Pálmi Haralds: Milljarðurinn var „fjárfestingarsamningur“ 27. janúar 2010 21:02 Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta þess efnis að skiptastjóri þrotabús Fons vilji láta rifta alls ellefu samningum upp á samtals níu milljarða króna. Á meðal samninga sem skiptastjórinn vill rifta eru greiðslur upp á samtals einn milljarð króna sem lagður var inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í tilkynningunni segir Pálmi að um fjárfestingarsamning hafi verið að ræða sem Fons gerði við Þú Blásól efhf, félag í eigu Jóns Ásgeirs. Heimildir fréttastofu herma að greiðslunum hafi verið velt tólf sinnum í gegnum bókhald Fons en Pálmi segir að í bókhaldinu séu engar tólf færslur vegna þessarar ráðstöfunar, „né tengist þessi ráðstöfun öðrum málum," eins og Pálmi orðar það. Þá sagði fréttastofa frá arðgreiðslu sem skiptastjóri vill rifta frá árinu 2007 upp á 4,4 milljarða króna til félagsins Matthews Holding SA í Lúxemborg. Það félag var í eigu Pálma og viðskiptafélaga hans Jóhannesar Kristinssonar. Um þá greiðslu segir Pálmi: „Arðgreiðsla Fons á árinu 2007 vegna rekstrarársins 2006 var tekin á lögmætum hluthafafundi félagsins að tillögu stjórnar þess með samþykki eina lánveitanda félagsins á þeim tíma. Eigið fé félagsins var á þessum tíma fjörutíu milljarðar. Öll skilyrði arðgreiðslu samkvæmt hlutafélagalögum voru því fyrir hendi, þegar ákvörðunin var tekin." Tengdar fréttir Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag. 27. janúar 2010 18:35 Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27. janúar 2010 19:50 Milljarðurinn fór til Jóns Ásgeirs í tveimur greiðslum Milljarðurinn sem Jón Ásgeir Jóhannesson fékk frá Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, var greiddur í tveimur færslum síðla árs 2008, um það leyti sem íslenska bankakerfið riðaði til falls. 27. janúar 2010 20:28 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta þess efnis að skiptastjóri þrotabús Fons vilji láta rifta alls ellefu samningum upp á samtals níu milljarða króna. Á meðal samninga sem skiptastjórinn vill rifta eru greiðslur upp á samtals einn milljarð króna sem lagður var inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í tilkynningunni segir Pálmi að um fjárfestingarsamning hafi verið að ræða sem Fons gerði við Þú Blásól efhf, félag í eigu Jóns Ásgeirs. Heimildir fréttastofu herma að greiðslunum hafi verið velt tólf sinnum í gegnum bókhald Fons en Pálmi segir að í bókhaldinu séu engar tólf færslur vegna þessarar ráðstöfunar, „né tengist þessi ráðstöfun öðrum málum," eins og Pálmi orðar það. Þá sagði fréttastofa frá arðgreiðslu sem skiptastjóri vill rifta frá árinu 2007 upp á 4,4 milljarða króna til félagsins Matthews Holding SA í Lúxemborg. Það félag var í eigu Pálma og viðskiptafélaga hans Jóhannesar Kristinssonar. Um þá greiðslu segir Pálmi: „Arðgreiðsla Fons á árinu 2007 vegna rekstrarársins 2006 var tekin á lögmætum hluthafafundi félagsins að tillögu stjórnar þess með samþykki eina lánveitanda félagsins á þeim tíma. Eigið fé félagsins var á þessum tíma fjörutíu milljarðar. Öll skilyrði arðgreiðslu samkvæmt hlutafélagalögum voru því fyrir hendi, þegar ákvörðunin var tekin."
Tengdar fréttir Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag. 27. janúar 2010 18:35 Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27. janúar 2010 19:50 Milljarðurinn fór til Jóns Ásgeirs í tveimur greiðslum Milljarðurinn sem Jón Ásgeir Jóhannesson fékk frá Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, var greiddur í tveimur færslum síðla árs 2008, um það leyti sem íslenska bankakerfið riðaði til falls. 27. janúar 2010 20:28 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag. 27. janúar 2010 18:35
Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27. janúar 2010 19:50
Milljarðurinn fór til Jóns Ásgeirs í tveimur greiðslum Milljarðurinn sem Jón Ásgeir Jóhannesson fékk frá Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, var greiddur í tveimur færslum síðla árs 2008, um það leyti sem íslenska bankakerfið riðaði til falls. 27. janúar 2010 20:28