Umfjöllun: Akureyri drap FH-grýluna Hjalti Þór Hreinsson skrifar 18. mars 2010 20:51 Árni Þór var markahæstur Akureyringa í kvöld með níu mörk. Fréttablaðið/Stefán Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum. Þetta var fjórða viðureign liðanna á tímabilinu og FH hafði fyrir þennan leik unnið þá alla. Akureyringar voru betri á öllum sviðum í fyrri hálfleik. Hörður Flóki varði vel, alls ellefu skot þar af eitt víti, en ævintýralega slök markvarsla Pálmars Péturssonar og Daníels Andréssonar vakti hvað mesta athygli. Daníel varði einu skot tvímenningana í fyrri hálfleik. Akureyri fékk aukakast eftir fyrra skotið sem hann varði og eftir það síðara kastaði hann boltanum fram völlinn, beint í hendurnar á Akureyringum. Akureyri fékk mikið af hröðum sóknum sem það nýtti vel. Þó má spyrja sig hvort liðið hefði ekki átt að skora fleiri mörk miðað við slaka markvörslu Hafnfirðinga. Akureyri náði mest sex marka forystu sem það hélt út hálfleikinn. Staðan þá var 18-12. Bjarni Fritzson skoraði fimm mörk af vítalínunni í sex tilraunum á meðan Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu. Hann var tekinn úr umferð en skoraði samt þrjú góð mörk. Það tók FH rúmar átta mínútur að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Pálmar varði mjög vel í seinni hálfleik sem var æsispennandi, í 22 mínútur. Akureyringar rönkuðu loks við sér og leyfðu FH ekki að komast yfir, þrátt fyrir að gestirnir hefðu fengið tækifæri til þess. Akureyringar voru tveimur mörkum yfir þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks. Lykilsókn hjá FH sem lauk með marki. 29-28 og fimm eftir. Akureyri komst aftur tveimur yfir eftir langa sókn og svo varði Hörður Flóki vel. Akureyri fékk víti sem Pálmar varði frá Oddi. Þrjár mínútur eftir og enn 30-28. Ólafur Gústafsson skoraði þá gott mark, eins og í sókninni þar á undan og dró vagninn. Árni skoraði þá gott mark fyrir Akureyri og enn tveggja marka munur þegar tvær mínútur voru eftir. Árni var drjúgur fyrir Akureyri á lokakaflanum og þegar ein mínúta var eftir kom hann liðinu í þriggja marka forystu, og leikurinn búinn. FH sýndi mikinn karakter í að koma til baka og jafna, en líklega hefði liðið þurft að komast yfir til að finna neistann sem vantaði. Bjarni Fritzson skaraði fram úr í liðinu og skoraði tólf mörk. Pálmar varði vel í síðari hálfleik, ellefu skot þar af tvö víti. Kollegi hans í marki Akureyrar varði 21 skot, oft á tíðum á mikilvægum augnablikum. Þá var Heimir frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik sem og Árni sem í staðinn var góður í seinni. Þá er vert að minnast á frábæra stemningu í Höllinni í kvöld en frítt var á leikinn í boði KEA.Akureyri-FH 33-30 (18-12)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 9 (15), Heimir Örn Árnason 8 (12), Oddur Gretarsson 5/1 (7/3), Guðmundur H. Helgason 5 (10), Jónatan Magnússon 3 (5), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/1 (40) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 11 (Heimir 4, Guðmundur 2, Árni 2, Andri, Oddur, Jónatan).Fiskuð víti: 3 (Hörður 3).Utan vallar: 2 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 12/6 (18/7), Ólafur Gústafsson 6 (12), Ólafur Guðmundsson 4 (9), Ásbjörn Friðriksson 2 (6), Örn Ingi Bjarkason 2 (7), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Björnsson 1 (2), Benedikt Kristinsson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 11/2 (36) 31%, Daníel Andrésson 2 (10) 20%.Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 3, Sigurgeir, Benedikt, Bjarni).Fiskuð víti: 7 (Örn 3, Bjarni 2, Ásbjörn, Benedikt).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Leifsson. Góðir. Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum. Þetta var fjórða viðureign liðanna á tímabilinu og FH hafði fyrir þennan leik unnið þá alla. Akureyringar voru betri á öllum sviðum í fyrri hálfleik. Hörður Flóki varði vel, alls ellefu skot þar af eitt víti, en ævintýralega slök markvarsla Pálmars Péturssonar og Daníels Andréssonar vakti hvað mesta athygli. Daníel varði einu skot tvímenningana í fyrri hálfleik. Akureyri fékk aukakast eftir fyrra skotið sem hann varði og eftir það síðara kastaði hann boltanum fram völlinn, beint í hendurnar á Akureyringum. Akureyri fékk mikið af hröðum sóknum sem það nýtti vel. Þó má spyrja sig hvort liðið hefði ekki átt að skora fleiri mörk miðað við slaka markvörslu Hafnfirðinga. Akureyri náði mest sex marka forystu sem það hélt út hálfleikinn. Staðan þá var 18-12. Bjarni Fritzson skoraði fimm mörk af vítalínunni í sex tilraunum á meðan Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu. Hann var tekinn úr umferð en skoraði samt þrjú góð mörk. Það tók FH rúmar átta mínútur að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Pálmar varði mjög vel í seinni hálfleik sem var æsispennandi, í 22 mínútur. Akureyringar rönkuðu loks við sér og leyfðu FH ekki að komast yfir, þrátt fyrir að gestirnir hefðu fengið tækifæri til þess. Akureyringar voru tveimur mörkum yfir þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks. Lykilsókn hjá FH sem lauk með marki. 29-28 og fimm eftir. Akureyri komst aftur tveimur yfir eftir langa sókn og svo varði Hörður Flóki vel. Akureyri fékk víti sem Pálmar varði frá Oddi. Þrjár mínútur eftir og enn 30-28. Ólafur Gústafsson skoraði þá gott mark, eins og í sókninni þar á undan og dró vagninn. Árni skoraði þá gott mark fyrir Akureyri og enn tveggja marka munur þegar tvær mínútur voru eftir. Árni var drjúgur fyrir Akureyri á lokakaflanum og þegar ein mínúta var eftir kom hann liðinu í þriggja marka forystu, og leikurinn búinn. FH sýndi mikinn karakter í að koma til baka og jafna, en líklega hefði liðið þurft að komast yfir til að finna neistann sem vantaði. Bjarni Fritzson skaraði fram úr í liðinu og skoraði tólf mörk. Pálmar varði vel í síðari hálfleik, ellefu skot þar af tvö víti. Kollegi hans í marki Akureyrar varði 21 skot, oft á tíðum á mikilvægum augnablikum. Þá var Heimir frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik sem og Árni sem í staðinn var góður í seinni. Þá er vert að minnast á frábæra stemningu í Höllinni í kvöld en frítt var á leikinn í boði KEA.Akureyri-FH 33-30 (18-12)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 9 (15), Heimir Örn Árnason 8 (12), Oddur Gretarsson 5/1 (7/3), Guðmundur H. Helgason 5 (10), Jónatan Magnússon 3 (5), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/1 (40) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 11 (Heimir 4, Guðmundur 2, Árni 2, Andri, Oddur, Jónatan).Fiskuð víti: 3 (Hörður 3).Utan vallar: 2 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 12/6 (18/7), Ólafur Gústafsson 6 (12), Ólafur Guðmundsson 4 (9), Ásbjörn Friðriksson 2 (6), Örn Ingi Bjarkason 2 (7), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Björnsson 1 (2), Benedikt Kristinsson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 11/2 (36) 31%, Daníel Andrésson 2 (10) 20%.Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 3, Sigurgeir, Benedikt, Bjarni).Fiskuð víti: 7 (Örn 3, Bjarni 2, Ásbjörn, Benedikt).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Leifsson. Góðir.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira