Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar 8. desember 2025 08:32 Mögnuð frammistaða Silvíu Nætur í Aþenu er fyrsta minningin mín af Eurovision. Tónlistarkeppnin var heilög hefð á mínu heimili og með hverju árinu þráði ég íslenskan sigur heitar. Í þriðja bekk tókum ég og bekkjarsystur mínar nokkrum sinnum sigurlagið Fairytale á grasbletti í frímínútum, þar sem ég steig inn í hlutverk Alexanders Rybak. Í fyrsta sinn sem ég fylgdist ekki með keppninni, sniðgekk hana réttara sagt, var þegar Hatari fór til Ísraels. Vegna framferði þeirra við nágrannaþjóðir sínar, hefur Ísrael alfarið verið útskúfað úr alþjóða- og samstarfsverkefnum með þeim. Eurovision tók við vandræðalandinu opnum örmum árið 1973, og hefur það alla tíð síðan hlotið eðal sérmeðferð þar. Ljótir atburðir sögunnar kunna að útskýra sterk tilfinningatengsl Evrópu og Ísrael, en ég tel að efnahagslegur ávinningur á stríðsrekstri ráði ríkjum. Á tímum útblásinnar heimsvaldastefnu er velferð fólks oft einskis virði, eins og við höfum orðið vitni að í Palestínu síðustu tvö ár. Alþjóðadómstóllinn gaf út tímabundinn úrskurð í lok árs 2023, vegna ákæru Suður-Afríku gegn Ísrael, að aðgerðir á Gaza bæru sterk einkenni þjóðernishreinsana. Hann mælti enn fremur fyrir um að ríkjum bæri að bregðast lagalega við, með viðskipta- og verslunarbönnum og útilokunum úr alþjóðasamstörfum, mennta- íþrótta- og menningarviðburðum. Evrópa hefur ekki brugðist við, og því fær Ísrael enn að syngja með á stóra sviðinu, án nokkurra afleiðinga. Keppnin hefur upp á síðkastið ekki lagt áherslu á sameiningu okkar og mikilvægi friðar, nei, hún hefur lagt áherslu á aðskilnað okkur í nafni pólitísks hlutleysis. Hún bannar einu stríðsóðu landi þátttöku samstundis en býður öðru endurtekið velkomið. Hún hefur bannað allan sýnileika á þjóðfánum, sem ekki taka þátt, og hinsegin fánum. Á meðan að palestínskum fánum var flaggað utan tónlistarhallarinnar í Basel, voru þeir harðbannaðir innandyra. Einnig máttu hinsegin keppendur og aðdáendur heldur ekki flagga sínum fánum, þrátt fyrir að vera hvað mestu aðdáendur keppninnar. Mín túlkun á þessum reglum er að þetta var gert til þess eins að þóknast hópi síónista og veita þeim sektarkenndarlaust rými til skemmtunar. Á meðan við hin, sem viljum njóta keppninnar án Ísrael, þurfum að bíta í súra eplið. Í byrjun desember kusu fjórir meðlimir af níu í stjórn RÚV á móti ísraelsku banni. Ég skora hér með á þau að færa rök fyrir því, verandi í þessari valdamiklu stöðu. Það var léttir að sjá hin fimm vera með hjartað á réttum stað, og að krafan til EBU hafi verið samþykkt, jafnvel þó það hafi skilað litlu. Ákvörðun Samtaka Evrópskra Sjónvarpsstöðva, EBU, um þátttöku Ísraels 4. desember síðastliðinn var viðbúin. EBU sleppti enn fremur alfarið að kjósa um það, vegna meirihluta sem kaus samþykki við (enn) nýjar reglugerðir. Þær fjalla um breytingar á símakosningunni og um markaðssetningu landa, en í vor var Ísrael meðal annars gagnrýnt fyrir varhugasama kosningaherferð. Og aftur túlka ég að þessar breytingar séu einungis gerðar til þess að halda þeim í keppninni. Þýski menningarmálaráðherrann sagði sjálfur að Eurovision gæti ekki verið haldið án Ísrael, og ég trúi að EBU sé á sama máli. Þátttaka Íslands í Eurovision árin 2024 og 2025 voru skellir. Stjórn RÚV hefur gefið lítið fyrir mótmæli almennings, tónlistarfólks, undirskriftalista og skoðanakanna sem sýna meirihluta vera mótfallinn. Á meðan hafa linnulausar blóðsúthellingar á Gaza staðið yfir. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu á Gaza hefur ísraelski herinn myrt rúmlega 70.000 manns, karla, konur og börn. Til að setja það í samhengi, þá eru 70.000 manns næstum 18% af íslensku þjóðinni, eða allir íbúar Kópavogs og Hafnarfjarðar samanlagt. Ísland hefur margoft sýnt hve annt okkur er um velferð smáþjóða, verandi ein þeirra sjálf. Við vorum fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Litháen og Króatíu, fyrst af Vesturlöndum til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, og höfum meira að segja sýnt það í Eurovision. Árið 2019 hélt Hatari á palestínskum borðum í beinni og í tónlistarmyndbandi VÆB bræðra í fyrra, mátti sjá fána Grænlands og Færeyja, lönd sem eru enn undir yfirráðum Danmerkur sem við eitt sinn vorum. En ef það er gert með þátttöku í keppni, sem bælir öll skilaboð um réttindabaráttu fólks niður, þýðir það ógnarlítið í stóra samhenginu. Best væri því, að sýna stuðning utan hennar í verki. Ég spyr, hvað þarf til þess að stjórnendur RÚV neiti að taka lagið við hlið Ísraels? Undanfarin tvö ár hefur RÚV ítrekað lýst ákvörðuninni sem verulega flókinni. Danakonungi fannst eflaust sjálfstæði Íslands mjög flókið mál á sínum tíma, og þess vegna kusum við einróma um frelsi þegar okkur fórst tækifærið. Frelsið er dýrkeypt, en alltaf þess virði. Það þarf bara að þora. Ég er ung kona sem ólst upp við að horfa á Eurovision, missti ekki af keppninni í 13 ár og geymi góðar minningar frá henni. En, ég get ekki notið keppninnar lengur vegna stingandi hlutdrægni og skort á almennu siðferði, sem er jafnframt orðið ekkert hjá stjórnvöldum Evrópu og þar með talið Íslandi. RÚV ætti að taka ákvörðun sína skynsamlega miðvikudaginn 10. desember, í takt við skoðanir landsmanna, og fyrst og fremst með mannúð að leiðarljósi. Sú ákvörðun er einföld. Við skulum neita þátttöku í tónlistarkeppni sem hefur horfið frá sínum eigin gildum og leyft landi að keppa og auglýsa ímynd sína, á meðan að það herjar með helför á Palestínsku þjóðinni. Því segi ég, Ísland úr Eurovision 2026. Höfundur er félagsfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision 2026 Eurovision Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Mögnuð frammistaða Silvíu Nætur í Aþenu er fyrsta minningin mín af Eurovision. Tónlistarkeppnin var heilög hefð á mínu heimili og með hverju árinu þráði ég íslenskan sigur heitar. Í þriðja bekk tókum ég og bekkjarsystur mínar nokkrum sinnum sigurlagið Fairytale á grasbletti í frímínútum, þar sem ég steig inn í hlutverk Alexanders Rybak. Í fyrsta sinn sem ég fylgdist ekki með keppninni, sniðgekk hana réttara sagt, var þegar Hatari fór til Ísraels. Vegna framferði þeirra við nágrannaþjóðir sínar, hefur Ísrael alfarið verið útskúfað úr alþjóða- og samstarfsverkefnum með þeim. Eurovision tók við vandræðalandinu opnum örmum árið 1973, og hefur það alla tíð síðan hlotið eðal sérmeðferð þar. Ljótir atburðir sögunnar kunna að útskýra sterk tilfinningatengsl Evrópu og Ísrael, en ég tel að efnahagslegur ávinningur á stríðsrekstri ráði ríkjum. Á tímum útblásinnar heimsvaldastefnu er velferð fólks oft einskis virði, eins og við höfum orðið vitni að í Palestínu síðustu tvö ár. Alþjóðadómstóllinn gaf út tímabundinn úrskurð í lok árs 2023, vegna ákæru Suður-Afríku gegn Ísrael, að aðgerðir á Gaza bæru sterk einkenni þjóðernishreinsana. Hann mælti enn fremur fyrir um að ríkjum bæri að bregðast lagalega við, með viðskipta- og verslunarbönnum og útilokunum úr alþjóðasamstörfum, mennta- íþrótta- og menningarviðburðum. Evrópa hefur ekki brugðist við, og því fær Ísrael enn að syngja með á stóra sviðinu, án nokkurra afleiðinga. Keppnin hefur upp á síðkastið ekki lagt áherslu á sameiningu okkar og mikilvægi friðar, nei, hún hefur lagt áherslu á aðskilnað okkur í nafni pólitísks hlutleysis. Hún bannar einu stríðsóðu landi þátttöku samstundis en býður öðru endurtekið velkomið. Hún hefur bannað allan sýnileika á þjóðfánum, sem ekki taka þátt, og hinsegin fánum. Á meðan að palestínskum fánum var flaggað utan tónlistarhallarinnar í Basel, voru þeir harðbannaðir innandyra. Einnig máttu hinsegin keppendur og aðdáendur heldur ekki flagga sínum fánum, þrátt fyrir að vera hvað mestu aðdáendur keppninnar. Mín túlkun á þessum reglum er að þetta var gert til þess eins að þóknast hópi síónista og veita þeim sektarkenndarlaust rými til skemmtunar. Á meðan við hin, sem viljum njóta keppninnar án Ísrael, þurfum að bíta í súra eplið. Í byrjun desember kusu fjórir meðlimir af níu í stjórn RÚV á móti ísraelsku banni. Ég skora hér með á þau að færa rök fyrir því, verandi í þessari valdamiklu stöðu. Það var léttir að sjá hin fimm vera með hjartað á réttum stað, og að krafan til EBU hafi verið samþykkt, jafnvel þó það hafi skilað litlu. Ákvörðun Samtaka Evrópskra Sjónvarpsstöðva, EBU, um þátttöku Ísraels 4. desember síðastliðinn var viðbúin. EBU sleppti enn fremur alfarið að kjósa um það, vegna meirihluta sem kaus samþykki við (enn) nýjar reglugerðir. Þær fjalla um breytingar á símakosningunni og um markaðssetningu landa, en í vor var Ísrael meðal annars gagnrýnt fyrir varhugasama kosningaherferð. Og aftur túlka ég að þessar breytingar séu einungis gerðar til þess að halda þeim í keppninni. Þýski menningarmálaráðherrann sagði sjálfur að Eurovision gæti ekki verið haldið án Ísrael, og ég trúi að EBU sé á sama máli. Þátttaka Íslands í Eurovision árin 2024 og 2025 voru skellir. Stjórn RÚV hefur gefið lítið fyrir mótmæli almennings, tónlistarfólks, undirskriftalista og skoðanakanna sem sýna meirihluta vera mótfallinn. Á meðan hafa linnulausar blóðsúthellingar á Gaza staðið yfir. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu á Gaza hefur ísraelski herinn myrt rúmlega 70.000 manns, karla, konur og börn. Til að setja það í samhengi, þá eru 70.000 manns næstum 18% af íslensku þjóðinni, eða allir íbúar Kópavogs og Hafnarfjarðar samanlagt. Ísland hefur margoft sýnt hve annt okkur er um velferð smáþjóða, verandi ein þeirra sjálf. Við vorum fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Litháen og Króatíu, fyrst af Vesturlöndum til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, og höfum meira að segja sýnt það í Eurovision. Árið 2019 hélt Hatari á palestínskum borðum í beinni og í tónlistarmyndbandi VÆB bræðra í fyrra, mátti sjá fána Grænlands og Færeyja, lönd sem eru enn undir yfirráðum Danmerkur sem við eitt sinn vorum. En ef það er gert með þátttöku í keppni, sem bælir öll skilaboð um réttindabaráttu fólks niður, þýðir það ógnarlítið í stóra samhenginu. Best væri því, að sýna stuðning utan hennar í verki. Ég spyr, hvað þarf til þess að stjórnendur RÚV neiti að taka lagið við hlið Ísraels? Undanfarin tvö ár hefur RÚV ítrekað lýst ákvörðuninni sem verulega flókinni. Danakonungi fannst eflaust sjálfstæði Íslands mjög flókið mál á sínum tíma, og þess vegna kusum við einróma um frelsi þegar okkur fórst tækifærið. Frelsið er dýrkeypt, en alltaf þess virði. Það þarf bara að þora. Ég er ung kona sem ólst upp við að horfa á Eurovision, missti ekki af keppninni í 13 ár og geymi góðar minningar frá henni. En, ég get ekki notið keppninnar lengur vegna stingandi hlutdrægni og skort á almennu siðferði, sem er jafnframt orðið ekkert hjá stjórnvöldum Evrópu og þar með talið Íslandi. RÚV ætti að taka ákvörðun sína skynsamlega miðvikudaginn 10. desember, í takt við skoðanir landsmanna, og fyrst og fremst með mannúð að leiðarljósi. Sú ákvörðun er einföld. Við skulum neita þátttöku í tónlistarkeppni sem hefur horfið frá sínum eigin gildum og leyft landi að keppa og auglýsa ímynd sína, á meðan að það herjar með helför á Palestínsku þjóðinni. Því segi ég, Ísland úr Eurovision 2026. Höfundur er félagsfræðinemi.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun