Meiri verðbólga, meira kaupmáttarhrun 7. júlí 2010 05:00 Efnahagshrunið, sem varð 2008, er vissulega mikið og þungbært áfall fyrir þjóðina, en það er ekkert einsdæmi. Áður hafa orðið stór áföll sem landsmenn urðu að axla og vinna sig út úr með þolinmæði og þrautseigju. Að þessu sinni eru óvenjulega hörð átök um það hverjir eigi að greiða kostnaðinn af hruninu. Stór hópur skuldara telur sig ekki eiga að borga skuld sína. Því er borið við að gengisfelling íslensku krónunnar og verðbólgan hafi hækkað skuldirnar langt umfram það sem eðlilegt geti talist og forsendur hafi af þeim sökum brostið. Frá ársbyrjun 2008 hefur krónan fallið gríðarlega, japanska jenið er 159% dýrara nú en þá og bandaríski dollarinn 102%. Pundið breska hefur hækkað um 53% og evran um 72%. Þetta er mikil hækkun á aðeins 2 ½ ári. Frá sama tíma til ágúst 2010 hefur neysluverðsvísitalan, sem verðtrygging innlendra skulda er miðuð við, hækkað um 29,2%. Þótt þetta sé mikil hækkun þá er hún barnaleikur á við það sem var fyrir 30 árum. Frá 1980 til 1989 var verðbólgan minnst 15,3% og mest 77,5% yfir almanaksárið. Átta af þessum 10 árum var verðbólgan meiri á einu ári en samtals á þeim 32 mánuðum sem liðnir eru frá ársbyrjun 2008. Á jafnlöngu tímabili, frá maí 1981 til ársloka 1983 varð verðbólgan 250%. Það er ríflega 8 sinnum meiri hækkun en nú. Samtals varð verðhækkunin um 1.940% á þessum áratug. Það dugði ekki til þess að leysa skuldara undan skuldbindingum sínum. Verðtryggingin hélt gildi sínu og hækkaði lánin. Því til viðbótar gerðist það sem síður hefur gerst nú, að vextir umfram verðtrygginguna hækkuðu gríðarlega. Þeir voru í upphafi verðtryggingar 2% en fóru upp í 10%. Þá var gripið til umtalsverðra skuldbreytinga og lánstíminn lengdur en í meginatriðum látið þar við sitja. Þetta voru úrræðin þá og þau voru látin duga. Hvort sem litið er til innlendrar verðtryggingar eða breytingar á gengi erlendra gjaldmiðla að þá er verðbólgan nú mun minni en þá var. Árið 1983 var bannað að verðtryggja laun en skuldir héldu óbreyttri verðtryggingu. Það leiddi til mikillar kaupmáttarskerðingar. Kaupmáttur atvinnutekna minnkaði um 17% á árunum 1983 og 1984. Kaupmáttur kauptaxta minnkaði um 25%. Eftir bankahrunið hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 10,7% á jafnlöngum tíma, 2008 og 2009. Mun meiri tekjurýrnun varð þá en nú hefur orðið. Kaupmáttur launa í dag er um 60% hærri en var fyrir rúmum 25 árum og ætla má að heimilin séu að sama skapi betur sett til þess að þola samdrátt tekna. Athyglisvert er að samkvæmt opinberum gögnum þá er vandi flestra þeirra sem eru í verulegum erfiðleikum um þessar mundir tilkominn fyrir bankahrun. Hrunið jók vandann en bjó hann ekki til. Of margir, einstaklingar og fyrirtæki, spiluðu of djarft fyrir hrun og þá hefði líklega flesta rekið í strand þótt ekkert bankahrun hefði orðið. Í þessu eins og öðru gildir að hver er sinnar gæfu smiður. Margir þurfa aðstoð til þess að ná tökum á fjármálum sínum og þeir eiga að fá hana. Þrátt fyrir alla óánægju með störf ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið gripið til umfangsmeiri aðgerða til aðstoðar skuldugum heimilum en þá var og er það vel. Þeir sem hafa farið í gegnum efnahagsleg hrun og hafa axlað þungar skuldbindingar í mörg ár hafa skilning á stöðu skuldsettra í dag og eru vafalaust reiðubúnir til þess að leggja þeim lið að einhverju marki með þyngri sköttum. Staða ríkissjóðs er orðin hörmuleg vegna mikilla skulda sem féllu á hann vegna hruns bankanna og það verður ekki miklu á hann bætt. En reynist það svo að skuldir eigi ekki að endurgreiða samkvæmt ákvæðum verðtryggra lánasamninga vegna forsendubrests þá hljóta forsendurnar að hafa brostið fyrir áratugum síðan. Sanngirnin og réttlætið byrjar ekki 1. janúar 2008. Kröfur um afnám verðtryggingar skuldbindinga eru kröfur um skerðingu lífeyrisréttinda og lækkun ellilífeyris. Það eru kröfur um að senda reikninginn til eldri kynslóðarinnar, þeirrar sömu sem forsendubresturinn nær ekki til. Hvers á hún að gjalda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagshrunið, sem varð 2008, er vissulega mikið og þungbært áfall fyrir þjóðina, en það er ekkert einsdæmi. Áður hafa orðið stór áföll sem landsmenn urðu að axla og vinna sig út úr með þolinmæði og þrautseigju. Að þessu sinni eru óvenjulega hörð átök um það hverjir eigi að greiða kostnaðinn af hruninu. Stór hópur skuldara telur sig ekki eiga að borga skuld sína. Því er borið við að gengisfelling íslensku krónunnar og verðbólgan hafi hækkað skuldirnar langt umfram það sem eðlilegt geti talist og forsendur hafi af þeim sökum brostið. Frá ársbyrjun 2008 hefur krónan fallið gríðarlega, japanska jenið er 159% dýrara nú en þá og bandaríski dollarinn 102%. Pundið breska hefur hækkað um 53% og evran um 72%. Þetta er mikil hækkun á aðeins 2 ½ ári. Frá sama tíma til ágúst 2010 hefur neysluverðsvísitalan, sem verðtrygging innlendra skulda er miðuð við, hækkað um 29,2%. Þótt þetta sé mikil hækkun þá er hún barnaleikur á við það sem var fyrir 30 árum. Frá 1980 til 1989 var verðbólgan minnst 15,3% og mest 77,5% yfir almanaksárið. Átta af þessum 10 árum var verðbólgan meiri á einu ári en samtals á þeim 32 mánuðum sem liðnir eru frá ársbyrjun 2008. Á jafnlöngu tímabili, frá maí 1981 til ársloka 1983 varð verðbólgan 250%. Það er ríflega 8 sinnum meiri hækkun en nú. Samtals varð verðhækkunin um 1.940% á þessum áratug. Það dugði ekki til þess að leysa skuldara undan skuldbindingum sínum. Verðtryggingin hélt gildi sínu og hækkaði lánin. Því til viðbótar gerðist það sem síður hefur gerst nú, að vextir umfram verðtrygginguna hækkuðu gríðarlega. Þeir voru í upphafi verðtryggingar 2% en fóru upp í 10%. Þá var gripið til umtalsverðra skuldbreytinga og lánstíminn lengdur en í meginatriðum látið þar við sitja. Þetta voru úrræðin þá og þau voru látin duga. Hvort sem litið er til innlendrar verðtryggingar eða breytingar á gengi erlendra gjaldmiðla að þá er verðbólgan nú mun minni en þá var. Árið 1983 var bannað að verðtryggja laun en skuldir héldu óbreyttri verðtryggingu. Það leiddi til mikillar kaupmáttarskerðingar. Kaupmáttur atvinnutekna minnkaði um 17% á árunum 1983 og 1984. Kaupmáttur kauptaxta minnkaði um 25%. Eftir bankahrunið hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 10,7% á jafnlöngum tíma, 2008 og 2009. Mun meiri tekjurýrnun varð þá en nú hefur orðið. Kaupmáttur launa í dag er um 60% hærri en var fyrir rúmum 25 árum og ætla má að heimilin séu að sama skapi betur sett til þess að þola samdrátt tekna. Athyglisvert er að samkvæmt opinberum gögnum þá er vandi flestra þeirra sem eru í verulegum erfiðleikum um þessar mundir tilkominn fyrir bankahrun. Hrunið jók vandann en bjó hann ekki til. Of margir, einstaklingar og fyrirtæki, spiluðu of djarft fyrir hrun og þá hefði líklega flesta rekið í strand þótt ekkert bankahrun hefði orðið. Í þessu eins og öðru gildir að hver er sinnar gæfu smiður. Margir þurfa aðstoð til þess að ná tökum á fjármálum sínum og þeir eiga að fá hana. Þrátt fyrir alla óánægju með störf ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið gripið til umfangsmeiri aðgerða til aðstoðar skuldugum heimilum en þá var og er það vel. Þeir sem hafa farið í gegnum efnahagsleg hrun og hafa axlað þungar skuldbindingar í mörg ár hafa skilning á stöðu skuldsettra í dag og eru vafalaust reiðubúnir til þess að leggja þeim lið að einhverju marki með þyngri sköttum. Staða ríkissjóðs er orðin hörmuleg vegna mikilla skulda sem féllu á hann vegna hruns bankanna og það verður ekki miklu á hann bætt. En reynist það svo að skuldir eigi ekki að endurgreiða samkvæmt ákvæðum verðtryggra lánasamninga vegna forsendubrests þá hljóta forsendurnar að hafa brostið fyrir áratugum síðan. Sanngirnin og réttlætið byrjar ekki 1. janúar 2008. Kröfur um afnám verðtryggingar skuldbindinga eru kröfur um skerðingu lífeyrisréttinda og lækkun ellilífeyris. Það eru kröfur um að senda reikninginn til eldri kynslóðarinnar, þeirrar sömu sem forsendubresturinn nær ekki til. Hvers á hún að gjalda?
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun