Keflavík og Njarðvík bættu bæði við metið sem þau eiga saman þegar lið félaganna tryggðu sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í gærkvöldi. Keflavík vann þá öruggan 107-78 sigur á Tindastól en Njarðvík vann 88-72 sigur á Stjörnunni í Garðabænum.
Njarðvíkingar áttu metið þegar Keflvíkingar jöfnuðu það í fyrra með því að slá Njarðvíkurliðið út úr átta liða úrslitunum en það var þá annað árið í röð sem Njarðvík var sópað út úr fyrstu umferð.
Njarðvíkingar hafa verið með í öllum undanúslitum í sögu úrslitakeppninnar nema 1993 (komust ekki í úrslitakeppnina), 2005 (duttu út fyrir ÍR í 8 liða úrslitum), 2008 (duttu út fyrir Snæfelli í 8 liða úrslitum) og 2009 (duttu út fyrir Keflavík í 8 liða úrslitum).
Keflvíkingar voru ekki með í tveimur fyrstu úrslitakeppnunum (1984 og 1985) en hafa síðan verið með í öllum undanúslitum í úrslitakeppninnar nema 2000 (duttu út fyrir Grindavík í 8 liða úrslitum) og 2007 (duttu út fyrir Snæfelli í 8 liða úrslitum).
Flest ár í undanúrslitum úrslitakeppni karla 1984-2010:
23 Keflavík
23 Njarðvík
16 KR
15 Grindavík
7 Haukar
7 Valur
6 Snæfell
3 Skallagrímur
2 ÍA
2 ÍR
2 Tindastóll
1 KFÍ
1 Fjölnir
Keflavík og Njarðvík komin í undanúrslitin í 23. sinn - eiga metið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn


„Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“
Enski boltinn





Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti
Fleiri fréttir
