Eignir ríkustu manna í Bretlandi eru að aukast á ný eftir ósköpin sem dundu yfir hagkerfi alheimsins árin 2008 og 2009. Hlutabréfaverð er að hækka, bankarnir eru að hagnast á ný og sjálfstraust fjárfesta eykst. Eignir 1000 milljarðamæringa á lista breska blaðsins Sunday Times yfir ríkustu menn árið 2010 hafa því aukist um tæp 30% frá því árið á undan og er það mesta hækkun á ársgrundvelli í 22 ár.
Smelltu á myndasafnið hér að neðan til að sjá myndir af fimm ríkustu í Bretlandi.

