Sex töp í átta leikjum hjá Boston 8. janúar 2009 09:39 Yao Ming og félagar sóttu sigur til Boston AP Meistarar Boston Celtics töpuðu enn einum leiknum í NBA deildinni í nótt þegar þeir fengu Houston Rockets í heimsókn. Houston hafði líka átt í vandræðum í síðustu leikjum en sigraði 89-85. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston rétt eins og Paul Pierce í liði heimamanna, en Boston hefur nú tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir 19 leikja sigurgöngu. Þegar sagan er skoðuð má reyndar sjá að mörg af þeim liðum sem hafa náð í kring um 20 leikja sigurgöngum hafa oftar en ekki átt erfitt uppdráttar þegar þau loks töpuðu. Þannig tapaði Houston einmitt 5 af næstu 8 leikjum sínum eftir að það vann 22 leiki í röð á síðustu leiktíð, en það var næstlengsta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Chris Paul reynir að verja skot frá Deron Williams í nóttAP Ólympíufararnir Deron Williams og Chris Paul háðu ellefta einvígi sitt á ferlinum sem atvinnumenn þegar lið þeirra Utah og New Orleans mættust í Salt Lake City. Deron Williams mætti veikur til leiks og skoraði aðeins 8 stig og gaf 8 stoðsendingar en það kom ekki að sök því Utah vann auðveldan sigur 116-90. Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans en Paul Millsap skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah. Deron Williams hefur haft betur í 9 af 11 viðureignum þeirra félaga, sem almennt eru álitnir bestu ungu leikstjórnendur deildarinnar. Orlando hafði betur gegn Atlanta á útivelli í uppgjöri tveggja liða sem eru á mikilli uppleið í Austurdeildinni. Dwight Howard var frábær að venju hjá Orlando og skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst, en Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Cleveland burstaði Charlotte 111-81. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland en Raymond Felton 15 fyrir Charlotte. Toronto lagði Washington úti 99-93. Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison 32 fyrir Washington. New Jersey skellti Memphis á heimavelli 100-89. OJ Mayo skoraði 26 stig fyrir Memphis en Vince Carter skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá New Jersey. Danny Granger og Mike Dunleavy fagna flautukörfu þess fyrrnefnda í sigrinum á PhoenixAP Denver vann fimmta leikinn í röð þegar það lagði Miami 108-97. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami en Linas Kleiza og Chauncey Billups skoruðu 21 stig hvor fyrir Denver, sem lék án Carmelo Anthony sem er meiddur næstu vikurnar. Philadelphia lagði Milwaukee á útivelli 110-105. Andre Miller skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia en Richard Jefferson skoraði 27 fyrir Milwaukee. Indiana vann nokkuð óvæntan útisigur á Phoenix 113-110. Danny Granger skoraði sigurkörfu Indiana um leið og lokaflautið gall. Granger skoraði 37 stig fyrir Indiana en Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix. Portland vann naumam heimasigur á Detroit 84-83. Tayshaun Prince skoraði 26 stig fyrir Detroit en LaMarcus Aldridge var með 26 hjá heimamönnum.Þá vann LA Lakers sigur á Golden State á útivelli 114-106. Pau Gasol skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Lakers en Jamal Crawford var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Golden State. NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Meistarar Boston Celtics töpuðu enn einum leiknum í NBA deildinni í nótt þegar þeir fengu Houston Rockets í heimsókn. Houston hafði líka átt í vandræðum í síðustu leikjum en sigraði 89-85. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston rétt eins og Paul Pierce í liði heimamanna, en Boston hefur nú tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir 19 leikja sigurgöngu. Þegar sagan er skoðuð má reyndar sjá að mörg af þeim liðum sem hafa náð í kring um 20 leikja sigurgöngum hafa oftar en ekki átt erfitt uppdráttar þegar þau loks töpuðu. Þannig tapaði Houston einmitt 5 af næstu 8 leikjum sínum eftir að það vann 22 leiki í röð á síðustu leiktíð, en það var næstlengsta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Chris Paul reynir að verja skot frá Deron Williams í nóttAP Ólympíufararnir Deron Williams og Chris Paul háðu ellefta einvígi sitt á ferlinum sem atvinnumenn þegar lið þeirra Utah og New Orleans mættust í Salt Lake City. Deron Williams mætti veikur til leiks og skoraði aðeins 8 stig og gaf 8 stoðsendingar en það kom ekki að sök því Utah vann auðveldan sigur 116-90. Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans en Paul Millsap skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah. Deron Williams hefur haft betur í 9 af 11 viðureignum þeirra félaga, sem almennt eru álitnir bestu ungu leikstjórnendur deildarinnar. Orlando hafði betur gegn Atlanta á útivelli í uppgjöri tveggja liða sem eru á mikilli uppleið í Austurdeildinni. Dwight Howard var frábær að venju hjá Orlando og skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst, en Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Cleveland burstaði Charlotte 111-81. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland en Raymond Felton 15 fyrir Charlotte. Toronto lagði Washington úti 99-93. Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison 32 fyrir Washington. New Jersey skellti Memphis á heimavelli 100-89. OJ Mayo skoraði 26 stig fyrir Memphis en Vince Carter skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá New Jersey. Danny Granger og Mike Dunleavy fagna flautukörfu þess fyrrnefnda í sigrinum á PhoenixAP Denver vann fimmta leikinn í röð þegar það lagði Miami 108-97. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami en Linas Kleiza og Chauncey Billups skoruðu 21 stig hvor fyrir Denver, sem lék án Carmelo Anthony sem er meiddur næstu vikurnar. Philadelphia lagði Milwaukee á útivelli 110-105. Andre Miller skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia en Richard Jefferson skoraði 27 fyrir Milwaukee. Indiana vann nokkuð óvæntan útisigur á Phoenix 113-110. Danny Granger skoraði sigurkörfu Indiana um leið og lokaflautið gall. Granger skoraði 37 stig fyrir Indiana en Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix. Portland vann naumam heimasigur á Detroit 84-83. Tayshaun Prince skoraði 26 stig fyrir Detroit en LaMarcus Aldridge var með 26 hjá heimamönnum.Þá vann LA Lakers sigur á Golden State á útivelli 114-106. Pau Gasol skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Lakers en Jamal Crawford var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Golden State.
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira