Forseti FIA: Ekki nægar sannanir til að refsa Ferrari meira 9. september 2010 10:11 Jean Todt, forseti FIA. Mynd: Getty Images Jean Todt, forseti FIA segir að ekki hafa verið hægt að refsa Ferrari frekar vegna liðsskipanna í þýska kappakstrinnum á dögunum, þar sem ekki hafi verið nægar sannanir fyrir hendi að reglur hafi verið brotnar. Autosport.com greinir frá þessu í dag og er vitnað í viðtal á BBC. Ferrari fékk 100.000 dala sekt eftir þýska kappaksturinn í Þýskalandi, þar sem Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér og dómarar töldu það að undirlagi stjórnenda liðsins. Todt sagði í viðtalinu við BBC að sanna þyrfti sekt, áður en menn væru sakfelldir og að allir hjá Ferrari hefðu neitað því að um liðsskipanir hafi verið að ræða. Hann kvaðst þó persónulega vera sammála skoðun annarra að um liðsskipanir hefði verið að ræða, eins og dómarar töldu að væri raunin. En Ferrari slapp við frekari refsingu vegna málsins eftir að FIA tók málið fyrir í gær. Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari fagnaði ákvörðun FIA og líka þeirri staðreynd að sambandið vill endurskoða reglur varðandi liðsskipanir. Hann telur mikilvægt að reglurnar verði gerðar skýrari hvað liðsskipanir varðar. Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jean Todt, forseti FIA segir að ekki hafa verið hægt að refsa Ferrari frekar vegna liðsskipanna í þýska kappakstrinnum á dögunum, þar sem ekki hafi verið nægar sannanir fyrir hendi að reglur hafi verið brotnar. Autosport.com greinir frá þessu í dag og er vitnað í viðtal á BBC. Ferrari fékk 100.000 dala sekt eftir þýska kappaksturinn í Þýskalandi, þar sem Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér og dómarar töldu það að undirlagi stjórnenda liðsins. Todt sagði í viðtalinu við BBC að sanna þyrfti sekt, áður en menn væru sakfelldir og að allir hjá Ferrari hefðu neitað því að um liðsskipanir hafi verið að ræða. Hann kvaðst þó persónulega vera sammála skoðun annarra að um liðsskipanir hefði verið að ræða, eins og dómarar töldu að væri raunin. En Ferrari slapp við frekari refsingu vegna málsins eftir að FIA tók málið fyrir í gær. Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari fagnaði ákvörðun FIA og líka þeirri staðreynd að sambandið vill endurskoða reglur varðandi liðsskipanir. Hann telur mikilvægt að reglurnar verði gerðar skýrari hvað liðsskipanir varðar.
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira