
Mælikvarðar lífsgæða og velferðar
21 JörðNiðurstöðurnar eru sláandi. Það þyrfti 21 Jörð ef allt mannkynið lifði við sömu kjör og Íslendingar. Við sláum öll fyrri met hvað þetta varðar.
Fræðimönnunum sem gerðu útreikningana leist nú ekki betur en svo á niðurstöðuna að þeir prófuðu að taka fiskveiðar út úr jöfnunni. Þá varð niðurstaðan sú að mannkynið þyrfti sex Jarðir ef allir nýttu náttúruauðlindir af sama kappi og við. Auðvitað eru útreikningar sem þessir umdeilanlegir en þeir gefa okkur engu að síður ákveðna hugmynd um það hver staða okkar er í heiminum, hversu rík við erum af náttúruauðlindum og hversu langt við höfum gengið nú þegar í því að nýta þær.
Að mínu mati þurfum við að temja okkur meiri hófsemd og meiri aga. Við þurfum ekki að gleypa allt sem á vegi okkar verður, eins og Andri Snær Magnason minnti okkur svo eftirminnilega á í greininni Í landi hinna klikkuðu karlmanna: „Við erum nú þegar með allt sem nútímasamfélag þarfnast. Það þarf bara að sinna því sem við höfum þegar byggt upp, fá arð af því sem þegar hefur verið virkjað og fara betur með það sem þegar hefur fiskast."
Það er hárrétt hjá Andra, við þurfum ekki alltaf að virkja meira og veiða meira. Það sem okkur vantar raunverulega meira af eru gæði, gæði í nýtingu, gæði í framleiðslu, gæði í stjórnsýslu og síðast en ekki síst lífsgæði.
Nýir mælikvarðarÞví er haldið fram að lífsgæði almennings verði ekki aukin nema með auknum hagvexti. En það er ekki beint orsakasamhengi milli hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Samkvæmt Stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2009 jókst ójöfnuður á tímum mikils hagvaxtar árin fyrir hrun. Ójöfnuðurinn jókst hraðar hér en í öðrum löndum þegar ráðstöfunartekjur tekjuhæsta hópsins hækkuðu langt umfram aðra hópa í samfélaginu.
Þá vekur athygli að í hagvextinum miðjum jókst notkun geðlyfja og var notkun þeirra hér á landi mun tíðari en í hinum OECD-löndunum. Niðurstöður umræddrar skýrslu benda til að áherslur áranna fyrir hrun hafi ekki aukið lífsánægju Íslendinga. Við hljótum því að spyrja okkur hvort réttir mælikvarðar séu notaðir þegar hagsæld þjóðarinnar er metin. Það er ein mikilvægasta spurningin sem við þurfum að svara við endurreisn samfélagsins.
Skoðun

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar

Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims
Stella Samúelsdóttir skrifar

Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein
Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Andaðu rólega elskan...
Ester Hilmarsdóttir skrifar

Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir
Bogi Ragnarsson skrifar

Kópavogsleiðinn
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum
Nótt Thorberg skrifar

Lærum að lesa og reikna
Jón Pétur Zimsen skrifar

Loforðið sem borgarstjóri gleymdi
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Kristrún, það er bannað að plata
Snorri Másson skrifar

Öndunaræfingar í boði SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Öndum rólega – á meðan húsið brennur
Magnús Magnússon skrifar

Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar
Halla Gunnarsdóttir skrifar

50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni?
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ferðalag úr fangelsi hugans
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hraðahindranir fyrir strætó
Sveinn Ólafsson skrifar

Íslenzkir sambandsríkissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Garðurinn okkar fyllist af illgresi
Davíð Bergmann skrifar

Nýtt landsframlag – og hvað svo?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum
Gunnar Salvarsson skrifar

Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu?
Hermann Helguson skrifar