Samgöngumiztök 24. september 2010 06:00 Í gegnum borgarkerfið mjakast, á hraða snigilsins, feitlaginn flóðhestur sem heitir Samgöngumiðstöð. Það veit eiginlega enginn hver kom með hann og fáir í borginni vilja hafa hann. Menn kunna samt ekki alveg að við að reka hann í sjóinn, eftir allan þennan tíma, en virðast ekki vita í hvern þeir eigi að hringja til að skila honum. „Kannski væri það dónaskapur?" hugsa menn. „Við vorum, jú, búin að segjast ætla að hafa hann." Flestir hafa það þó á tilfinningunni að flóðhesturinn, sem átti raunar fyrst að vera stóðhestur, sé búinn að vera hjá okkur í nokkra vetur, hafi misst nokkur kíló og sé orðinn illa pirraður á biðinni. En hann staulast þó áfram. Tramp tramp. Fullyrðingin „Reykjavík þarf auðvitað samgöngumiðstöð" verður ekki sannari þótt menn segi hana oftar og jafnvel þótt hún væri sönn þá er samgöngumiðstöð ekki það sem Reykjavík er að fá. Menn töluðu eitt sinn sem þangað ætti að flytja strætó, rútur, leigubíla og flug. Strætó telur staðsetninguna úr leið fyrir sig, og ætlar að flytja sig á BSÍ. Rútufyrirtækin ætla mörg hver að verða eftir á BSÍ. Leigubílarnir verða náttúrulega bara þar sem fólkið er og fólkið verður ekki þarna. Eftir situr að helst flugaðilar munu flytja sig á þessa nýju flugstöð. Já, flugstöð, því þetta verður ekki samgöngumiðstöð frekar en lestarstöð, þó svo það væri evrópsk og rómantískt að kalla hana það líka. Sú farþegaaðstaða sem nú er notuð í innanlandsflugi er í eigu Flugfélags Íslands. Þetta hefur skapað árekstra þegar önnur flugfélög hafa ætlað sér að nota hana í einhvers konar samkeppni við Flugfélag Íslands. Slíkt eiga menn að leysa í samningum sín á milli og ef þær leiðir þrýtur, frammi fyrir dómsstólum. Hið opinbera á ekki að stíga inn og ausa fé í byggingu einhverrar „hlutlausrar flugstöðvar" svo allir geti nú verið sáttir. Þeir fáu sem reyna að réttlæta tilveru þessarar nýju flugstöðvar benda stundum á velheppnaðar „samgöngumiðstöðvar" annars staðar, eins og í Kaupmannahöfn. Þau dæmi eru yfirleitt einfaldlega aðaljárnbrautarstöðvar sem liggja í hjörtum miðborga, í göngufæri við allt, með strætisvagna og neðanjarðarlestir í allar áttir. Ekkert af þessu á við samgöngumiðstöðina rangnefndu enda á hún að liggja vel utan við miðbæinn og samgöngurnar kæra sig ekkert um að búa þar. Í nýlegri skýrslu Strætó bs. er þannig ekki gert ráð fyrir að stöðin hafi nein áhrif á leiðarkerfi Strætó heldur muni henni einfaldlega þjónað af þeim leiðum sem nú þjóna Háskólanum í Reykjavík og Nauthólsvík. Þetta þýðir að samgöngu„miðstöðin" verður eilítið verr tengd við strætókerfið en verslunarmiðstöðin Spöngin í Grafarvogi og aðeins betur en miðbærinn í Mosó. Engin smá miðstöð sem þetta verður. En er ekki búið að eyða of miklum tíma í þetta til að hætta við núna? Auðvitað ekki. Það hefur einfaldlega þurft að endurteikna fyrirbærið í nokkur skipti því færri vilja flytja þangað en byggingaraðilar vonuðust eftir. Önnur ástæða tafarinnar er að borgin hefur mjög hóflegan áhuga á að troða þessari miðstöð í Vatnsmýrina. Hins vegar er Reykjavíkurborg ekki ólík öðrum sveitarfélögum að því leyti að henni þykir erfitt og asnalegt að afþakka risastór opinber verkefni innan sinna landamæra. Þess vegna láta menn flytja Hringbrautir og annað. Allt er fínt sem er nýtt og frítt. Einhver í borgarstjórn þarf að hafa hugrekki til að segja að þessi nýja flugstöð sé rugl. Hennar helsti tilgangur er auðvitað enginn annar en að planta í Vatnsmýri nýjum rökum gegn flutningi flugvallarins sem samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur á að hefjast eftir sex ár og vera lokið eftir fjórtán. „Á nú að flytja völlinn, þegar búið er að byggja þessa fínu nýju flugstöð?" munu menn spyrja og hafa töluvert til síns máls. Réttnefnd samgöngumiðstöð Reykjavíkur mun verða til þegar Strætó flytur á BSÍ. Annað þurfum við ekki. Innanlandsflug hefur dregist saman um 15% frá því að framkvæmdir fyrir austan stóðu sem hæst. Skúrinn í Skerjafirðinum sem dugði fínt árið 2007 ætti að geta þjónað sínu hlutverki í kreppunni árið 2010. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Í gegnum borgarkerfið mjakast, á hraða snigilsins, feitlaginn flóðhestur sem heitir Samgöngumiðstöð. Það veit eiginlega enginn hver kom með hann og fáir í borginni vilja hafa hann. Menn kunna samt ekki alveg að við að reka hann í sjóinn, eftir allan þennan tíma, en virðast ekki vita í hvern þeir eigi að hringja til að skila honum. „Kannski væri það dónaskapur?" hugsa menn. „Við vorum, jú, búin að segjast ætla að hafa hann." Flestir hafa það þó á tilfinningunni að flóðhesturinn, sem átti raunar fyrst að vera stóðhestur, sé búinn að vera hjá okkur í nokkra vetur, hafi misst nokkur kíló og sé orðinn illa pirraður á biðinni. En hann staulast þó áfram. Tramp tramp. Fullyrðingin „Reykjavík þarf auðvitað samgöngumiðstöð" verður ekki sannari þótt menn segi hana oftar og jafnvel þótt hún væri sönn þá er samgöngumiðstöð ekki það sem Reykjavík er að fá. Menn töluðu eitt sinn sem þangað ætti að flytja strætó, rútur, leigubíla og flug. Strætó telur staðsetninguna úr leið fyrir sig, og ætlar að flytja sig á BSÍ. Rútufyrirtækin ætla mörg hver að verða eftir á BSÍ. Leigubílarnir verða náttúrulega bara þar sem fólkið er og fólkið verður ekki þarna. Eftir situr að helst flugaðilar munu flytja sig á þessa nýju flugstöð. Já, flugstöð, því þetta verður ekki samgöngumiðstöð frekar en lestarstöð, þó svo það væri evrópsk og rómantískt að kalla hana það líka. Sú farþegaaðstaða sem nú er notuð í innanlandsflugi er í eigu Flugfélags Íslands. Þetta hefur skapað árekstra þegar önnur flugfélög hafa ætlað sér að nota hana í einhvers konar samkeppni við Flugfélag Íslands. Slíkt eiga menn að leysa í samningum sín á milli og ef þær leiðir þrýtur, frammi fyrir dómsstólum. Hið opinbera á ekki að stíga inn og ausa fé í byggingu einhverrar „hlutlausrar flugstöðvar" svo allir geti nú verið sáttir. Þeir fáu sem reyna að réttlæta tilveru þessarar nýju flugstöðvar benda stundum á velheppnaðar „samgöngumiðstöðvar" annars staðar, eins og í Kaupmannahöfn. Þau dæmi eru yfirleitt einfaldlega aðaljárnbrautarstöðvar sem liggja í hjörtum miðborga, í göngufæri við allt, með strætisvagna og neðanjarðarlestir í allar áttir. Ekkert af þessu á við samgöngumiðstöðina rangnefndu enda á hún að liggja vel utan við miðbæinn og samgöngurnar kæra sig ekkert um að búa þar. Í nýlegri skýrslu Strætó bs. er þannig ekki gert ráð fyrir að stöðin hafi nein áhrif á leiðarkerfi Strætó heldur muni henni einfaldlega þjónað af þeim leiðum sem nú þjóna Háskólanum í Reykjavík og Nauthólsvík. Þetta þýðir að samgöngu„miðstöðin" verður eilítið verr tengd við strætókerfið en verslunarmiðstöðin Spöngin í Grafarvogi og aðeins betur en miðbærinn í Mosó. Engin smá miðstöð sem þetta verður. En er ekki búið að eyða of miklum tíma í þetta til að hætta við núna? Auðvitað ekki. Það hefur einfaldlega þurft að endurteikna fyrirbærið í nokkur skipti því færri vilja flytja þangað en byggingaraðilar vonuðust eftir. Önnur ástæða tafarinnar er að borgin hefur mjög hóflegan áhuga á að troða þessari miðstöð í Vatnsmýrina. Hins vegar er Reykjavíkurborg ekki ólík öðrum sveitarfélögum að því leyti að henni þykir erfitt og asnalegt að afþakka risastór opinber verkefni innan sinna landamæra. Þess vegna láta menn flytja Hringbrautir og annað. Allt er fínt sem er nýtt og frítt. Einhver í borgarstjórn þarf að hafa hugrekki til að segja að þessi nýja flugstöð sé rugl. Hennar helsti tilgangur er auðvitað enginn annar en að planta í Vatnsmýri nýjum rökum gegn flutningi flugvallarins sem samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur á að hefjast eftir sex ár og vera lokið eftir fjórtán. „Á nú að flytja völlinn, þegar búið er að byggja þessa fínu nýju flugstöð?" munu menn spyrja og hafa töluvert til síns máls. Réttnefnd samgöngumiðstöð Reykjavíkur mun verða til þegar Strætó flytur á BSÍ. Annað þurfum við ekki. Innanlandsflug hefur dregist saman um 15% frá því að framkvæmdir fyrir austan stóðu sem hæst. Skúrinn í Skerjafirðinum sem dugði fínt árið 2007 ætti að geta þjónað sínu hlutverki í kreppunni árið 2010.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar