Vinstri grænir kæra fleiri myndbirtingar af Steingrími 22. apríl 2009 15:00 Steingrímur J. Sigfússon formaður VG. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært auglýsingu Vefþjóðviljans, andriki.is sem haldið er úti af hægri mönnum, til siðanefndar SÍA en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar er birt mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni flokksins og vill flokkurinn kanna hvort myndbirtingin standist siðareglur SÍA. Áður hefur VG kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi fyrir svipaðar auglýsignar sem birst hafa í héraðsblöðum. Stjórnarmaður Andríkis segir merkilegt að VG hafi ekki gert neina efnislega athugasemd við auglýsinguna. Fordæmi eru fyrir myndbirtingum af fólki úr öðrum flokkum í kosningum. Auglýsing Vefþjóðviljans sem birtist í dag fjallar um að laun formanna stjórnarandstöðuflokkanna hafi hækkað um 50% með samþykkt „eftirlaunafrumvarpsins" svokallaða. Þegar vinstri flokkarnir hafi síðan tekið við 1.febrúar hafi Steingrímur verið búinn að fá 15 milljónir króna vegna þessa. Síðan er sagt frá því að Steingrímur hafi kallað frumvarpið „ósóma" en ekki séð ástæðu til þess að endurgreiða umrædda upphæð. Í kæru VG sem undirrituð er af Finni Dellsén miðlægum kosningastjóra flokksins segir að birting myndarinnar af Steingrími sé óheimil samkvæmt siðareglum SÍA og stjórnin beðin um að úrskurða í málinu. „Það er merkilegt að Vinstri grænir hafa enga efnislega athugasemd við auglýsinguna. Þeir vilja bara stoppa hana vegna myndbirtingar af Steingrími. Það er eins og þeim þyki það mikið feimnismál að Steingrímur hefur hagnast um 15 milljónir króna vegna eftirlaunafrumvarpsins svonefnda frá árinu 2003. Þuríður Bachman þingmaður VG var einn af upphaflegum flutningsmönnum frumvarpsins en Steingrímur kallaði það nýlega ósóma. Hvers vegna skilar hann þá ekki þessum 15 milljónum af ósómanum?," segir Glúmur Jón Björnsson stjórnarmaður Andríkis. Glúmur segir að myndbirtingar af andstæðingum í auglýsingum stjórnmálaflokka þekkist í gegnum tíðina. Nefnir hann í því sambandi auglýsingu frá Samfylkingunni í aðdraganda kosninganna 2003 þar sem myndir af öllum fyrrum forsætisráðherrum landsins voru birtar ásamt mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi forsætisráðherraefni flokksins. Fréttastofa hefur einnig undir höndum auglýsingu frá Frjálslyndaflokknum sem dreift var í hús. Þar er birt auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum síðan í kosningunum 2007 þar sem er mynd af Geir H. Haarde. Einnig má benda á barmmerki sem ungir vinstri grænir hafa dreift undanfarið með mynd af Bjarna Benediktsson formanni Sjálfstæðisflokksins með áletruninni, „Olía á eldinn".Auglýsing Frjálslynda flokksinsAuglýsing VefþjóðviljansBarmmerki UVG Kosningar 2009 Tengdar fréttir VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16 Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært auglýsingu Vefþjóðviljans, andriki.is sem haldið er úti af hægri mönnum, til siðanefndar SÍA en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar er birt mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni flokksins og vill flokkurinn kanna hvort myndbirtingin standist siðareglur SÍA. Áður hefur VG kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi fyrir svipaðar auglýsignar sem birst hafa í héraðsblöðum. Stjórnarmaður Andríkis segir merkilegt að VG hafi ekki gert neina efnislega athugasemd við auglýsinguna. Fordæmi eru fyrir myndbirtingum af fólki úr öðrum flokkum í kosningum. Auglýsing Vefþjóðviljans sem birtist í dag fjallar um að laun formanna stjórnarandstöðuflokkanna hafi hækkað um 50% með samþykkt „eftirlaunafrumvarpsins" svokallaða. Þegar vinstri flokkarnir hafi síðan tekið við 1.febrúar hafi Steingrímur verið búinn að fá 15 milljónir króna vegna þessa. Síðan er sagt frá því að Steingrímur hafi kallað frumvarpið „ósóma" en ekki séð ástæðu til þess að endurgreiða umrædda upphæð. Í kæru VG sem undirrituð er af Finni Dellsén miðlægum kosningastjóra flokksins segir að birting myndarinnar af Steingrími sé óheimil samkvæmt siðareglum SÍA og stjórnin beðin um að úrskurða í málinu. „Það er merkilegt að Vinstri grænir hafa enga efnislega athugasemd við auglýsinguna. Þeir vilja bara stoppa hana vegna myndbirtingar af Steingrími. Það er eins og þeim þyki það mikið feimnismál að Steingrímur hefur hagnast um 15 milljónir króna vegna eftirlaunafrumvarpsins svonefnda frá árinu 2003. Þuríður Bachman þingmaður VG var einn af upphaflegum flutningsmönnum frumvarpsins en Steingrímur kallaði það nýlega ósóma. Hvers vegna skilar hann þá ekki þessum 15 milljónum af ósómanum?," segir Glúmur Jón Björnsson stjórnarmaður Andríkis. Glúmur segir að myndbirtingar af andstæðingum í auglýsingum stjórnmálaflokka þekkist í gegnum tíðina. Nefnir hann í því sambandi auglýsingu frá Samfylkingunni í aðdraganda kosninganna 2003 þar sem myndir af öllum fyrrum forsætisráðherrum landsins voru birtar ásamt mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi forsætisráðherraefni flokksins. Fréttastofa hefur einnig undir höndum auglýsingu frá Frjálslyndaflokknum sem dreift var í hús. Þar er birt auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum síðan í kosningunum 2007 þar sem er mynd af Geir H. Haarde. Einnig má benda á barmmerki sem ungir vinstri grænir hafa dreift undanfarið með mynd af Bjarna Benediktsson formanni Sjálfstæðisflokksins með áletruninni, „Olía á eldinn".Auglýsing Frjálslynda flokksinsAuglýsing VefþjóðviljansBarmmerki UVG
Kosningar 2009 Tengdar fréttir VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16 Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16
Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34