Viðmiðunarmörk vegna gosöskunnar voru færð til 23. apríl 2010 05:30 Á Gatwick-flugvelli við London fagnaði Grace Taylor kærastanum sínum, honum Jan Barcikowski, sem komst loks frá Íslandi eftir margra daga töf. Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evrópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum. Æ fleiri hafa gagnrýnt ósveigjanleika bannsins, sem byggt var á ráðgjöf bresku veðurstofunnar í samræmi við varúðarreglur evrópsku flugmálastofnunarinnar Eurocontrol. Á mánudaginn brugðust samgönguráðherrar Evrópuríkja við þessari gagnrýni, í samræmi við ráðleggingar Eurocontrol, með því að breyta hættumatinu sem bannið var byggt á, þannig að ekki verði miðað við spá um dreifingu öskunnar í loftrýminu heldur verði byggt á því hvar ösku hefði í reynd orðið vart. „Í reyndinni fór það samt svo að spálíkönin eru áfram notuð, en magnið á þeirri ösku sem má vera í loftrýminu hefur verið aukið. Öryggismörkin hafa sem sagt verið færð aðeins til,“ segir Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugstoða. „Þetta var unnið mjög hratt auðvitað og undir verulegum efnahagslegum og pólitískum þrýstingi. Það fór ekki á milli mála,“ segir Ásgeir, „en út frá tilraunaflugi og öðrum upplýsingum telja menn sig samt hafa næga vissu til að segja að öryggi sé ekki stefnt í hættu. Hins vegar getur þetta haft áhrif á viðhald á vélum.“ Ásgeir segir að á milli þess svæðis, þar sem veruleg hætta er talin á ferðum, og þess svæðis sem er alveg laust við ösku, sé nú komið svæði þar sem flug er leyft með ströngum kröfum um stífara viðhald á vélum og hreyflum, meðal annars þannig að skoðanir fyrir og eftir flug verði nákvæmari. Þetta var meðal annars hægt að gera vegna þess að vélaframleiðendur veittu loks nákvæmari upplýsingar en þeir höfðu áður viljað veita um það hvað vélarnar þola í raun mikið. „Þess vegna var að sumra mati miðað við of lágan þröskuld,“ segir Ásgeir. Næstu vikur er síðan meiningin að leggja lokahönd á nýjar viðbúnaðaráætlanir vegna öskudreifingar, sem byggðar verði á mælingum og reynslu. gudsteinn@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evrópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum. Æ fleiri hafa gagnrýnt ósveigjanleika bannsins, sem byggt var á ráðgjöf bresku veðurstofunnar í samræmi við varúðarreglur evrópsku flugmálastofnunarinnar Eurocontrol. Á mánudaginn brugðust samgönguráðherrar Evrópuríkja við þessari gagnrýni, í samræmi við ráðleggingar Eurocontrol, með því að breyta hættumatinu sem bannið var byggt á, þannig að ekki verði miðað við spá um dreifingu öskunnar í loftrýminu heldur verði byggt á því hvar ösku hefði í reynd orðið vart. „Í reyndinni fór það samt svo að spálíkönin eru áfram notuð, en magnið á þeirri ösku sem má vera í loftrýminu hefur verið aukið. Öryggismörkin hafa sem sagt verið færð aðeins til,“ segir Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugstoða. „Þetta var unnið mjög hratt auðvitað og undir verulegum efnahagslegum og pólitískum þrýstingi. Það fór ekki á milli mála,“ segir Ásgeir, „en út frá tilraunaflugi og öðrum upplýsingum telja menn sig samt hafa næga vissu til að segja að öryggi sé ekki stefnt í hættu. Hins vegar getur þetta haft áhrif á viðhald á vélum.“ Ásgeir segir að á milli þess svæðis, þar sem veruleg hætta er talin á ferðum, og þess svæðis sem er alveg laust við ösku, sé nú komið svæði þar sem flug er leyft með ströngum kröfum um stífara viðhald á vélum og hreyflum, meðal annars þannig að skoðanir fyrir og eftir flug verði nákvæmari. Þetta var meðal annars hægt að gera vegna þess að vélaframleiðendur veittu loks nákvæmari upplýsingar en þeir höfðu áður viljað veita um það hvað vélarnar þola í raun mikið. „Þess vegna var að sumra mati miðað við of lágan þröskuld,“ segir Ásgeir. Næstu vikur er síðan meiningin að leggja lokahönd á nýjar viðbúnaðaráætlanir vegna öskudreifingar, sem byggðar verði á mælingum og reynslu. gudsteinn@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira