Dagur B. Eggertsson: Atvinnumál í Reykjavík og aðgerðir gegn atvinnuleysi 27. apríl 2010 09:02 Baráttan fyrir fullri atvinnu er hornsteinn jafnaðarstefnunnar og forgangsmál við núverandi aðstæður. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er alls staðar undirstaða velferðar og því lítur Samfylkingin á það sem eitt mikilvægasta hlutverk borgarinnar að efla og styrkja atvinnulífið í borginni. Avinnuleysi er þjóðarböl og hvert prósentustig í atvinnuleysi kostar borgarsjóð milljarð króna á ári. Alla síðustu öld var Reykjavík aflvél í efnahags- og atvinnulífi landsins. Þrátt fyrir mesta atvinnuleysi í sögu borgarinnar er engu síður rekin afskiptaleysisstefna í atvinnumálum í Ráðhúsinu. Þar er þess beðið að markaðurinn leysi úr málum. Samfylkingin vill þvert á móti að Reykjavíkurborg verði miklu virkari í atvinnumálum, beiti afli sínu og leiti allra leiða í víðtæku samstarfi til að Reykjavík og Ísland komist sem fyrst út úr kreppunni.Nýsköpun og sóknarfæri Samfylkingin vill styðja við nýsköpunarsetur, sprota-hótel og/eða listasmiðjur. Í því skyni verði kortlagt hvaða tækifæri geti falist í auðu og óseldu húsnæði og hvernig tryggja megi notkun þess í þágu atvinnulífsins og hverfanna. Einfalda þarf leyfisveitingar og umsóknarferli fyrir þá sem vilja stofna til reksturs í Reykjavíkurborg. Þeim standi jafnframt til boða leiðsögn og aðstoð við öflun nauðsynlegra leyfa til reksturs sér að kostnaðarlausu. Í þessu skyni vill Samfylkingin endurreisa þróunar- og nýsköpunarfélag Reykjavíkurborgar í atvinnumálum. Meðal nýrra áherslusviða verði verkefni á sviði þekkingariðnaðar, kvikmyndagerðar og annarra skapandi greina. Höfuðborgarstofa, viðburða- og markaðsskrifstofa Reykjavíkurborgar í ferðaþjónustu verði opnuð fyrir aðkomu, fjármagni og nánara samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. Sérstaklega verði kannaður grundvöllur til að fjölga viðburðum sem styðja við markaðssetningu Reykjavíkur gagnvart ferðamönnum utan háannatíma. Kannaðir verði möguleikar á eflingu alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og aðkomu Reykjavíkurborgar að samstarfi um rekstur kvikmyndahúss í miðborginni sem myndi helga sig sögu og sýningum á íslenskum kvikmyndum. Kanna fýsileika og sóknarfæri fyrir úthlutun lóðar fyrir alhliða kvikmyndaver í borgarlandinu. Samfylkingin vill einnig að stutt verði við uppbyggingu þekkingar- og heilbrigðistengdra fyrirtækja með samstarfi um beina markaðssetningu á háskólasvæðum í Vatnsmýri í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Landspítalann. Reykjavíkurborg greiði fyrir skipulagi stúdentaíbúða og annarra innviða sem stuðla að sömu markmiðum.Viðhald og verklegar framkvæmdir Samfylkingin telur skynsamlegt að taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður um 70% næstu þrjú ár eins og nú er ráðgert. Borgarsjóður ræður við þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni í framkvæmda- og byggingariðnaði. Sérstaka áherslu á að leggja á viðhaldsverkefni. Viðhald skapar flest störf og lækkar rekstrarkostnað. Samfylkingin vill tvöfalda viðhald á fasteignum borgarinnar árin 2011-2012 með því að flýta brýnum viðhaldsverkefnum sem annars hefðu komið til framkvæmda 2013-2015. Þannig skapast störf þegar mest þarf á þeim að halda. Samfylkingin vill jafnframt setja fram heildstæða áætlun fyrir endurnýjun eldri hverfa að evrópskri fyrirmynd. Í stað þess að hverfin drabbist niður í kreppunni verði efnt til tímabærs viðhalds og endunýjunar á húsum og opinberum byggingum.Vaxtarsamningur fyrir Reykjavík Til að standa undir velferð og lífskjörum þarf að tryggja 3,5% meðalhagvöxt í Reykjavík næsta kjörtímabil. Til þess þarf margþættar aðgerðir sem ekki eru allar á færi Reykjavíkur heldur þarf að ná um þær víðtækri samstöðu og samstarfi. Þessi tölulegu markmið eiga að vera markmið vaxtarsamnings Reykjavíkur, ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar, fyrirtækja, stuðningsstofnana atvinnulífsins og annarra samtaka í atvinnulífi. Meginmarkmið hans yrðu að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja í virkri alþjóðlegri samkeppni, auka veltu, verðmætasköpun, útflutningstekjur og skapa þannig grunn fyrir umtalsverða fjölgun starfa á næstu misserum. Fyrsta verk Samfylkingarinnar við stjórn borgarinnar verður að skilgreina stöðu, styrkleika og sóknarfæri atvinnulífs Reykjavíkurborgar til skamms og langs tíma. Samfylkingin flutti tillögu sama efnis þremur vikum eftir hrun en hún hefur verið í frestun af hálfu meirihlutans í Ráðhúsinu allar götur síðan. Meðal áherslusviða verkefnisins og sóknarfæra sem horft verður til verði: Ferðamannaborgin Reykjavík, hafnarborgin, heilsuborgin, kvikmyndaborgin, orkuborgin og þekkingarborgin Reykjavík. Tækifærin liggja víða ef stefnan er framsýn og verkin látin tala. Fjölmargar fleiri tillögur og áherslur í atvinnumálum eru í atvinnustefnu Samfylkingarinnar og kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Atvinnumálin eru úrslitamál í þróun efnahags- og lífsgæða í borginni á næstu árum og því mikilvægt að borgarbúar kynni sér stefnu og tillögur flokkanna í þessum málaflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir fullri atvinnu er hornsteinn jafnaðarstefnunnar og forgangsmál við núverandi aðstæður. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er alls staðar undirstaða velferðar og því lítur Samfylkingin á það sem eitt mikilvægasta hlutverk borgarinnar að efla og styrkja atvinnulífið í borginni. Avinnuleysi er þjóðarböl og hvert prósentustig í atvinnuleysi kostar borgarsjóð milljarð króna á ári. Alla síðustu öld var Reykjavík aflvél í efnahags- og atvinnulífi landsins. Þrátt fyrir mesta atvinnuleysi í sögu borgarinnar er engu síður rekin afskiptaleysisstefna í atvinnumálum í Ráðhúsinu. Þar er þess beðið að markaðurinn leysi úr málum. Samfylkingin vill þvert á móti að Reykjavíkurborg verði miklu virkari í atvinnumálum, beiti afli sínu og leiti allra leiða í víðtæku samstarfi til að Reykjavík og Ísland komist sem fyrst út úr kreppunni.Nýsköpun og sóknarfæri Samfylkingin vill styðja við nýsköpunarsetur, sprota-hótel og/eða listasmiðjur. Í því skyni verði kortlagt hvaða tækifæri geti falist í auðu og óseldu húsnæði og hvernig tryggja megi notkun þess í þágu atvinnulífsins og hverfanna. Einfalda þarf leyfisveitingar og umsóknarferli fyrir þá sem vilja stofna til reksturs í Reykjavíkurborg. Þeim standi jafnframt til boða leiðsögn og aðstoð við öflun nauðsynlegra leyfa til reksturs sér að kostnaðarlausu. Í þessu skyni vill Samfylkingin endurreisa þróunar- og nýsköpunarfélag Reykjavíkurborgar í atvinnumálum. Meðal nýrra áherslusviða verði verkefni á sviði þekkingariðnaðar, kvikmyndagerðar og annarra skapandi greina. Höfuðborgarstofa, viðburða- og markaðsskrifstofa Reykjavíkurborgar í ferðaþjónustu verði opnuð fyrir aðkomu, fjármagni og nánara samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. Sérstaklega verði kannaður grundvöllur til að fjölga viðburðum sem styðja við markaðssetningu Reykjavíkur gagnvart ferðamönnum utan háannatíma. Kannaðir verði möguleikar á eflingu alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og aðkomu Reykjavíkurborgar að samstarfi um rekstur kvikmyndahúss í miðborginni sem myndi helga sig sögu og sýningum á íslenskum kvikmyndum. Kanna fýsileika og sóknarfæri fyrir úthlutun lóðar fyrir alhliða kvikmyndaver í borgarlandinu. Samfylkingin vill einnig að stutt verði við uppbyggingu þekkingar- og heilbrigðistengdra fyrirtækja með samstarfi um beina markaðssetningu á háskólasvæðum í Vatnsmýri í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Landspítalann. Reykjavíkurborg greiði fyrir skipulagi stúdentaíbúða og annarra innviða sem stuðla að sömu markmiðum.Viðhald og verklegar framkvæmdir Samfylkingin telur skynsamlegt að taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður um 70% næstu þrjú ár eins og nú er ráðgert. Borgarsjóður ræður við þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni í framkvæmda- og byggingariðnaði. Sérstaka áherslu á að leggja á viðhaldsverkefni. Viðhald skapar flest störf og lækkar rekstrarkostnað. Samfylkingin vill tvöfalda viðhald á fasteignum borgarinnar árin 2011-2012 með því að flýta brýnum viðhaldsverkefnum sem annars hefðu komið til framkvæmda 2013-2015. Þannig skapast störf þegar mest þarf á þeim að halda. Samfylkingin vill jafnframt setja fram heildstæða áætlun fyrir endurnýjun eldri hverfa að evrópskri fyrirmynd. Í stað þess að hverfin drabbist niður í kreppunni verði efnt til tímabærs viðhalds og endunýjunar á húsum og opinberum byggingum.Vaxtarsamningur fyrir Reykjavík Til að standa undir velferð og lífskjörum þarf að tryggja 3,5% meðalhagvöxt í Reykjavík næsta kjörtímabil. Til þess þarf margþættar aðgerðir sem ekki eru allar á færi Reykjavíkur heldur þarf að ná um þær víðtækri samstöðu og samstarfi. Þessi tölulegu markmið eiga að vera markmið vaxtarsamnings Reykjavíkur, ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar, fyrirtækja, stuðningsstofnana atvinnulífsins og annarra samtaka í atvinnulífi. Meginmarkmið hans yrðu að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja í virkri alþjóðlegri samkeppni, auka veltu, verðmætasköpun, útflutningstekjur og skapa þannig grunn fyrir umtalsverða fjölgun starfa á næstu misserum. Fyrsta verk Samfylkingarinnar við stjórn borgarinnar verður að skilgreina stöðu, styrkleika og sóknarfæri atvinnulífs Reykjavíkurborgar til skamms og langs tíma. Samfylkingin flutti tillögu sama efnis þremur vikum eftir hrun en hún hefur verið í frestun af hálfu meirihlutans í Ráðhúsinu allar götur síðan. Meðal áherslusviða verkefnisins og sóknarfæra sem horft verður til verði: Ferðamannaborgin Reykjavík, hafnarborgin, heilsuborgin, kvikmyndaborgin, orkuborgin og þekkingarborgin Reykjavík. Tækifærin liggja víða ef stefnan er framsýn og verkin látin tala. Fjölmargar fleiri tillögur og áherslur í atvinnumálum eru í atvinnustefnu Samfylkingarinnar og kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Atvinnumálin eru úrslitamál í þróun efnahags- og lífsgæða í borginni á næstu árum og því mikilvægt að borgarbúar kynni sér stefnu og tillögur flokkanna í þessum málaflokki.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar