Gerir mynd með John Hurt 29. september 2010 08:00 Á ferð og flugi Karl Óskarsson er nýkominn heim frá London þar sem hann tók upp auglýsingu fyrir Ólympíu-leika fatlaðra sem fram fara í London 2012. Og svo er hann að fara að taka upp stuttmynd með John Hurt. fréttablaðið/valli „Þetta er stuttmynd, tekin upp í Cornwall og það er reiknað með sjö dögum í tökum. Ég hef ekki sinnt stuttmyndaforminu nægjanlega vel en það er góður leikari í aðalhlutverkinu og það skiptir miklu máli,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann er á leiðinni til Bretlands eftir tvo daga til að gera stuttmynd með enska stórleikaranum John Hurt. Hurt hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hlaut Bafta-verðlaunin fyrir leik sinn í Fílamanninum, kvikmynd sem líður flestum seint úr minni. Þar að auki hefur Hurt leikið í stórmyndum á borð við Alien og Midnight Express frá 1978. Karl kemur reyndar við sögu í kvikmynd sem sýnd er á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Hún er tékknesk og heitir Þrjár árstíðir í helvíti (3 sezony v pekle) en Karl fékk kvikmyndaverðlaun Tékklands fyrir kvikmyndatöku. „Ég hafði vitað af leikstjóranum, Tomás Masín, í dágóðan tíma. Svo hringdi framleiðandi myndarinnar og bauð mér verkið. Ég hringdi í umboðsmanninn minn og hann sagði mér að handritið hefði legið inni á borði hjá þremur breskum tökumönnum sem vildu ekki fá það af því að myndin væri á tékknesku. En ég sló bara til,“ segir Karl. Tékkland er gamalt stórveldi í Evrópu og myndin fjallar um niðurbrot þess, fyrst undir stjórn nasista og svo kommúnista eftir lok seinna stríðs. Karl segist hafa upplifað sérkennilega tilfinningu á meðan á tökum myndarinnar stóð því þær fóru fram á sama tíma og bankakerfið á Íslandi hrundi eins og spilaborg. „Þetta var mjög svipað, að sjá heilt samfélag hrynja smám saman og molna.“- fgg Lífið Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
„Þetta er stuttmynd, tekin upp í Cornwall og það er reiknað með sjö dögum í tökum. Ég hef ekki sinnt stuttmyndaforminu nægjanlega vel en það er góður leikari í aðalhlutverkinu og það skiptir miklu máli,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann er á leiðinni til Bretlands eftir tvo daga til að gera stuttmynd með enska stórleikaranum John Hurt. Hurt hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hlaut Bafta-verðlaunin fyrir leik sinn í Fílamanninum, kvikmynd sem líður flestum seint úr minni. Þar að auki hefur Hurt leikið í stórmyndum á borð við Alien og Midnight Express frá 1978. Karl kemur reyndar við sögu í kvikmynd sem sýnd er á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Hún er tékknesk og heitir Þrjár árstíðir í helvíti (3 sezony v pekle) en Karl fékk kvikmyndaverðlaun Tékklands fyrir kvikmyndatöku. „Ég hafði vitað af leikstjóranum, Tomás Masín, í dágóðan tíma. Svo hringdi framleiðandi myndarinnar og bauð mér verkið. Ég hringdi í umboðsmanninn minn og hann sagði mér að handritið hefði legið inni á borði hjá þremur breskum tökumönnum sem vildu ekki fá það af því að myndin væri á tékknesku. En ég sló bara til,“ segir Karl. Tékkland er gamalt stórveldi í Evrópu og myndin fjallar um niðurbrot þess, fyrst undir stjórn nasista og svo kommúnista eftir lok seinna stríðs. Karl segist hafa upplifað sérkennilega tilfinningu á meðan á tökum myndarinnar stóð því þær fóru fram á sama tíma og bankakerfið á Íslandi hrundi eins og spilaborg. „Þetta var mjög svipað, að sjá heilt samfélag hrynja smám saman og molna.“- fgg
Lífið Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira