Allt á kafi í grárri drullu 19. apríl 2010 06:00 Allt á kafi Þykkt öskulag lagðist yfir sveitir undir Eyjafjöllum á laugardag. Í gær fór að rofa til og þegar leið á daginn tók að rigna svo askan breyttist í svart forarsvað. Pétur Freyr Pétursson, bóndi í Núpakoti, segir öskuna sem betur fer ekki hafa smogið inn í húsin og ekkert ami að skepnunum. Fréttablaðið/ Stefán „Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu," segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn." Björgunarsveitir mættu á vettvang og aðstoðuðu við að ná hestum í hús. „Hrossin eru merkilega vel á sig komin," segir Berglind og segist orðin þreytt eftir atganginn. „En það gefur manni kraft að finna hvað allir standa þétt saman. Ég hef mestar áhyggjur af bæjunum sem urðu verst úti í öskufallinu og hlaupinu." Ábúendum á Þorvaldseyri var gert að rýma bæinn um helgina. Ingunn Júlía Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Eggertssonar og Guðnýjar Valberg á Þorvaldseyri. Hún segir það hafa verið „svolítið áfall" að koma heim á sunnudagsmorgun. „Askan virðist samt ekki hafa komist inn í húsin að ráði, aðeins í fjósið en ekki í íbúðarhúsin. Hún segir gosið farið að taka sinn toll af fólki. „Þetta tekur á taugarnar, sérstaklega hjá foreldrum mínum. Það er talsvert tjón og álagið er mikið." Gærdagurinn fór í þrif hjá ábúendum að Ásólfsskála. „Það er skítur og ógeð allstaðar," segir Katrín Birna Viðarsdóttir. „Við erum búin að smúla glugga, veggi, þakið í kringum húsið, fjárhús, fjós og hesthús. Það virðist ekkert ama að dýrunum en við erum orðin frekar þreytt." Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossi Íslands segir unnið að því að bjóða fólki áfallahjálp. „Það er full þörf á því. Þetta er ótrúlegt álag, bæði fyrir fólk sem óttast um skepnurnar sínar og afkomu og aðra sem fara á svæðið til aðstoða fólk og bjarga búfénaði. Enginn sem fer inn á þetta svæði er ósnortinn, það bara þyrmir yfir mann." Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira
„Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu," segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn." Björgunarsveitir mættu á vettvang og aðstoðuðu við að ná hestum í hús. „Hrossin eru merkilega vel á sig komin," segir Berglind og segist orðin þreytt eftir atganginn. „En það gefur manni kraft að finna hvað allir standa þétt saman. Ég hef mestar áhyggjur af bæjunum sem urðu verst úti í öskufallinu og hlaupinu." Ábúendum á Þorvaldseyri var gert að rýma bæinn um helgina. Ingunn Júlía Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Eggertssonar og Guðnýjar Valberg á Þorvaldseyri. Hún segir það hafa verið „svolítið áfall" að koma heim á sunnudagsmorgun. „Askan virðist samt ekki hafa komist inn í húsin að ráði, aðeins í fjósið en ekki í íbúðarhúsin. Hún segir gosið farið að taka sinn toll af fólki. „Þetta tekur á taugarnar, sérstaklega hjá foreldrum mínum. Það er talsvert tjón og álagið er mikið." Gærdagurinn fór í þrif hjá ábúendum að Ásólfsskála. „Það er skítur og ógeð allstaðar," segir Katrín Birna Viðarsdóttir. „Við erum búin að smúla glugga, veggi, þakið í kringum húsið, fjárhús, fjós og hesthús. Það virðist ekkert ama að dýrunum en við erum orðin frekar þreytt." Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossi Íslands segir unnið að því að bjóða fólki áfallahjálp. „Það er full þörf á því. Þetta er ótrúlegt álag, bæði fyrir fólk sem óttast um skepnurnar sínar og afkomu og aðra sem fara á svæðið til aðstoða fólk og bjarga búfénaði. Enginn sem fer inn á þetta svæði er ósnortinn, það bara þyrmir yfir mann."
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira