Vandi íslenskra fjölmiðla Gunnar Hersveinn skrifar 27. janúar 2010 06:00 Hlutverk fjölmiðlafólks er þýðingarmikið um þessar mundir en hlutskipti þeirra er dapurlegt. Fjölmargir reyndir blaðamenn með bein í nefinu standa nú utan fjölmiðla - þeim hefur verið sagt upp störfum. Höfundar greina og pistla geta ekki heldur lengur selt skrif sín. Gagnrýnin hugsun er á undanhaldi í íslenskum fjölmiðlum en léttmeti sem laðar að sér auglýsingar á greiðan aðgang. Blaðamenn og -konur hafa aðgang að valdafólki og viðskiptalífi. Þau geta í krafti fjölmiðils spurt spurninga og krafist svara. Þau geta viðað að sér efni og samið mikilvægar fréttaskýringar til að varpa ljósi á stöðuna. Skjólstæðingar þeirra er almenningur og aðeins almenningur. Verk sem þeim gefst kostur á að vinna vel - býr yfir samfélagslegri ábyrgð og hefur jákvæðar afleiðingar. Nú stendur yfir óvissutími vegna ICESAVE og brátt verður skýrsla rannsóknarnefndar Alþings birt en á sama tíma eru fjölmiðlar vanbúnir til að takast á við verkefnið sem liggur fyrir. Sögulegir atburðir eiga sér stað sem skilja á milli feigs og ófeigs, og vönduð miðlun til þjóðarinnar getur ráðið úrslitum um framhaldið. En hvað gerist þá? Fréttamenn missa vinnuna og þeir sem eftir eru hafa æ sjaldnar tíma til að vanda sig sökum álags. Hver og einn blaðamaður reynir að standa sig í fréttamiðlun en það er vissulega áhyggjuefni þegar þeir hafa ekki lengur stuðning sér reyndari og ekki heldur tíma til að klára málin. Það er nauðsynlegt að kryfja málin, leita í margar heimildir, efast og loks að semja vandaðar fréttaskýringar - en til hverra getur fréttastjórinn leitað þegar svo margir afburðagóðir fréttamenn standa utandyra? Kröfuharðir lesendur, hlustendur og áhorfendur fjölmiðla verða að láta til sín heyra og mótmæla þessari afleitu stöðu á svo mikilvægum tímum. Ef til vill hefur aldrei verið meiri þörf á hörðu, gagnrýnu, reyndu og úthaldsgóðu fjölmiðlafólki til að glíma við það efni sem berst á fjölmiðla þessi misserin. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk fjölmiðlafólks er þýðingarmikið um þessar mundir en hlutskipti þeirra er dapurlegt. Fjölmargir reyndir blaðamenn með bein í nefinu standa nú utan fjölmiðla - þeim hefur verið sagt upp störfum. Höfundar greina og pistla geta ekki heldur lengur selt skrif sín. Gagnrýnin hugsun er á undanhaldi í íslenskum fjölmiðlum en léttmeti sem laðar að sér auglýsingar á greiðan aðgang. Blaðamenn og -konur hafa aðgang að valdafólki og viðskiptalífi. Þau geta í krafti fjölmiðils spurt spurninga og krafist svara. Þau geta viðað að sér efni og samið mikilvægar fréttaskýringar til að varpa ljósi á stöðuna. Skjólstæðingar þeirra er almenningur og aðeins almenningur. Verk sem þeim gefst kostur á að vinna vel - býr yfir samfélagslegri ábyrgð og hefur jákvæðar afleiðingar. Nú stendur yfir óvissutími vegna ICESAVE og brátt verður skýrsla rannsóknarnefndar Alþings birt en á sama tíma eru fjölmiðlar vanbúnir til að takast á við verkefnið sem liggur fyrir. Sögulegir atburðir eiga sér stað sem skilja á milli feigs og ófeigs, og vönduð miðlun til þjóðarinnar getur ráðið úrslitum um framhaldið. En hvað gerist þá? Fréttamenn missa vinnuna og þeir sem eftir eru hafa æ sjaldnar tíma til að vanda sig sökum álags. Hver og einn blaðamaður reynir að standa sig í fréttamiðlun en það er vissulega áhyggjuefni þegar þeir hafa ekki lengur stuðning sér reyndari og ekki heldur tíma til að klára málin. Það er nauðsynlegt að kryfja málin, leita í margar heimildir, efast og loks að semja vandaðar fréttaskýringar - en til hverra getur fréttastjórinn leitað þegar svo margir afburðagóðir fréttamenn standa utandyra? Kröfuharðir lesendur, hlustendur og áhorfendur fjölmiðla verða að láta til sín heyra og mótmæla þessari afleitu stöðu á svo mikilvægum tímum. Ef til vill hefur aldrei verið meiri þörf á hörðu, gagnrýnu, reyndu og úthaldsgóðu fjölmiðlafólki til að glíma við það efni sem berst á fjölmiðla þessi misserin. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar