Landsbankinn varð af 48 milljörðum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 11. febrúar 2009 00:01 Skilanefnd Landsbankans fékk 50 milljónir evra, jafnvirði um sjö milljarða króna, fyrir írsku fyrirtækjaráðgjöfina Merrion Capital og franska greiningar- og verðbréfafyrirtækið Kepler við sölu til stjórnenda fyrirtækjanna í fyrravetur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Skilanefnd bankans hefur ekki gefið upp tölur varðandi söluna en fréttastofa Reuters birti kaupverð Merrion fyrir helgi. Þetta er 330 milljónum evra minna en Straumur samdi um að greiða að viðbættu breska verðbréfa- og ráðgjafafyrirtækinu Teathers Limited, áður en skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn bankans í október í fyrra. Miðað við þetta varð gamli bankinn af 48 milljörðum króna, sé miðað við gengi krónu gagnvart evru í dag. Taka verður tillit til þess að með sölunni var komið í veg fyrir að fyrirtækin færu í þrot. Við það hefði gamli bankinn ekki fengið til baka það fé sem hann hafði lagt þeim til. Ekki liggur fyrir hvað Straumur greiddi fyrir nafn Teathers í enda október. Landsbankinn greiddi um tuttugu milljarða króna fyrir Kepler og 84 prósenta hlut í Merrion árið 2005. Við það bætast um þrettán milljarðar vegna Teather & Greenwood og Bridgewell, en það síðasttalda var keypt um mitt ár 2007. Fyrirtækin voru sameinuð undir merkinu Landsbanki Securities Ltd sama ár. Heildarverðmæti fyrirtækjanna lá í rúmum 31 milljarði króna. Viðmælendur Markaðarins segja samþættingu fjármálafyrirtækja Landsbankans í Evrópu hafa gengið hægar en til stóð og hafi stjórnendur ekki náð því flæði á milli þeirra sem stefnt var að. Tvennt skýrir tafirnar: bankakreppan hér á vordögum 2006 sem varð til þess að íslenska fjármálalífið lagði allt kapp á að verjast gagnrýni erlendra greiningaraðila og fjármálakreppan, sem tók að bíta af krafti á seinni hluta árs 2007. Um mitt síðasta ár varð alvarlegs lausafjárskorts vart í sjóðum Landsbankans enda veikt bakland í Seðlabankanum. Eftir því sem næst verður komist horfðu stjórnendur bankans til þess að selja eignir bankans ytra og losa bankann við þungar byrðar á meginlandinu sem ekki hafði náð að samþætta samstæðu bankans. Í framhaldinu hafði Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, samband við William Fall, forstjóra Straums, um kaup á fyrirtækjunum. Salan var handsöluð um miðjan september en tilkynning send út í byrjun október. Kaupverð átti að nema 380 milljónum evra, jafnvirði 55,4 milljarða króna að þávirði. Þar af voru 50 milljónir evra í reiðufé en rest með víkjandi láni og útlánum. Níu dögum síðar tók Fjármálaeftirlitið lyklavöldin í Landsbankanum og frystu bresk stjórnvöld eigur Landsbankans ytra í kjölfarið. Samningi bankans og Straums var rift daginn eftir þegar ljóst var að bankinn gæti ekki staðið við ákvæði um söluna. Hvorki náðist í Sigurjón Þ. Árnason né Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, þegar eftir því leitað í gær. Markaðir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans fékk 50 milljónir evra, jafnvirði um sjö milljarða króna, fyrir írsku fyrirtækjaráðgjöfina Merrion Capital og franska greiningar- og verðbréfafyrirtækið Kepler við sölu til stjórnenda fyrirtækjanna í fyrravetur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Skilanefnd bankans hefur ekki gefið upp tölur varðandi söluna en fréttastofa Reuters birti kaupverð Merrion fyrir helgi. Þetta er 330 milljónum evra minna en Straumur samdi um að greiða að viðbættu breska verðbréfa- og ráðgjafafyrirtækinu Teathers Limited, áður en skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn bankans í október í fyrra. Miðað við þetta varð gamli bankinn af 48 milljörðum króna, sé miðað við gengi krónu gagnvart evru í dag. Taka verður tillit til þess að með sölunni var komið í veg fyrir að fyrirtækin færu í þrot. Við það hefði gamli bankinn ekki fengið til baka það fé sem hann hafði lagt þeim til. Ekki liggur fyrir hvað Straumur greiddi fyrir nafn Teathers í enda október. Landsbankinn greiddi um tuttugu milljarða króna fyrir Kepler og 84 prósenta hlut í Merrion árið 2005. Við það bætast um þrettán milljarðar vegna Teather & Greenwood og Bridgewell, en það síðasttalda var keypt um mitt ár 2007. Fyrirtækin voru sameinuð undir merkinu Landsbanki Securities Ltd sama ár. Heildarverðmæti fyrirtækjanna lá í rúmum 31 milljarði króna. Viðmælendur Markaðarins segja samþættingu fjármálafyrirtækja Landsbankans í Evrópu hafa gengið hægar en til stóð og hafi stjórnendur ekki náð því flæði á milli þeirra sem stefnt var að. Tvennt skýrir tafirnar: bankakreppan hér á vordögum 2006 sem varð til þess að íslenska fjármálalífið lagði allt kapp á að verjast gagnrýni erlendra greiningaraðila og fjármálakreppan, sem tók að bíta af krafti á seinni hluta árs 2007. Um mitt síðasta ár varð alvarlegs lausafjárskorts vart í sjóðum Landsbankans enda veikt bakland í Seðlabankanum. Eftir því sem næst verður komist horfðu stjórnendur bankans til þess að selja eignir bankans ytra og losa bankann við þungar byrðar á meginlandinu sem ekki hafði náð að samþætta samstæðu bankans. Í framhaldinu hafði Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, samband við William Fall, forstjóra Straums, um kaup á fyrirtækjunum. Salan var handsöluð um miðjan september en tilkynning send út í byrjun október. Kaupverð átti að nema 380 milljónum evra, jafnvirði 55,4 milljarða króna að þávirði. Þar af voru 50 milljónir evra í reiðufé en rest með víkjandi láni og útlánum. Níu dögum síðar tók Fjármálaeftirlitið lyklavöldin í Landsbankanum og frystu bresk stjórnvöld eigur Landsbankans ytra í kjölfarið. Samningi bankans og Straums var rift daginn eftir þegar ljóst var að bankinn gæti ekki staðið við ákvæði um söluna. Hvorki náðist í Sigurjón Þ. Árnason né Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, þegar eftir því leitað í gær.
Markaðir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira