðar fer svo fram á Akureyri á morgun þar sem heimamenn taka á móti toppliði Hauka.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira