NBA: Artest skoraði flautukörfu og var hetja Lakers Hjalti Þór Hreinsson skrifar 28. maí 2010 09:00 Anthony Kiedis, söngvari Red Hot Chili Peppers ærðist af fögnuði í nótt eins og leikmenn Lakers. AP Ron Artest, af öllum mönnum, tryggði Los Angeles Lakers sigur á Phoenix Suns í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Lakers leiðir nú einvígið 3-2. Það trúir því varla nokkur maður að Artest hafi bjargað leiknum, og hugsanlega tímabilinu fyrir Lakers. Þessi skrautlegi leikmaður skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út, eftir eitt versta skot Kobe Bryant á ferlinum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lakers var þremur stigum yfir og í sókn en hitti ekki. Phoenix fór í síðustu sókn sína og átti þrjú þriggja stiga skot í sömu sókninni, freistuðu þess að jafna metin. Það þriðja fór loksins ofan í körfuna. Þar var að verki Jason Richardson. Klukkan sýndi 3,5 sekúndur þegar Lakers tók leiklé og fór í sókn. Það vissu allir hvað myndi gerast, boltinn færi á Kobe Bryant sem myndi skjóta. Það var og, boltinn barst á Bryant sem var aðþrengdur af tveimur mönnum og í fáránlegri stöðu. Skot hans var enda lélegt, alltof stutt og í sekúndubrot sáu stuðningsmenn Phoenix fyrir sér framlengingu. En, hver birtist þá nema Artest, fljúgandi undan körfunni og hendir boltanum upp þegar 0,6 sekúndubrot eru eftir. Boltinn skoppaði á körfunni og var varla kominn ofan í þegar leiktíminn var liðinn. 103-101 sigur Lakers niðurstaðan eftir magnaðar lokamínútur. "Ég veit eiginlega ekki af hverju ég hélt honum inn á fyrir lokasóknina, ég efaðist um það sjálfur," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "En þarna var hann, og kláraði leikinn." Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, tók 11 fráköst og sendi 9 stoðsendingar. Ekki langt í þrefalda tvennu þar. Derek Fisher skoraði 22 stig, og Pau Gasol 21 auk 9 frákasta. Hjá Phoenix var Steve Nash stigahæstur með 29 stig og 11 stoðsendingar, Amare Stoudemire var með 19 stig. NBA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Ron Artest, af öllum mönnum, tryggði Los Angeles Lakers sigur á Phoenix Suns í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Lakers leiðir nú einvígið 3-2. Það trúir því varla nokkur maður að Artest hafi bjargað leiknum, og hugsanlega tímabilinu fyrir Lakers. Þessi skrautlegi leikmaður skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út, eftir eitt versta skot Kobe Bryant á ferlinum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lakers var þremur stigum yfir og í sókn en hitti ekki. Phoenix fór í síðustu sókn sína og átti þrjú þriggja stiga skot í sömu sókninni, freistuðu þess að jafna metin. Það þriðja fór loksins ofan í körfuna. Þar var að verki Jason Richardson. Klukkan sýndi 3,5 sekúndur þegar Lakers tók leiklé og fór í sókn. Það vissu allir hvað myndi gerast, boltinn færi á Kobe Bryant sem myndi skjóta. Það var og, boltinn barst á Bryant sem var aðþrengdur af tveimur mönnum og í fáránlegri stöðu. Skot hans var enda lélegt, alltof stutt og í sekúndubrot sáu stuðningsmenn Phoenix fyrir sér framlengingu. En, hver birtist þá nema Artest, fljúgandi undan körfunni og hendir boltanum upp þegar 0,6 sekúndubrot eru eftir. Boltinn skoppaði á körfunni og var varla kominn ofan í þegar leiktíminn var liðinn. 103-101 sigur Lakers niðurstaðan eftir magnaðar lokamínútur. "Ég veit eiginlega ekki af hverju ég hélt honum inn á fyrir lokasóknina, ég efaðist um það sjálfur," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "En þarna var hann, og kláraði leikinn." Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, tók 11 fráköst og sendi 9 stoðsendingar. Ekki langt í þrefalda tvennu þar. Derek Fisher skoraði 22 stig, og Pau Gasol 21 auk 9 frákasta. Hjá Phoenix var Steve Nash stigahæstur með 29 stig og 11 stoðsendingar, Amare Stoudemire var með 19 stig.
NBA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira