Alonso: Þolgæði mikilvægri en sigur 11. september 2010 17:59 Felipe Massa, Fernando Alonso og Jenson Button voru með bestu tímanna í dag á Monza og Alonso ræsir fremstur af stað. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando á Ferrari náði besta tíma í tímatökum í dag, en Ferrari hafði ekki náð besta tíma í tímatökum síðan í Brasilíu árið 2008. Ekið var á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari. "Þetta kom á óvart. Þegar ég stöðvaði bílinn og mér var sagt að við hefðum haldið fyrsta sætinu, þá bjóst ég við að einhver myndi slá tíma minn út eins og hefur oft gerst á árinu. En við náðum besta tíma og það kom nokkuð á óvart. Það er frábært að ná besta tíma fyrir Ferrari á Ítalíu", sagði Alonso á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Alonso náði besta tímanum í fyrri hluta tímatökunnar sem er líka fremur óvenjulegt, ekki á seinasta sprettinum um brautina. "Fyrsta tilraun mín var til að ná öruggum tíma, en í seinni tilraun tökum við meiri sjénsa. Stundum gengur venjuelgur hringur betur, en sá sem tekinn er áhætta í. Það er erfitt að stýra bílunum gegnum krappar beygjurnar og auðvelt að ofkeyra bílinn, þannig að fyrsta tilraunin var yfirvegaðari og virkaði betur." Alonso er í titilslag við fimm ökumenn og neðstur þeirra að stigum. Lewis Hamilton er efstur með 182 stig, þá Mark Webber með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Button 141. "Ég tel að við þurfum að ná á verðlaunapall á morgun til að vera með í slagnum. Það er ekki þung pressa á sigur á morgun eða í næstu mótum, en við höfum ekki efni á vandræðum með bílinn og slök úrslit. Þolgæði eru mikilvæg og lágmark að komast á verðlaunapall. Það væri frábært að vinna mótið, en fyrst og fremst þurfum við þolgæði sem hefur skort á árinu. Þess vegna höfum við ekki verið að berjast á toppnum. En við eigum góða möguleika á morgun og sjáum hvað keppinautar okkar gera", sagði Alonso. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá. Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Spánverjinn Fernando á Ferrari náði besta tíma í tímatökum í dag, en Ferrari hafði ekki náð besta tíma í tímatökum síðan í Brasilíu árið 2008. Ekið var á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari. "Þetta kom á óvart. Þegar ég stöðvaði bílinn og mér var sagt að við hefðum haldið fyrsta sætinu, þá bjóst ég við að einhver myndi slá tíma minn út eins og hefur oft gerst á árinu. En við náðum besta tíma og það kom nokkuð á óvart. Það er frábært að ná besta tíma fyrir Ferrari á Ítalíu", sagði Alonso á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Alonso náði besta tímanum í fyrri hluta tímatökunnar sem er líka fremur óvenjulegt, ekki á seinasta sprettinum um brautina. "Fyrsta tilraun mín var til að ná öruggum tíma, en í seinni tilraun tökum við meiri sjénsa. Stundum gengur venjuelgur hringur betur, en sá sem tekinn er áhætta í. Það er erfitt að stýra bílunum gegnum krappar beygjurnar og auðvelt að ofkeyra bílinn, þannig að fyrsta tilraunin var yfirvegaðari og virkaði betur." Alonso er í titilslag við fimm ökumenn og neðstur þeirra að stigum. Lewis Hamilton er efstur með 182 stig, þá Mark Webber með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Button 141. "Ég tel að við þurfum að ná á verðlaunapall á morgun til að vera með í slagnum. Það er ekki þung pressa á sigur á morgun eða í næstu mótum, en við höfum ekki efni á vandræðum með bílinn og slök úrslit. Þolgæði eru mikilvæg og lágmark að komast á verðlaunapall. Það væri frábært að vinna mótið, en fyrst og fremst þurfum við þolgæði sem hefur skort á árinu. Þess vegna höfum við ekki verið að berjast á toppnum. En við eigum góða möguleika á morgun og sjáum hvað keppinautar okkar gera", sagði Alonso. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá.
Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira