Rúrik Gíslason og félagar í danska úrvalsdeildarfélaginu OB eru komnir áfram í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA eftir 3-0 samanlagðan sigur á Motherwell frá Skotlandi.
Í kvöld unnu þeir 1-0 sigur í Skotlandi með marki John Utaka á 28. mínútu. Mikið gekk á úi leiknum en tveir leikmenn OB fengu að líta rauða spjaldið á síðasta stundarfjórðungnum. Engu að síður tókst þeim leikinn að halda hreinu og vinna öruggan samanlagðan sigur.
Rúrik Gíslason lék allan leikinn í liði OB í kvöld.
Annað skoskt lið, Celtic, féll úr leik í kvöld eftir neyðarlegt tap fyrir Utrecht í Hollandi, 4-0, og samanlagt, 4-2.
Þá vann Juventus lið Sturm Graz frá Austurríki, 1-0, í kvöld og samanlagt 3-1. Alessandro Del Piero skoraði eina mark leiksins í kvöld.