Lífið

Eurovision: Norrænir fjölmiðlar með Heru á heilanum

Þessi mynd var tekin í hádeginu af Heru Björk í miðju viðtali við norska sjónvarpsstöð. Myndir/elly@365.is
Þessi mynd var tekin í hádeginu af Heru Björk í miðju viðtali við norska sjónvarpsstöð. Myndir/elly@365.is
Langflestir norrænir fjölmiðlar slá því upp að Hera Björk hafi komist áfram í umfjöllun sinni um undankeppni Eurovision í gærkvöldi. "Ísland áfram, Finnland ekki" er það sem þeir segja flestir.

Hluti af þessum viðbrögðum er vitanlega það að Norðmenn, Danir og Svíar eru líkt og við Íslendingar að spá í hliðhollum þjóðum í stigagjöfinni á laugardag. En annar og mikilvægur hluti af þessu er sá að Hera Björk hefur verið afar viðkunnaleg í viðtölum og sinnt fjölmiðlamönnum vel. Þetta skilar sér í því að blaðamenn fara hlýjum orðum um hana.

Hér eru nokkrar fyrirsagna fréttanna sem við rákumst á.

Danir byrjuðu strax eftir úrslitin í gær að tala um íslenska lagið sem hálfdanskt og vísa þar í búsetu Heru Bjarkar í Kaupmannahöfn. Þá minnast þeir orða hennar í undankeppninni í Danmörku í fyrra. Þegar hún lenti í öðru sæti sagði hún: „I'll be back!"

Sumir fjölmiðlar í Svíþjóð kvarta síðan yfir því að hljóðið á keppninni hafi ekki verið nógu gott. Hljóð og mynd hafi verið úr takti í stórum hluta landsins. Norska ríkisútvarpið vill ekkert kannast við þetta og bendir á sænska ríkisútvarpið sem bendir aftur á það norska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.