Umfjöllun: Jarvis skaut ÍR í úrslitakeppnina Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 18. mars 2010 22:22 Robert Jarvis á ferðinni í kvöld. Mynd/Anton Í kvöld varð ljóst að ÍR-ingar munu taka þátt í úrslitakeppninni en þeir sigruðu Grindavík 91-89 í frábærum leik sem fram fór í kvöld í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Heimamenn í ÍR mættu vel klárir í slaginn gegn Grindavík. Þeir byrjuðu með látum og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur í fyrstu fimm skotum sínum. Robert Jarvis fremstur í flokki, stjórnaði liði ÍR eins og herforingi og staðan eftir fyrsta leikhluta, 26-27. Sama sagan hélt áfram í öðrum leikhluta. ÍR-ingar sjóðheitir fyrir utan og svöruðu með þriggja stiga körfu sem kom þeim yfir á nýjan leik, 29-27. Leikurinn var hraður sem fyrr og frábær stemning í húsinu. Það var greinilegt að það var aldrei inn í myndinni hjá heimamönnum að rétta Grindvíkingum sigurinn. Þeir spiluðu mjög vel í bæði vörn og sókn og gestirnir gerðu sér grein fyrir því að það væri langt kvöld fram undan fyrir þá í Breiðholtinu. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, lét þó vita af sér og bauð upp á troðslur af dýrari gerðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. Gestirnir frá Grindavík sýndu fína takta og náðu að koma sér yfir rétt fyrir leikhlé. Arnar Freyr Jónsson skoraði lykilkörfu með tilþrifum sem að gaf Grindvíkingum kost á að anda í leikhlé. Darrel Flake var grimmur í sókninni, stigahæstur gestaliðsins með 18 stig í hálfleik. Staðan 48-53 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik komust gestirnir skrefinu á undan og leiddu leikinn. Grindvíkingar voru sterkari á flestum sviðum og börðu stemninguna úr liði heimamanna. Staðan eftir þriðja leikhluta, 62-69. En ÍR-ingar virtust eiga nóg inni. Robert Jarvis hélt sínum mönnum inn í leiknum og fór mikinn í liði ÍR-inga eins og áður kom fram. Það var mikil spenna og heimamenn jöfnuðu leikinn þegar að fimm minútur voru eftir. Þeir komu frábærir til baka og leikurinn galopinn. ÍR komst yfir í kjölfarið með þrist frá Steinari Arasyni og á þessum tímapunkti voru allir áhorfendur staðnir upp í Breiðholtinu. Allt brjálað innan sem utan vallar. Það virtist enginn maður í húsinu geta stöðvað Robert Jarvis og hann kláraði dæmið fyrir heimamenn. Grindvíkingar klóruðu í bakkan en það reyndist ekki nóg og lokatölur 91-89 í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Robert Jarvis skoraði 29 stig og var allt í öllu hjá heimamönnum bæði í vörn og sókn. Þetta var sannkölluð veisla og frábær sigur fyrir ÍR-inga sem að geta þakkað Robert Jarvis fyrir að bera liðið inn í úrslitakeppnina. Nemanja Sovic átti einnig góðan leik en hann skoraði 22 stig í kvöld. Guðlaugur Eyjólfsson, Páll Axel Vilbergsson og Darrel Flake áttu allir góðan leik fyrir Grindavík í kvöld en það reyndist ekki nóg að þessu sinni. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Í kvöld varð ljóst að ÍR-ingar munu taka þátt í úrslitakeppninni en þeir sigruðu Grindavík 91-89 í frábærum leik sem fram fór í kvöld í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Heimamenn í ÍR mættu vel klárir í slaginn gegn Grindavík. Þeir byrjuðu með látum og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur í fyrstu fimm skotum sínum. Robert Jarvis fremstur í flokki, stjórnaði liði ÍR eins og herforingi og staðan eftir fyrsta leikhluta, 26-27. Sama sagan hélt áfram í öðrum leikhluta. ÍR-ingar sjóðheitir fyrir utan og svöruðu með þriggja stiga körfu sem kom þeim yfir á nýjan leik, 29-27. Leikurinn var hraður sem fyrr og frábær stemning í húsinu. Það var greinilegt að það var aldrei inn í myndinni hjá heimamönnum að rétta Grindvíkingum sigurinn. Þeir spiluðu mjög vel í bæði vörn og sókn og gestirnir gerðu sér grein fyrir því að það væri langt kvöld fram undan fyrir þá í Breiðholtinu. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, lét þó vita af sér og bauð upp á troðslur af dýrari gerðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. Gestirnir frá Grindavík sýndu fína takta og náðu að koma sér yfir rétt fyrir leikhlé. Arnar Freyr Jónsson skoraði lykilkörfu með tilþrifum sem að gaf Grindvíkingum kost á að anda í leikhlé. Darrel Flake var grimmur í sókninni, stigahæstur gestaliðsins með 18 stig í hálfleik. Staðan 48-53 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik komust gestirnir skrefinu á undan og leiddu leikinn. Grindvíkingar voru sterkari á flestum sviðum og börðu stemninguna úr liði heimamanna. Staðan eftir þriðja leikhluta, 62-69. En ÍR-ingar virtust eiga nóg inni. Robert Jarvis hélt sínum mönnum inn í leiknum og fór mikinn í liði ÍR-inga eins og áður kom fram. Það var mikil spenna og heimamenn jöfnuðu leikinn þegar að fimm minútur voru eftir. Þeir komu frábærir til baka og leikurinn galopinn. ÍR komst yfir í kjölfarið með þrist frá Steinari Arasyni og á þessum tímapunkti voru allir áhorfendur staðnir upp í Breiðholtinu. Allt brjálað innan sem utan vallar. Það virtist enginn maður í húsinu geta stöðvað Robert Jarvis og hann kláraði dæmið fyrir heimamenn. Grindvíkingar klóruðu í bakkan en það reyndist ekki nóg og lokatölur 91-89 í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Robert Jarvis skoraði 29 stig og var allt í öllu hjá heimamönnum bæði í vörn og sókn. Þetta var sannkölluð veisla og frábær sigur fyrir ÍR-inga sem að geta þakkað Robert Jarvis fyrir að bera liðið inn í úrslitakeppnina. Nemanja Sovic átti einnig góðan leik en hann skoraði 22 stig í kvöld. Guðlaugur Eyjólfsson, Páll Axel Vilbergsson og Darrel Flake áttu allir góðan leik fyrir Grindavík í kvöld en það reyndist ekki nóg að þessu sinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira