Ryanair ræðst á easyJet með Mugabe 26. júlí 2010 16:37 Auglýsing Ryanair Mynd/AFP Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birti í dag mynd af Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, í auglýsingu þar sem stundvísi aðalkeppinautarins easyJet er líkt við Air Zimbabwe. „Hér er nýr yfirmaður stundvísideildar easyJet,“ stendur við myndina af Mugabe en Ryanair stundar það að ráðast á easyJet með blaðaauglýsingum. Fyrr í mánuðinum birtust fréttir í Daily Telegraph og Sunday Times þar sem stundvísi easyJet var líkt við Air Zimbabwe. Þessar fyrirsagnir notar Ryanair í dag til að koma höggi á keppinautinn. Forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, verður seint sakaður um að slaka á í samkeppninni á flugmarkaðnum. Aðeins tíu dagar eru liðnir síðan hann var dæmdur til að greiða forstjóra easyJet, Stelios Haji-Ioannou, bætur og biðja hann afsökunar á því að kalla forstjórann Gosa og gefa í skyn að hann lygi um stundvísi easyJet. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birti í dag mynd af Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, í auglýsingu þar sem stundvísi aðalkeppinautarins easyJet er líkt við Air Zimbabwe. „Hér er nýr yfirmaður stundvísideildar easyJet,“ stendur við myndina af Mugabe en Ryanair stundar það að ráðast á easyJet með blaðaauglýsingum. Fyrr í mánuðinum birtust fréttir í Daily Telegraph og Sunday Times þar sem stundvísi easyJet var líkt við Air Zimbabwe. Þessar fyrirsagnir notar Ryanair í dag til að koma höggi á keppinautinn. Forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, verður seint sakaður um að slaka á í samkeppninni á flugmarkaðnum. Aðeins tíu dagar eru liðnir síðan hann var dæmdur til að greiða forstjóra easyJet, Stelios Haji-Ioannou, bætur og biðja hann afsökunar á því að kalla forstjórann Gosa og gefa í skyn að hann lygi um stundvísi easyJet.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira