Liverpool gerði 1-1 jafntefli á móti Steaua Búkarest í K-riðli Evrópudeildarinnar í Rúmeníu í dag og þetta eina stig nægði til þess að tryggja Liverpool-mönnum sæti í 32 liða úrslitum keppninnar þótt að einn leikur sé eftir. Liverpool er líka búið að tryggja sér sigur í riðlinum en liðið hefur enn ekki tapað leik í keppninni.
Spænski markvörðurinn Jose Reina, bar fyrirliðabandið í forföllum Steven Gerrard og Jamie Carragher en hann gerði sig seka um slæm mistök sem kostaði Liverpool-liðið sigurinn. Það kom þó ekki að sök því hinn leikur riðilsins endaði einnig með jafntefli.
Milan Jovanovic kom Liverpool í 1-0 á 19. mínútu þegar hann skallaði laglega fyrirgjöf frá Ryan Babel í markið.
Rúmenarnir sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á leikinn og þeir áttu skilið að jafna leikinn þótt að jöfnunarmarkið hafi verið klaufalegt að hálfu Reina í markinu.
Brasilíumaðurinn Eder Bonfim skoraði jöfnunarmarkið með skalla á 61. mínútu en boltinn lak þá í gegnum klofið á Jose Reina.
Edinson Cavani skoraði þrennu fyrir Napoli í 3-3 jafntefli á útivelli á móti Utrecht en hollenska liðið komst í 3-1 í leiknum eftir að Cavani hafði skorað fyrsta mark leiksins.
Liverpool er því með 9 stig eftir fimm leiki, þrjú meira en Steaua og fimm stigum meira en Napoli og Utrecht sem geta ekki náð Liverpool. Liverpool er einnig búið að tryggja sér sigur í riðlinum því liðið er með betri innbyrðisárangur á móti rúmenska liðinu.
Jafntefli nægði Liverpool til þess að komast áfram í 32 liða úrslitin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
