Umfjöllun: Valur stóðst áhlaup Akureyrar Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. apríl 2010 22:24 Baldvin Þorsteinsson átti góðan leik í kvöld. Hér er hann í fyrri leik liðanna. Fréttablaðið/Daníel Hátíðarhöldunum á Akureyri var slitið af Valsmönnum sem lögðu heimamenn 25-31 í skemmtilegum handboltaleik í Höllinni í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og þau mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitum N-1 deildarinnar á mánudag. Mér var boðin gleðilega hátíð við komu í Höllina en umgjörðin í kringum leikinn var frábær. Akureyringar voru tæplega 1000 í Höllinni, mikil stemning löngu fyrir leik og svo allan leikinn. Það var skammarlegt að sjá hversu fáir mættu á fyrri leik liðanna í Vodafone-höllinni en eins og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sagði eftir leikinn í kvöld: „Þetta er handbolti." Og leikurinn var góður. Akureyringar komust í 2-0 og voru með blóð á tönnunum á heimavelli. Vörn þeirra var virkilega föst fyrir strax frá fyrstu sókn og þeim var strax hent útaf, eins og sjö sinnum í viðbót í leiknum. Leikurinn var mjög erfiður að dæma en Akureyringar voru vægast sagt ósáttir við dómgæsluna í leiknum. Valur barði frá sér og vaknaði eftir nokkrar mínútur, komst í 3-7. Valsvörnin var mjög öflug og Hlynur Morthens góður þar fyrir aftan. Hann varði alls 20 skot í leiknum. Staðan var 9-11 þegar Akureyri fékk hraðaupphlaup en í því miðju stal Baldvin Þorsteinsson boltanum glæsilega og skoraði fyrir Val. Þetta var lykilatriði rétt fyrir hálfleikinn en í honum var staðan 9-13 fyrir gestina. Valsmenn bættu í í upphafi seinni hálfleiks. Þeir komust í 13-19 áður en áhlaup Akureyringa hófst. Það endaði með því að staðan var orðin 17-19 þegar þrettán mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá vöknuðu Valsmenn aftur, komust í 17-22 og kláruðu leikinn. Eftir það var þetta aldrei spurning og sigur Vals öruggur. Lokatölur 25-31. Akureyringar spiluðu fína vörn og sókn þeirra var ágæt. Þá vantaði að fá nokkrar markvörslur til að fá hraðaupphlaupin sín í gang, markmenn liðsins vörðu þó samtals 15 skot. Óstöðugleiki liðsins sýndi sig og lítið kom frá Jónatan Magnússyni og Árna Þór Sigtryggssyni. Valsmenn mega vel við una. Akureyringar þeirra Baldvin og Arnór Þór Gunnarsson léku vel og vörn þeirra var lengst af fín. Þá spilaði Hlynur vel eins og áður sagði. Það eru skiptar skoðanir sem eðlilegt er eftir svona baráttuleik. Dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson voru ekki í öfundsverðu hlutverki. Þeir gerðu hvað þeir gátu til að halda spennustiginu niðri en dómdu nokkrum sinnum furðulega. Akureyringum fannst mikið á þá halla og þeir kvörtuðu mikið yfir leikaraskap Valsmanna. Þrátt fyrir að dómararnir hafi ekki átt sinn besta dag verður ekki litið framhjá því að Valsmenn voru einfaldlega betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilinn.Akureyri - Valur 25-31 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 8/4 (10/5), Heimir Þór Árnason 7/1 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (2), Jónatan Þór Magnússon 1 (5), Árni Sigtryggsson 0 (5),Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (23) 35%, Hafþór Einarsson 6 (22) 27%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 4, Oddur 3, Hörður, Hreinn)Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Heimir 2, Jónatan)Utan vallar: 16 mín.Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 9/4 (12), Fannar Þór Friðgeirsson 9/1 (15), Sigurður Eggertsson 5 (12), Baldvin Þorsteinsson 4 (8), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4).Varin skot: Hlynur Morthens 20 (43) 47%, Ingvar Guðmundsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 8 (Baldvin 3, Arnór 2, Jón, Ingvar, Fannar.) Fiskuð víti: 5 (Sigfús Páll 2, Sigurður, Arnór, Fannar)Utan vallar: 12 mín. Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Hátíðarhöldunum á Akureyri var slitið af Valsmönnum sem lögðu heimamenn 25-31 í skemmtilegum handboltaleik í Höllinni í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og þau mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitum N-1 deildarinnar á mánudag. Mér var boðin gleðilega hátíð við komu í Höllina en umgjörðin í kringum leikinn var frábær. Akureyringar voru tæplega 1000 í Höllinni, mikil stemning löngu fyrir leik og svo allan leikinn. Það var skammarlegt að sjá hversu fáir mættu á fyrri leik liðanna í Vodafone-höllinni en eins og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sagði eftir leikinn í kvöld: „Þetta er handbolti." Og leikurinn var góður. Akureyringar komust í 2-0 og voru með blóð á tönnunum á heimavelli. Vörn þeirra var virkilega föst fyrir strax frá fyrstu sókn og þeim var strax hent útaf, eins og sjö sinnum í viðbót í leiknum. Leikurinn var mjög erfiður að dæma en Akureyringar voru vægast sagt ósáttir við dómgæsluna í leiknum. Valur barði frá sér og vaknaði eftir nokkrar mínútur, komst í 3-7. Valsvörnin var mjög öflug og Hlynur Morthens góður þar fyrir aftan. Hann varði alls 20 skot í leiknum. Staðan var 9-11 þegar Akureyri fékk hraðaupphlaup en í því miðju stal Baldvin Þorsteinsson boltanum glæsilega og skoraði fyrir Val. Þetta var lykilatriði rétt fyrir hálfleikinn en í honum var staðan 9-13 fyrir gestina. Valsmenn bættu í í upphafi seinni hálfleiks. Þeir komust í 13-19 áður en áhlaup Akureyringa hófst. Það endaði með því að staðan var orðin 17-19 þegar þrettán mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá vöknuðu Valsmenn aftur, komust í 17-22 og kláruðu leikinn. Eftir það var þetta aldrei spurning og sigur Vals öruggur. Lokatölur 25-31. Akureyringar spiluðu fína vörn og sókn þeirra var ágæt. Þá vantaði að fá nokkrar markvörslur til að fá hraðaupphlaupin sín í gang, markmenn liðsins vörðu þó samtals 15 skot. Óstöðugleiki liðsins sýndi sig og lítið kom frá Jónatan Magnússyni og Árna Þór Sigtryggssyni. Valsmenn mega vel við una. Akureyringar þeirra Baldvin og Arnór Þór Gunnarsson léku vel og vörn þeirra var lengst af fín. Þá spilaði Hlynur vel eins og áður sagði. Það eru skiptar skoðanir sem eðlilegt er eftir svona baráttuleik. Dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson voru ekki í öfundsverðu hlutverki. Þeir gerðu hvað þeir gátu til að halda spennustiginu niðri en dómdu nokkrum sinnum furðulega. Akureyringum fannst mikið á þá halla og þeir kvörtuðu mikið yfir leikaraskap Valsmanna. Þrátt fyrir að dómararnir hafi ekki átt sinn besta dag verður ekki litið framhjá því að Valsmenn voru einfaldlega betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilinn.Akureyri - Valur 25-31 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 8/4 (10/5), Heimir Þór Árnason 7/1 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (2), Jónatan Þór Magnússon 1 (5), Árni Sigtryggsson 0 (5),Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (23) 35%, Hafþór Einarsson 6 (22) 27%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 4, Oddur 3, Hörður, Hreinn)Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Heimir 2, Jónatan)Utan vallar: 16 mín.Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 9/4 (12), Fannar Þór Friðgeirsson 9/1 (15), Sigurður Eggertsson 5 (12), Baldvin Þorsteinsson 4 (8), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4).Varin skot: Hlynur Morthens 20 (43) 47%, Ingvar Guðmundsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 8 (Baldvin 3, Arnór 2, Jón, Ingvar, Fannar.) Fiskuð víti: 5 (Sigfús Páll 2, Sigurður, Arnór, Fannar)Utan vallar: 12 mín.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira