Sigurður Ragnar: Erfiðara og erfiðara að velja Elvar Geir Magnússon skrifar 16. mars 2010 18:15 Berglind Þorvaldsdóttir tekur þátt í verkefni með U19 landsliðinu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Leikirnir verða í lok mánaðarins en Sigurður segir sífellt erfiðara að velja landsliðið. „Við eigum síðan leikmenn inni sem hafa verið í meiðslum. Það eru leikmenn sem gætu komið inn seinna á árinu eins og Harpa Þorsteinsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Svo geta leikmenn nýst okkur sem eru nálægt hóp í dag. Til dæmis Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir," segir Sigurður. Berglind Þorvaldsdóttir er ekki með A-landsliðinu þar sem Sigurður taldi betra fyrir hana að leika með U19-landsliðinu sem er að fara að keppa í milliriðli fyrir EM en riðillinn verður leikinn í Rússlandi. „Ég skildi Berglindi Þorvaldsdóttur eftir hjá U19-landsliðinu en ég hefði valið hana ef það hefði ekki verið þessi árekstur við verkefni hjá U19. Ég tel mikilvægara að hún spili þrjá heila leiki þar frekar en að hún sé ef til vill að koma inn í einhverjar mínútur hjá A-landsliðinu." „Hún stóð sig mjög vel á Algarve og er framtíðarsóknarmaður hjá okkur. U19-landsliðið okkar núna er geysilega efnilegt. Það eru margir leikmenn þar sem banka á dyrnar á næstu mánuðum og árum. Það er erfiðara og erfiðara að velja landsliðið." Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir koma inn í hópinn hjá A-landsliðinu frá síðasta leik í undankeppni HM. Þessar ungu stelpur leika með Val og segir Sigurður þá spennandi framtíðarleikmenn. „Dagný var að spila um helgina gegn Þór/KA og ég sá þann leik. Mér fannst hún besti maðurinn á vellinum. Hún var í byrjunarliðinu gegn Portúgal og Bandaríkjunum á Algarve og stóð sig mjög. Hún er gríðarlegt efni, er í mjög góðu formi og hleypur mjög mikið. Hún er stór og sterk og hefur margt að bera. Ég lít á hana sem sóknar-tengilið þó hún geti leyst fleiri stöður," segir Sigurður. „Thelma er vinstri bakvörður sem nýtist mjög vel fram á við en á eftir að taka út meiri líkamlegan styrk og þroska. Hún er með mjög góðan vinstri fót og góðar sendingar. Hún fylgir vel með fram og spilar vel úr vörninni. Hún mætti reyndar bæta varnarleik sinn að einhverju leyti en er efnileg og spennandi leikmaður fyrir okkur að hafa." Sigurður Ragnar tjáir sig meira um komandi leiki í Fréttablaðinu á morgun. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Leikirnir verða í lok mánaðarins en Sigurður segir sífellt erfiðara að velja landsliðið. „Við eigum síðan leikmenn inni sem hafa verið í meiðslum. Það eru leikmenn sem gætu komið inn seinna á árinu eins og Harpa Þorsteinsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Svo geta leikmenn nýst okkur sem eru nálægt hóp í dag. Til dæmis Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir," segir Sigurður. Berglind Þorvaldsdóttir er ekki með A-landsliðinu þar sem Sigurður taldi betra fyrir hana að leika með U19-landsliðinu sem er að fara að keppa í milliriðli fyrir EM en riðillinn verður leikinn í Rússlandi. „Ég skildi Berglindi Þorvaldsdóttur eftir hjá U19-landsliðinu en ég hefði valið hana ef það hefði ekki verið þessi árekstur við verkefni hjá U19. Ég tel mikilvægara að hún spili þrjá heila leiki þar frekar en að hún sé ef til vill að koma inn í einhverjar mínútur hjá A-landsliðinu." „Hún stóð sig mjög vel á Algarve og er framtíðarsóknarmaður hjá okkur. U19-landsliðið okkar núna er geysilega efnilegt. Það eru margir leikmenn þar sem banka á dyrnar á næstu mánuðum og árum. Það er erfiðara og erfiðara að velja landsliðið." Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir koma inn í hópinn hjá A-landsliðinu frá síðasta leik í undankeppni HM. Þessar ungu stelpur leika með Val og segir Sigurður þá spennandi framtíðarleikmenn. „Dagný var að spila um helgina gegn Þór/KA og ég sá þann leik. Mér fannst hún besti maðurinn á vellinum. Hún var í byrjunarliðinu gegn Portúgal og Bandaríkjunum á Algarve og stóð sig mjög. Hún er gríðarlegt efni, er í mjög góðu formi og hleypur mjög mikið. Hún er stór og sterk og hefur margt að bera. Ég lít á hana sem sóknar-tengilið þó hún geti leyst fleiri stöður," segir Sigurður. „Thelma er vinstri bakvörður sem nýtist mjög vel fram á við en á eftir að taka út meiri líkamlegan styrk og þroska. Hún er með mjög góðan vinstri fót og góðar sendingar. Hún fylgir vel með fram og spilar vel úr vörninni. Hún mætti reyndar bæta varnarleik sinn að einhverju leyti en er efnileg og spennandi leikmaður fyrir okkur að hafa." Sigurður Ragnar tjáir sig meira um komandi leiki í Fréttablaðinu á morgun.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti