Loksins kom góða veðrið Brynhildur Björnsdóttir skrifar 20. ágúst 2010 06:00 Ég er flúin inn úr steikjandi hitanum á útipalli kaffihússins, þar sem skuggi byggingakranans dansar eins og diskóljós á klúbbgólfi á Íbísa. Mér líður reyndar ekkert ósvipað og ég ímynda mér að mér myndi líða þar, hitinn næstum því kæfandi, örlitlir golusveipir það eina sem gerir lífið bærilegt. Já, og svo náttúrlega ískaffið og klakavatnið, sólskinið og áhrifin sem það hefur á fólkið. Það er mjög erfitt að vera fúll þegar hægt er að vera berfætt í skónum frá því í byrjun maí og fram í septemberlok, börn hlaupa um í kæruleysislegum sumarfötum, sokkabuxnalaus og allt, sumarkjólarnir sem áður var splæst í fyrir sólarströndina fara nú í bæinn dag eftir dag án þess að teljandi viljastyrkur þurfi að koma til og allir svo kátir. Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, einkum þó gleðina í Íslendingshjartanu. Og það þótt kossar hennar geti verið banvænir. Ég man ekki eftir því þegar ég var lítil að nokkrum hafi dottið í hug að smyrja börn sólarvörn áður en þau voru send í skóla eða leikskóla. Ég man heldur ekki eftir mörgum dögum í röð þar sem ekki var þörf á að vera í úlpu eða að minnsta kosti þykkri peysu. Ég man reyndar eftir því að malbikið bráðnaði einu sinni í götunni en ég skrifa það á gæði malbiksins frekar en styrk sólarinnar. Veðrið er loksins orðið gott. Frá því á söguöld, þegar hunang draup af greinum risavaxinna trjáa sem þöktu landið þannig að hægt var að sveifla sér milli fjalls og fjöru án þess að snerta jörð, hefur ekki verið jafngott veður á Íslandi. Draumurinn sem við þorðum ekki að láta okkur dreyma í torfbæjunum og varla í bárujárnshúsunum hefur ræst. Og hver nennir þá að vera fúll og röfla um hlýnun jarðar, ofsaþurrka og öfgakenndar rigningar í öðrum löndum? Hver nennir að hafa áhyggjur af mengun, fjölda einkabíla, hveitiskorti vegna skógarelda sem skapast af ofsaþurrki og fólki sem deyr úr hita eða hungri úti um allar trissur vegna þess að loftslagið hjá því er að breytast? Það var gott veður hjá öðrum öldum saman. Nú er komið að okkur. Enda er ekkert sem við getum gert í þessu. Hver á að hægja á hlýnun jarðar og hjálpa hungruðum heimi? Er það ég? Já, kannski ert það bara þú. Taktu fram hjólið þitt, nú er einmitt veðrið til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Loftslagsmál Skoðanir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Ég er flúin inn úr steikjandi hitanum á útipalli kaffihússins, þar sem skuggi byggingakranans dansar eins og diskóljós á klúbbgólfi á Íbísa. Mér líður reyndar ekkert ósvipað og ég ímynda mér að mér myndi líða þar, hitinn næstum því kæfandi, örlitlir golusveipir það eina sem gerir lífið bærilegt. Já, og svo náttúrlega ískaffið og klakavatnið, sólskinið og áhrifin sem það hefur á fólkið. Það er mjög erfitt að vera fúll þegar hægt er að vera berfætt í skónum frá því í byrjun maí og fram í septemberlok, börn hlaupa um í kæruleysislegum sumarfötum, sokkabuxnalaus og allt, sumarkjólarnir sem áður var splæst í fyrir sólarströndina fara nú í bæinn dag eftir dag án þess að teljandi viljastyrkur þurfi að koma til og allir svo kátir. Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, einkum þó gleðina í Íslendingshjartanu. Og það þótt kossar hennar geti verið banvænir. Ég man ekki eftir því þegar ég var lítil að nokkrum hafi dottið í hug að smyrja börn sólarvörn áður en þau voru send í skóla eða leikskóla. Ég man heldur ekki eftir mörgum dögum í röð þar sem ekki var þörf á að vera í úlpu eða að minnsta kosti þykkri peysu. Ég man reyndar eftir því að malbikið bráðnaði einu sinni í götunni en ég skrifa það á gæði malbiksins frekar en styrk sólarinnar. Veðrið er loksins orðið gott. Frá því á söguöld, þegar hunang draup af greinum risavaxinna trjáa sem þöktu landið þannig að hægt var að sveifla sér milli fjalls og fjöru án þess að snerta jörð, hefur ekki verið jafngott veður á Íslandi. Draumurinn sem við þorðum ekki að láta okkur dreyma í torfbæjunum og varla í bárujárnshúsunum hefur ræst. Og hver nennir þá að vera fúll og röfla um hlýnun jarðar, ofsaþurrka og öfgakenndar rigningar í öðrum löndum? Hver nennir að hafa áhyggjur af mengun, fjölda einkabíla, hveitiskorti vegna skógarelda sem skapast af ofsaþurrki og fólki sem deyr úr hita eða hungri úti um allar trissur vegna þess að loftslagið hjá því er að breytast? Það var gott veður hjá öðrum öldum saman. Nú er komið að okkur. Enda er ekkert sem við getum gert í þessu. Hver á að hægja á hlýnun jarðar og hjálpa hungruðum heimi? Er það ég? Já, kannski ert það bara þú. Taktu fram hjólið þitt, nú er einmitt veðrið til þess.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun