Guðjón: Tek kannski Mourinho á þetta ef við vinnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2010 12:15 Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Daníel Guðjón Skúlason segir að allir hans leikmenn séu klárir fyrir leikinn mikilvæga gegn Snæfelli í kvöld. Keflavík og Snæfell eigast við í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld en Guðjón er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Allir leikmenn eru tilbúnir og það er gríðarleg stemning í bæjarfélaginu fyrir leikinn í kvöld," sagði Guðjón en leikurinn fer fram í Keflavík. „Ég á von á því að það verði stappfullt hús og að það muni fyllast nokkru áður en leikurinn hefst. Það væri gaman ef það væri hægt að slá áhorfendamet í kvöld." Hann sagði að allir leikmenn væru heilir og klárir í slaginn í kvöld. „Menn geta vælt eftir leikinn en nú eru bara 40 mínútur eftir af tímabilinu og menn klára það auðvitað," sagði hann í léttum dúr. Guðjón segir mikilvægt að hans menn fái að stjórna hraðanum í leiknum en að það sé einnig algjört lykilatriði að frákasta vel gegn liði eins og Snæfelli. „Það er grundvallaratriði að vera á pari við þá í fráköstunum. En það fer líka allt eftir því hvernig menn hitta og þá verður það varnarleikurinn sem sker úr." Leikmenn börðust til blóðs í síðasta leik en alls þurfti að hlúa að þremur leikmönnum í leik liðanna í Stykkishólmi á mánudaginn. „Ég hef nú skoðað þessi atvik aftur á myndbandi og mér fannst þetta allt vera eitthvað sem gerðist í hita leiksins og er bara hluti af þessu. Stundum gerist svona lagað og stundum ekki." Og hann þorir ekki að spá um hvort að leikurinn í kvöld verði jafn og spennandi, ólíkt flestum öðrum leikjum í rimmu liðanna til þessa. „Maður veit aldrei. En ég hef þó góða tilfinningu fyrir leiknum og þetta er jú það sem menn hafa unnið að allt tímabilið. Í kvöld uppskera leikmenn eftir allt erfiðið." Spurður hvort að hann muni taka sér Jose Mourinho, stjóra Inter á Ítalíu, til fyrirmyndar í fagnaðarlátunum fari svo að Keflavík verði Íslandsmeistari í kvöld segir hann að svo gæti vel farið. „Það er spurning hvort maður taki Mourinho á þetta. Það væri þá allavega tilefnið til þess í kvöld." Dominos-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Guðjón Skúlason segir að allir hans leikmenn séu klárir fyrir leikinn mikilvæga gegn Snæfelli í kvöld. Keflavík og Snæfell eigast við í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld en Guðjón er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Allir leikmenn eru tilbúnir og það er gríðarleg stemning í bæjarfélaginu fyrir leikinn í kvöld," sagði Guðjón en leikurinn fer fram í Keflavík. „Ég á von á því að það verði stappfullt hús og að það muni fyllast nokkru áður en leikurinn hefst. Það væri gaman ef það væri hægt að slá áhorfendamet í kvöld." Hann sagði að allir leikmenn væru heilir og klárir í slaginn í kvöld. „Menn geta vælt eftir leikinn en nú eru bara 40 mínútur eftir af tímabilinu og menn klára það auðvitað," sagði hann í léttum dúr. Guðjón segir mikilvægt að hans menn fái að stjórna hraðanum í leiknum en að það sé einnig algjört lykilatriði að frákasta vel gegn liði eins og Snæfelli. „Það er grundvallaratriði að vera á pari við þá í fráköstunum. En það fer líka allt eftir því hvernig menn hitta og þá verður það varnarleikurinn sem sker úr." Leikmenn börðust til blóðs í síðasta leik en alls þurfti að hlúa að þremur leikmönnum í leik liðanna í Stykkishólmi á mánudaginn. „Ég hef nú skoðað þessi atvik aftur á myndbandi og mér fannst þetta allt vera eitthvað sem gerðist í hita leiksins og er bara hluti af þessu. Stundum gerist svona lagað og stundum ekki." Og hann þorir ekki að spá um hvort að leikurinn í kvöld verði jafn og spennandi, ólíkt flestum öðrum leikjum í rimmu liðanna til þessa. „Maður veit aldrei. En ég hef þó góða tilfinningu fyrir leiknum og þetta er jú það sem menn hafa unnið að allt tímabilið. Í kvöld uppskera leikmenn eftir allt erfiðið." Spurður hvort að hann muni taka sér Jose Mourinho, stjóra Inter á Ítalíu, til fyrirmyndar í fagnaðarlátunum fari svo að Keflavík verði Íslandsmeistari í kvöld segir hann að svo gæti vel farið. „Það er spurning hvort maður taki Mourinho á þetta. Það væri þá allavega tilefnið til þess í kvöld."
Dominos-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga