Rokkari og poppkóngur sameinast 19. ágúst 2010 08:00 Gamall rokkari Nafnarnir Örlygur Smári og Smári Tarfur sameina rokkið og poppið í nýju lagi fyrir hljómsveitina Elektru. fréttablaðið/stefan Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári fetar heldur ótroðnar slóðir í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. „Mig langaði að gera svona rokklag með poppuðu tvisti og datt strax Smári Tarfur í hug," segir Örlygur Smári lagahöfundur um samstarf hans og gítarleikarans Smára Tarfs Jósepssonar í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. Kapparnir eru báðir þekktir fyrir að vera vel að sér í tónlist en þó hvor í sinni stefnunni. Smári Tarfur er gítarleikari og þekktur í heimi þungarokksins en Örlygur Smári er hvað frægastur fyrir lög sín fyrir Eurovision og Pál Óskar. Þetta er í fyrsta sinn sem kapparnir leiða saman hesta sína og tókst samstarfið vel að sögn Örlygs Smára. „Ég hringdi bara í hann og spurði hvort hann vildi gera með mér lag. Hann samþykkti strax og nú er ég að leggja lokahönd á lagið," segir Örlygur Smári en lagið ber nafnið Cobra on heels og mun fara í spilun innan skamms. „Við hlustuðum á AC/DC saman milli vinnutarna. Ég er sko gamall rokkari svo við áttum nú eitthvað sameiginlegt," segir lagahöfundurinn hress í bragði og ber samstarfinu vel söguna. „Ég hef nú unnið með mörgum við að gera tónlist og stundum heppnast það og stundum ekki. Í þessu tilfelli heppnaðist það vel og við erum góðir saman," segir Örlygur Smári en hann mundi gjarna vilja vinna aftur með Smára Tarfi í náinni framtíð. Lagið mun eflaust heyrast á fyrirhuguðum tónleikum Elektru á Mallorca þar sem þær koma fram á stærstu lesbíuhátíð í Evrópu, L-Sun. - áp Lífið Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Fleiri fréttir Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sjá meira
Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári fetar heldur ótroðnar slóðir í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. „Mig langaði að gera svona rokklag með poppuðu tvisti og datt strax Smári Tarfur í hug," segir Örlygur Smári lagahöfundur um samstarf hans og gítarleikarans Smára Tarfs Jósepssonar í nýju lagi fyrir stúlknasveitina Elektru. Kapparnir eru báðir þekktir fyrir að vera vel að sér í tónlist en þó hvor í sinni stefnunni. Smári Tarfur er gítarleikari og þekktur í heimi þungarokksins en Örlygur Smári er hvað frægastur fyrir lög sín fyrir Eurovision og Pál Óskar. Þetta er í fyrsta sinn sem kapparnir leiða saman hesta sína og tókst samstarfið vel að sögn Örlygs Smára. „Ég hringdi bara í hann og spurði hvort hann vildi gera með mér lag. Hann samþykkti strax og nú er ég að leggja lokahönd á lagið," segir Örlygur Smári en lagið ber nafnið Cobra on heels og mun fara í spilun innan skamms. „Við hlustuðum á AC/DC saman milli vinnutarna. Ég er sko gamall rokkari svo við áttum nú eitthvað sameiginlegt," segir lagahöfundurinn hress í bragði og ber samstarfinu vel söguna. „Ég hef nú unnið með mörgum við að gera tónlist og stundum heppnast það og stundum ekki. Í þessu tilfelli heppnaðist það vel og við erum góðir saman," segir Örlygur Smári en hann mundi gjarna vilja vinna aftur með Smára Tarfi í náinni framtíð. Lagið mun eflaust heyrast á fyrirhuguðum tónleikum Elektru á Mallorca þar sem þær koma fram á stærstu lesbíuhátíð í Evrópu, L-Sun. - áp
Lífið Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Fleiri fréttir Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sjá meira