Hið þekkta fréttatímarit Newsweek hefur verið selt en það hefur verið í eigu stórblaðsins Washington Post undanfarin 50 ár.
Kaupandinn er bandaríski auðmaðurinn Sidney Harman, stofnandi og stjórnarformaður Harman Industries.
Samkvæmt fréttum í bandarískum fjölmiðlum var kaupverðið 1 dollari en Harman yfirtekur töluverðar skuldir útgáfunnar. Newsweek var sett í söluferli í maí síðastliðnum.
Tímaritið var stofnað árið 1933 en komst í eigu Washington Post árið 1961.