Fjórar hænur sendar fyrir dóm borgarráðs 11. nóvember 2010 06:00 Guðrún og hænurnar Þótt Hjallavegur sé í landnámi Ingólfs Arnarsonar eiga landnámshænur ekki heima í borgarlandinu frekar en aðrar hænur, segir umhverfisráð, sem synjar Guðrúnu Þuru Kristjánsdóttur um leyfi til að halda hænurnar Lukku, Grímu, Bíbí og Gæfu í bakgarðinum.Fréttablaðið/Stefán „Þetta er hrikalega ömurlegt. Ég ætla að skjóta þessu til borgarráðs," segir Guðrún Þura Kristjánsdóttir, sem umhverfisráð Reykjavíkur hefur synjað um að halda fjórar landnámshænur við heimili sitt á Hjallavegi. Hænurnar Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa eru í kofa sem Guðrún notaði áður fyrir kanínur og stendur nærri íbúðarhúsinu í stórum bakgarði. Hænurnar fékk hún í ágúst í fyrra. Þær voru inni í bílskúr í fyrravetur en hafa verið í kofanum síðan í sumarbyrjun. Hænurnar komu til kasta borgaryfirvalda þegar nágranni gerði athugasemd. Skipulags- og byggingarsvið segir íslenska hefð að flokkahænsnfugla sem húsdýr. „Engin hefð er fyrir að líta á hænsnfugla sem gæludýr í skilningi laga og reglugerða," segir skipulagssviðið og mælir gegn því að hænurnar fái að vera. Umhverfis- og samgönguráð kveðst fagna því að borgarbúar vilji stuðla að sjálfbærum lífsháttum og fjölbreyttu dýralífi í borginni. „Slíkt verður hins vegar að gerast í sátt og samlyndi við aðra borgarbúa," segir ráðið og synjar Guðrúnu um leyfið með vísan til umsagnar skipulagssviðsins og til þess að „ekki virðist sátt hjá nágrönnum um hina fiðruðu íbúa". Guðrún segir alla nágrannana jákvæða nema eina konu sem hafi kvartað. „Þessi kona býr tuttugu metra hér frá. Hún þykist finna lykt í ákveðinni vindátt. Það er meiri lykt af hænsnaskít sem maður kaupir en skítnum úr mínum hænum," segir hún ósátt. Guðrún leggur áherslu á að hænurnar séu afar vistvænar. „Þær éta alla matarafganga og ég nota skítinn sem áburð. Þess utan gefa þær okkur frá einu upp í fjögur egg á dag," segir hún og undirstrikar jafnframt að þær Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa séu afskaplega skemmtilegar. „Þær eru bæði vinalegar og sætar og flottar svona marglitar. Dóttir mín og önnur börn elska þær og nágrannarnir gauka gjarnan að þeim matarafgöngum," lýsir Guðrún og tekur að lokum fram að lítill hávaði berist frá hænsnahópnum enda sé þar enginn hani á meðal. „Þær fara að sofa klukkan sex á kvöldin og heyrist ekki í þeim fyrr en upp úr sjö eða átta næsta morgun. Þá gagga þær dálítið fram undir hádegi ef þær eru á varptíma. Hinum nágrönnunum finnst þetta bara kósí. Manni þykir vænt um þær og þess vegna er þetta svona ömurlegt. Ég er alveg gráti næst," segir Guðrún Þura. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
„Þetta er hrikalega ömurlegt. Ég ætla að skjóta þessu til borgarráðs," segir Guðrún Þura Kristjánsdóttir, sem umhverfisráð Reykjavíkur hefur synjað um að halda fjórar landnámshænur við heimili sitt á Hjallavegi. Hænurnar Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa eru í kofa sem Guðrún notaði áður fyrir kanínur og stendur nærri íbúðarhúsinu í stórum bakgarði. Hænurnar fékk hún í ágúst í fyrra. Þær voru inni í bílskúr í fyrravetur en hafa verið í kofanum síðan í sumarbyrjun. Hænurnar komu til kasta borgaryfirvalda þegar nágranni gerði athugasemd. Skipulags- og byggingarsvið segir íslenska hefð að flokkahænsnfugla sem húsdýr. „Engin hefð er fyrir að líta á hænsnfugla sem gæludýr í skilningi laga og reglugerða," segir skipulagssviðið og mælir gegn því að hænurnar fái að vera. Umhverfis- og samgönguráð kveðst fagna því að borgarbúar vilji stuðla að sjálfbærum lífsháttum og fjölbreyttu dýralífi í borginni. „Slíkt verður hins vegar að gerast í sátt og samlyndi við aðra borgarbúa," segir ráðið og synjar Guðrúnu um leyfið með vísan til umsagnar skipulagssviðsins og til þess að „ekki virðist sátt hjá nágrönnum um hina fiðruðu íbúa". Guðrún segir alla nágrannana jákvæða nema eina konu sem hafi kvartað. „Þessi kona býr tuttugu metra hér frá. Hún þykist finna lykt í ákveðinni vindátt. Það er meiri lykt af hænsnaskít sem maður kaupir en skítnum úr mínum hænum," segir hún ósátt. Guðrún leggur áherslu á að hænurnar séu afar vistvænar. „Þær éta alla matarafganga og ég nota skítinn sem áburð. Þess utan gefa þær okkur frá einu upp í fjögur egg á dag," segir hún og undirstrikar jafnframt að þær Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa séu afskaplega skemmtilegar. „Þær eru bæði vinalegar og sætar og flottar svona marglitar. Dóttir mín og önnur börn elska þær og nágrannarnir gauka gjarnan að þeim matarafgöngum," lýsir Guðrún og tekur að lokum fram að lítill hávaði berist frá hænsnahópnum enda sé þar enginn hani á meðal. „Þær fara að sofa klukkan sex á kvöldin og heyrist ekki í þeim fyrr en upp úr sjö eða átta næsta morgun. Þá gagga þær dálítið fram undir hádegi ef þær eru á varptíma. Hinum nágrönnunum finnst þetta bara kósí. Manni þykir vænt um þær og þess vegna er þetta svona ömurlegt. Ég er alveg gráti næst," segir Guðrún Þura. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira