Umfjöllun: Reynsla meistarana gerði gæfumuninn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2010 22:31 Mynd/Valli Íslandsmeistararnir í Snæfell byrjuðu leiktímabilið eins og þeir enduðu það síðasta með fínum sigri á Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn nánast allan tíman og liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Þegar upp var staðið var reynsla Snæfellinga það sem gerði gæfumuninn og þeir unnu að lokum 102-97. Heimamenn byrjuðu betur og komust í 6-2 en þá tóku Íslandsmeistararnir við og fóru í gang með mikla skotsýningu en varla skota fór forgörðum hjá þeim í fyrsta leikhlutanum. Fyrsti leikhlutinn minnti óneitanlega á fyrsta tíu mínúturnar í fimmta leik úrslitaeinvígisins á síðustu leiktíð þegar Snæfellingar unnu Keflvíkinga og skoruðu heil 37 stig í fyrsta leikhluta. Staðan var 31-43 Snæfellingum í vil eftir einn leikhluta. Fjölnismenn voru samt sem áður að spila ágætlega og leikurinn galopinn. Fjölnismenn byrjuðu annan leikhluta mjög vel og minnkuðu muninn í 48-44. Snæfellingar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun og áttu erfitt með að hitta í kröfuna. Þegar um 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Fjölnismenn að komast yfir 51-50. Snæfellingar réðu ekkert við Ægir Þór Steinarsson, leikmann Fjölnis en hann er aðeins 19 ára og gríðarlegt efni. Ben Stywall, nýr leikmaður Fjölnis, var einnig að spila virkilega vel. Staðan var 57-54 í hálfleik og heimamenn heldur betur mættir til leiks. Snæfellingar léku frábærlega í fyrsta leikhlutanum en í þeim öðrum náði þeir aðeins að skora 11 stig og spiluðu skelfilega. Liðin skiptust síðan á að hafa forystu í þriðja leikhlutanum og munurinn var sjaldan meira en eitt stig. Þegar komið var í fjórða og síðasta leikhlutann var staðan 80-80 og allt í járnum. Fjölnismenn skoruðu átta stig í röð í byrjun fjórða leikhlutans og komust í 88-80. Ægir Þór Steinarsson hélt áfram að stríða Snæfellingum og var að leika óaðfinnanlega. Snæfellingar hittu úr fáum skotum og ekkert virtist ganga upp hjá þeim. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellinga, ákvað þá að tala leikhlé og messa yfir sínum mönnum. Það var allt annað lið sem kom til leiks eftir leikhléið og Snæfellingar skoruðu 14 stig í röð á stuttum tíma, staðan var þá orðin 88-94 gestunum í vil. Magnaður sprettur hjá meisturunum og mikil spennan hélst í leiknum. Snæfellingar náðu að halda nokkra stiga forystu út leiktímann og unnu fínan sigur 102 - 97. Fjölnismenn geta farið fullir sjálfstraust frá þessum leik og voru að spila mjög vel á köflum. Snæfellingar verða án efa sterkir í vetur en þeir eru með gríðarlega breiðan og sterkan hóp.Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 25/4 fráköst/ 11 stoðsendingar, Ben Stywall 25/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12/2 fráköst, Jón Sverrisson 7/ 3 fráköst, Trausti Eiríksson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/5 fráköst, Sindri Kárason 2,Snæfell: Ryan Anthony Amoroso 31/ 13 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 19/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18, Sean Burton 12/7 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 10/ 4 stoðsendingar, Lauris Mizis 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Egill Eigilsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2, Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Íslandsmeistararnir í Snæfell byrjuðu leiktímabilið eins og þeir enduðu það síðasta með fínum sigri á Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn nánast allan tíman og liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Þegar upp var staðið var reynsla Snæfellinga það sem gerði gæfumuninn og þeir unnu að lokum 102-97. Heimamenn byrjuðu betur og komust í 6-2 en þá tóku Íslandsmeistararnir við og fóru í gang með mikla skotsýningu en varla skota fór forgörðum hjá þeim í fyrsta leikhlutanum. Fyrsti leikhlutinn minnti óneitanlega á fyrsta tíu mínúturnar í fimmta leik úrslitaeinvígisins á síðustu leiktíð þegar Snæfellingar unnu Keflvíkinga og skoruðu heil 37 stig í fyrsta leikhluta. Staðan var 31-43 Snæfellingum í vil eftir einn leikhluta. Fjölnismenn voru samt sem áður að spila ágætlega og leikurinn galopinn. Fjölnismenn byrjuðu annan leikhluta mjög vel og minnkuðu muninn í 48-44. Snæfellingar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun og áttu erfitt með að hitta í kröfuna. Þegar um 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Fjölnismenn að komast yfir 51-50. Snæfellingar réðu ekkert við Ægir Þór Steinarsson, leikmann Fjölnis en hann er aðeins 19 ára og gríðarlegt efni. Ben Stywall, nýr leikmaður Fjölnis, var einnig að spila virkilega vel. Staðan var 57-54 í hálfleik og heimamenn heldur betur mættir til leiks. Snæfellingar léku frábærlega í fyrsta leikhlutanum en í þeim öðrum náði þeir aðeins að skora 11 stig og spiluðu skelfilega. Liðin skiptust síðan á að hafa forystu í þriðja leikhlutanum og munurinn var sjaldan meira en eitt stig. Þegar komið var í fjórða og síðasta leikhlutann var staðan 80-80 og allt í járnum. Fjölnismenn skoruðu átta stig í röð í byrjun fjórða leikhlutans og komust í 88-80. Ægir Þór Steinarsson hélt áfram að stríða Snæfellingum og var að leika óaðfinnanlega. Snæfellingar hittu úr fáum skotum og ekkert virtist ganga upp hjá þeim. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellinga, ákvað þá að tala leikhlé og messa yfir sínum mönnum. Það var allt annað lið sem kom til leiks eftir leikhléið og Snæfellingar skoruðu 14 stig í röð á stuttum tíma, staðan var þá orðin 88-94 gestunum í vil. Magnaður sprettur hjá meisturunum og mikil spennan hélst í leiknum. Snæfellingar náðu að halda nokkra stiga forystu út leiktímann og unnu fínan sigur 102 - 97. Fjölnismenn geta farið fullir sjálfstraust frá þessum leik og voru að spila mjög vel á köflum. Snæfellingar verða án efa sterkir í vetur en þeir eru með gríðarlega breiðan og sterkan hóp.Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 25/4 fráköst/ 11 stoðsendingar, Ben Stywall 25/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12/2 fráköst, Jón Sverrisson 7/ 3 fráköst, Trausti Eiríksson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/5 fráköst, Sindri Kárason 2,Snæfell: Ryan Anthony Amoroso 31/ 13 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 19/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18, Sean Burton 12/7 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 10/ 4 stoðsendingar, Lauris Mizis 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Egill Eigilsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2,
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira