Tuttugu þúsund ársverk vinnast Ögmundur Jónasson skrifar 30. mars 2010 06:00 Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi. Einmitt það gerir Magnús Orri Schram, alþingismaður, í skrifum sínum í Fréttablaðinu nýlega. Við sem stuðluðum að því að Icesave samningarnir fóru inn í nýtt ferli, erum sögð hafa með frestun málalykta, valdið gríðarlegum kostnaði sem smám saman sé að koma í ljós: „Lægri laun, hærri vextir, miklu meiri niðurskurður, lægra gengi og a.m.k. 3.300 atvinnulausir er bara ein birtingarmynd þessa kostnaðar.“ Þetta fullyrðir Magnús Orri. Hann vísar í staðhæfingar seðlabankastjóra og aðalhagfræðings SÍ um að málalyktir í Icesave hefðu þýtt framhald á „efnahagsáætlun stjórnvalda“ en vegna tafanna sætum við uppi með „lægra gengi, lægri raunlaun, hærri vexti og enn meira aðhald í ríkisfjármálum“. Þá frestuðust stórframkvæmdir og fyrir vikið myndi landsframleiðsla „lækka um fimm prósent og atvinnuleysi yrði tveimur prósentum meira“. Þar eru komnir einstaklingarnir 3.300 sem fyrr er getið. Eitthvað vantar í þennan málatilbúnað. Í fyrsta lagi skortir á að sýnt sé fram á að stóriðjuframkvæmdir séu háðar lausn Icesave-deilunnar. Í öðru lagi hafa langtíma áhrif stóriðju á atvinnulífið reynst neikvæðari en hér er látið í veðri vaka. Í þriðja lagi skal á það bent að peningamarkaðir virðast vera að opnast óháð lyktum Icesave. Í fjórða lagi hefur seinkunin valdið því að bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ríkisstjórn Íslands hafa endurmetið stærðargráðu gjaldeyrisforðans en það endurmat hefur sparað okkur ófáa milljarða í vaxtagreiðslur. Síðan er það sjálfur samningurinn. Nú er ekki gengið út frá öðru en að Íslendingar borgi ekki meira en nemur tilkostnaði lánardrottnanna. Það eitt gæti sparað okkur um eitt hundrað milljarða! Þar með vinnast tuttugu þúsund ársverk. Það munar um minna. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur á það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi. Einmitt það gerir Magnús Orri Schram, alþingismaður, í skrifum sínum í Fréttablaðinu nýlega. Við sem stuðluðum að því að Icesave samningarnir fóru inn í nýtt ferli, erum sögð hafa með frestun málalykta, valdið gríðarlegum kostnaði sem smám saman sé að koma í ljós: „Lægri laun, hærri vextir, miklu meiri niðurskurður, lægra gengi og a.m.k. 3.300 atvinnulausir er bara ein birtingarmynd þessa kostnaðar.“ Þetta fullyrðir Magnús Orri. Hann vísar í staðhæfingar seðlabankastjóra og aðalhagfræðings SÍ um að málalyktir í Icesave hefðu þýtt framhald á „efnahagsáætlun stjórnvalda“ en vegna tafanna sætum við uppi með „lægra gengi, lægri raunlaun, hærri vexti og enn meira aðhald í ríkisfjármálum“. Þá frestuðust stórframkvæmdir og fyrir vikið myndi landsframleiðsla „lækka um fimm prósent og atvinnuleysi yrði tveimur prósentum meira“. Þar eru komnir einstaklingarnir 3.300 sem fyrr er getið. Eitthvað vantar í þennan málatilbúnað. Í fyrsta lagi skortir á að sýnt sé fram á að stóriðjuframkvæmdir séu háðar lausn Icesave-deilunnar. Í öðru lagi hafa langtíma áhrif stóriðju á atvinnulífið reynst neikvæðari en hér er látið í veðri vaka. Í þriðja lagi skal á það bent að peningamarkaðir virðast vera að opnast óháð lyktum Icesave. Í fjórða lagi hefur seinkunin valdið því að bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ríkisstjórn Íslands hafa endurmetið stærðargráðu gjaldeyrisforðans en það endurmat hefur sparað okkur ófáa milljarða í vaxtagreiðslur. Síðan er það sjálfur samningurinn. Nú er ekki gengið út frá öðru en að Íslendingar borgi ekki meira en nemur tilkostnaði lánardrottnanna. Það eitt gæti sparað okkur um eitt hundrað milljarða! Þar með vinnast tuttugu þúsund ársverk. Það munar um minna. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur á það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum. Höfundur er alþingismaður.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun