Guðlast? Ögmundur Jónasson skrifar 23. júlí 2010 06:00 Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi er mikið niðri fyrir í nýlegri grein hér í blaðinu, sem hann nefnir Ögmundur og ESB. Í blaðagrein hafði ég sett fram gagnrýni á EES-samninginn, rifjað upp að hann hefði að mati margra ekki staðist stjórnarskrá og grafið undan lýðræðinu. EES hefði veikt möguleika okkar til að ákveða sjálf hvernig við skipuleggjum samfélag okkar. Birgir spyr hvort ég sé enn þeirrar skoðunar að EES stríði gegn stjórnarskránni, nokkuð sem Hannesi Péturssyni rithöfundi finnst undarlegt að kalli þá ekki á stöðugt andóf gegn EES og kröfu af minni hálfu um útgöngu. Birgir vill einnig heyra hvort mér finnist full ESB-aðild lakari kostur en EES-samningurinn út frá sjónarhóli lýðræðisins. Þessu skal ég svara. Með EES-aðildinni misstum við sjálfsforræði í ýmsum málum og það sem verra er, markaðsdómstóll ESB hefur reynst hafa úrskurðarvald í málefnum sem lúta að öllu sem snertir EES-samninginn. Þetta hef ég stöðugt bent á og gagnrýnt allar götur frá inngöngunni í EES árið 1994 en áður höfðu öll helstu almannasamtök í landinu, verkalýðssamtök, Bændasamtökin, Neytendasamtökin og fl. sameiginlega krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Því var sem kunnugt er hafnað. Nú er það eitt að ganga ekki í EES og óska eftir tvíhliða samningi, annað að ganga út - samningsstöðunni ekki saman að jafna. Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett fram kröfu um útgöngu. Hins vegar sækja á mig vaxandi efasemdir um EES. Bæði tel ég samninginn hafa að ýmsu leyti verið til mikillar óþurftar og að margt í hruninu megi rekja til markaðsáráttu ESB. Verra er þó ótrúlegt andvaraleysi sumra alþingismanna þegar EES er annars vegar. Ef sagt er að tiltekin fyrirhuguð lagasetning byggi á tilskipun frá Brussel, þagna menn. Málið skoðast afgreitt. Í þessari afstöðu er fólgið alvarlegasta valdaafsalið. Sjálfur hef ég margoft fengið að reyna, þegar ég hef sett fram efasemdir um EES-samninginn, að þessa sömu þingmenn hefur sett hljóða, líkt og gerist hjá strangtrúarfólki þegar guðlast er haft í frammi. Er verra að vera í ESB en EES hvað lýðræðið áhrærir? Að sumu leyti er rökréttara að vera innan ESB. Í sumum málum er þar hægt að hafa meiri bein áhrif en hægt er í EES. En þyngra vegur þó að með inngöngu í ESB missum við ítök í ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, skipulagningu landbúnaðar, forræði í utanríkismálum og fyrirvarann sem við settum við þjónustutilskipunina nýlega, hefðum við ekki mátt setja innan ESB svo mikilvægt dæmi sé tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi er mikið niðri fyrir í nýlegri grein hér í blaðinu, sem hann nefnir Ögmundur og ESB. Í blaðagrein hafði ég sett fram gagnrýni á EES-samninginn, rifjað upp að hann hefði að mati margra ekki staðist stjórnarskrá og grafið undan lýðræðinu. EES hefði veikt möguleika okkar til að ákveða sjálf hvernig við skipuleggjum samfélag okkar. Birgir spyr hvort ég sé enn þeirrar skoðunar að EES stríði gegn stjórnarskránni, nokkuð sem Hannesi Péturssyni rithöfundi finnst undarlegt að kalli þá ekki á stöðugt andóf gegn EES og kröfu af minni hálfu um útgöngu. Birgir vill einnig heyra hvort mér finnist full ESB-aðild lakari kostur en EES-samningurinn út frá sjónarhóli lýðræðisins. Þessu skal ég svara. Með EES-aðildinni misstum við sjálfsforræði í ýmsum málum og það sem verra er, markaðsdómstóll ESB hefur reynst hafa úrskurðarvald í málefnum sem lúta að öllu sem snertir EES-samninginn. Þetta hef ég stöðugt bent á og gagnrýnt allar götur frá inngöngunni í EES árið 1994 en áður höfðu öll helstu almannasamtök í landinu, verkalýðssamtök, Bændasamtökin, Neytendasamtökin og fl. sameiginlega krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Því var sem kunnugt er hafnað. Nú er það eitt að ganga ekki í EES og óska eftir tvíhliða samningi, annað að ganga út - samningsstöðunni ekki saman að jafna. Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett fram kröfu um útgöngu. Hins vegar sækja á mig vaxandi efasemdir um EES. Bæði tel ég samninginn hafa að ýmsu leyti verið til mikillar óþurftar og að margt í hruninu megi rekja til markaðsáráttu ESB. Verra er þó ótrúlegt andvaraleysi sumra alþingismanna þegar EES er annars vegar. Ef sagt er að tiltekin fyrirhuguð lagasetning byggi á tilskipun frá Brussel, þagna menn. Málið skoðast afgreitt. Í þessari afstöðu er fólgið alvarlegasta valdaafsalið. Sjálfur hef ég margoft fengið að reyna, þegar ég hef sett fram efasemdir um EES-samninginn, að þessa sömu þingmenn hefur sett hljóða, líkt og gerist hjá strangtrúarfólki þegar guðlast er haft í frammi. Er verra að vera í ESB en EES hvað lýðræðið áhrærir? Að sumu leyti er rökréttara að vera innan ESB. Í sumum málum er þar hægt að hafa meiri bein áhrif en hægt er í EES. En þyngra vegur þó að með inngöngu í ESB missum við ítök í ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, skipulagningu landbúnaðar, forræði í utanríkismálum og fyrirvarann sem við settum við þjónustutilskipunina nýlega, hefðum við ekki mátt setja innan ESB svo mikilvægt dæmi sé tekið.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar