Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að verðfall á olíu megi rekja til skuldakreppunnar í Evrópu og óvissu um framtíð evrunnar. Þetta tvennt hefur skapað mikinn óróa á mörkuðum að undanförnu. Þar að auki hafi gengi dollarans styrkst töluvert.
„Spákaupmenn flytja nú fjármagn sitt úr áhættusömum fjárfestingum yfir í tryggari og hefðbundnari eignir," segir Ken Hasegawa hrávörumiðlari hjá Newdge í samtali við Bloomberg.