Stefnir skilanefnd fyrir ærumeiðingar 9. apríl 2010 06:00 Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar að stefna skilanefndinni. Mynd/ Anton. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. „Þessi stefna virðist eingöngu hafa það markmið að vera mannorðsmeiðandi," segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann ætlar að krefjast þess að stefnunni verði vísað frá dómi, enda sé hún uppfull af rangindum. Jón segir enga tilviljun að stefnan komi fram núna. Hún komi vísvitandi fram þegar stutt sé í birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir hrunsins. Jón þvertekur fyrir að hafa hagnast persónulega á láni Glitnis til Fons, félags Pálma Haraldssonar. Hann segir að tjón Glitnis hefði aldrei geta orðið sex milljarðar króna þrátt fyrir að bankinn hafi lánað Fons þá upphæð, 4,8 milljarðar af láninu hafi aldrei farið út úr Glitni, heldur hafi verið notaðir til að greiða upp skuldir. Einn milljarð hafi Pálmi notað til að greiða upp skuld við Kaupþing í Lúxemborg. Í stefnunni er vitnað í tölvupóst Jóns til Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Þar ýtir Jón á eftir því að málum sé lokið, og segir að lokum: „Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður [Glitnis banka]." Jón þvertekur fyrir að hann hafi með þessu verið að hóta Lárusi, og segir þessa setningu hafa verið grín. Það hafi verið augljóst á tölvupóstinum, enda broskarl fyrir aftan ummælin. Broskarlinn hafi hins vegar verið klipptur út í stefnu Glitnis til að gera setninguna tortryggilega. Lán Glitnis til Fons var lánað áfram, og notað til að kaupa hlut Fons í breska skartgripafyrirtækinu Aurum Holding Limited. Jón Ásgeir hafnar því algerlega sem fram kemur í stefnunni að fyrirtækið Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. Hann vísar til verðmats Capacent á fyrirtækinu því til staðfestingar. Þá hafi tilboð upp á sex milljarða komið frá fyrirtæki í Dubaí. Þess ber að geta að Jón Ásgeir er eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda fjölmiðlafyrirtækisins 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið. - bj Aurum Holding málið Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. „Þessi stefna virðist eingöngu hafa það markmið að vera mannorðsmeiðandi," segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann ætlar að krefjast þess að stefnunni verði vísað frá dómi, enda sé hún uppfull af rangindum. Jón segir enga tilviljun að stefnan komi fram núna. Hún komi vísvitandi fram þegar stutt sé í birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir hrunsins. Jón þvertekur fyrir að hafa hagnast persónulega á láni Glitnis til Fons, félags Pálma Haraldssonar. Hann segir að tjón Glitnis hefði aldrei geta orðið sex milljarðar króna þrátt fyrir að bankinn hafi lánað Fons þá upphæð, 4,8 milljarðar af láninu hafi aldrei farið út úr Glitni, heldur hafi verið notaðir til að greiða upp skuldir. Einn milljarð hafi Pálmi notað til að greiða upp skuld við Kaupþing í Lúxemborg. Í stefnunni er vitnað í tölvupóst Jóns til Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Þar ýtir Jón á eftir því að málum sé lokið, og segir að lokum: „Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður [Glitnis banka]." Jón þvertekur fyrir að hann hafi með þessu verið að hóta Lárusi, og segir þessa setningu hafa verið grín. Það hafi verið augljóst á tölvupóstinum, enda broskarl fyrir aftan ummælin. Broskarlinn hafi hins vegar verið klipptur út í stefnu Glitnis til að gera setninguna tortryggilega. Lán Glitnis til Fons var lánað áfram, og notað til að kaupa hlut Fons í breska skartgripafyrirtækinu Aurum Holding Limited. Jón Ásgeir hafnar því algerlega sem fram kemur í stefnunni að fyrirtækið Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. Hann vísar til verðmats Capacent á fyrirtækinu því til staðfestingar. Þá hafi tilboð upp á sex milljarða komið frá fyrirtæki í Dubaí. Þess ber að geta að Jón Ásgeir er eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda fjölmiðlafyrirtækisins 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið. - bj
Aurum Holding málið Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Sjá meira