Jólagjafir með hagtölugleraugum 1. desember 2010 09:00 Jólagjafahugmyndir Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst hafa í gegnum tíðina elt hagsveiflur. Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa, sem er í takt við hrun efnahagslífsins, fall bankanna, hrun krónunnar og samdrátt kaupmáttar, en allt þetta hefur valdið því að neytendur leita síður út fyrir landsteinana eftir gjöfum. Rannsóknarsetrið gengur út frá ýmsum grundvallaratriðum við val sitt á jólagjöfum ársins. Jólin 2005 var lófaspilari talinn líklegur til að leynast í gjöfum einhverra. Gengið var út frá því að því að varan væri nýjung í einum eða öðrum skilningi, fulltrúi tíðarandans og stæði undir mikilli veltu, það er annaðhvort með metsölutækjum ársins eða mjög verðmæt. Þekktasti lófaspilarinn er vafalítið iPod-spilarinn frá Apple, sem hefur tekið stórstígum breytingum síðastliðin fimm ár. Valið endurspeglaði tíðarandann það árið: Hagvöxtur mældist 5,5 prósent, dregið hafði úr atvinnuleysi og var þá 2,5 prósent samanborið við 3,1 prósent árið á undan. Þá stóð gengisvísitala krónunnar í rétt rúmum 106 stigum á Þorláksmessu. Til samanburðar kostaði einn Bandaríkjadalur þá 69,7 krónur og ein evra 63,6 krónur. iPod Nano, 2 GB, kostaði í þá tíð 19.900 krónur út úr búð, sem var þrjú hundruð krónum meira en búist var við að hvert mannsbarn myndi eyða vegna jólahaldsins. . Gjafirnar stækkuðu og urðu dýrari í takt við uppsveiflu hagkerfisins. Hápunktinum var náð um jólin 2007 þegar gjöf ársins var staðsetningartæki. Slíkt tæki kostaði þá kringum þrjátíu þúsund krónur, en gat verið langtum dýrara. Allt fór það eftir stærð, gerð og þeim möguleikum sem tækin buðu upp á. GPS-tækið í jólapökkum landsmanna kom hins vegar ekki í veg fyrir að hagkerfið endaði úti í móa. . Eftir fall krónunnar hafa jólagjafirnar einkennst öðru fremur af innlendum varningi, íslenskri hönnun og jákvæðri upplifun. Ósagt skal látið hvort um ódýrari jólagjafir er að ræða en leynst hafa í pökkum landsmanna í gegnum tíðina. Möguleikarnir eru hins vegar mun fleiri en áður. Þetta árið getur jólagjöfin hlaupið frá þrjú þúsund krónum til allt að 25 þúsunda. Lopi og annað sem þarf til í lopapeysugerðina getur kostað í kringum þrjú þúsund krónur og er þá vinnan ótalin. Hefðbundnar tilbúnar lopapeysur úr búð kosta allt frá þrettán þúsund krónum upp í tuttugu og fimm þúsund krónur fyrir þær sem teljast til tískuvara.- jab . . s Fréttir Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Jólagjafahugmyndir Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst hafa í gegnum tíðina elt hagsveiflur. Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa, sem er í takt við hrun efnahagslífsins, fall bankanna, hrun krónunnar og samdrátt kaupmáttar, en allt þetta hefur valdið því að neytendur leita síður út fyrir landsteinana eftir gjöfum. Rannsóknarsetrið gengur út frá ýmsum grundvallaratriðum við val sitt á jólagjöfum ársins. Jólin 2005 var lófaspilari talinn líklegur til að leynast í gjöfum einhverra. Gengið var út frá því að því að varan væri nýjung í einum eða öðrum skilningi, fulltrúi tíðarandans og stæði undir mikilli veltu, það er annaðhvort með metsölutækjum ársins eða mjög verðmæt. Þekktasti lófaspilarinn er vafalítið iPod-spilarinn frá Apple, sem hefur tekið stórstígum breytingum síðastliðin fimm ár. Valið endurspeglaði tíðarandann það árið: Hagvöxtur mældist 5,5 prósent, dregið hafði úr atvinnuleysi og var þá 2,5 prósent samanborið við 3,1 prósent árið á undan. Þá stóð gengisvísitala krónunnar í rétt rúmum 106 stigum á Þorláksmessu. Til samanburðar kostaði einn Bandaríkjadalur þá 69,7 krónur og ein evra 63,6 krónur. iPod Nano, 2 GB, kostaði í þá tíð 19.900 krónur út úr búð, sem var þrjú hundruð krónum meira en búist var við að hvert mannsbarn myndi eyða vegna jólahaldsins. . Gjafirnar stækkuðu og urðu dýrari í takt við uppsveiflu hagkerfisins. Hápunktinum var náð um jólin 2007 þegar gjöf ársins var staðsetningartæki. Slíkt tæki kostaði þá kringum þrjátíu þúsund krónur, en gat verið langtum dýrara. Allt fór það eftir stærð, gerð og þeim möguleikum sem tækin buðu upp á. GPS-tækið í jólapökkum landsmanna kom hins vegar ekki í veg fyrir að hagkerfið endaði úti í móa. . Eftir fall krónunnar hafa jólagjafirnar einkennst öðru fremur af innlendum varningi, íslenskri hönnun og jákvæðri upplifun. Ósagt skal látið hvort um ódýrari jólagjafir er að ræða en leynst hafa í pökkum landsmanna í gegnum tíðina. Möguleikarnir eru hins vegar mun fleiri en áður. Þetta árið getur jólagjöfin hlaupið frá þrjú þúsund krónum til allt að 25 þúsunda. Lopi og annað sem þarf til í lopapeysugerðina getur kostað í kringum þrjú þúsund krónur og er þá vinnan ótalin. Hefðbundnar tilbúnar lopapeysur úr búð kosta allt frá þrettán þúsund krónum upp í tuttugu og fimm þúsund krónur fyrir þær sem teljast til tískuvara.- jab . . s
Fréttir Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent