New York sendi sterk skilaboð með sigri gegn Miami Heat Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. febrúar 2011 08:12 Carmelo Anthony og Chauncey Billups komu báðir frá Denver til NY í 13 manna leikmannaskiptum. AP Það var nóg um að vera í gærkvöld í NBA deildinni í körfubolta þar sem að 91-86 sigur New York Knicks gegn „ofurliðinu" Miami Heat bar hæst. New York hefur gengið í gegnum miklar breytingar á leikmannahóp sínum á undanförnum dögum og nýjar stórstjörnur liðsins voru áberandi í leiknum. Það er því allt útlit fyrir stórskemmtilega baráttu í Austurdeildinni þar sem að Boston, Miami, New York og Orlando gætu öll gert atlögu að efsta sætinu. Alls fóru 10 leikir fram í gær.Miami – New York 86 – 91 New York Knicks er greinilega á réttri leið eftir miklar breytingar á leikmannahóp liðsins á dögunum og í gær sendi liðið sterk skilaboð þess efnis að liðið ætlar sér að blanda sér í baráttuna um efstu sætin í Austurdeildinni. Knicks gerði sér lítið fyrir og sigraði „ofurlið" Miami á útivelli, 91-86, þrátt fyrir að hafa verið 15 stigum undir um tíma í fyrri hálfleik. Carmelo Anthony, sem nýverið kom frá Denver Nuggets, kann enn að koma boltanum í gegnum köruhringinn en hann skoraði 29 stig og Amar'e Stoudemire skoraði 16 og tók 10 fráköst. Chauncey Billups skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu fyrir Knicks undir lok leiksins en hann var með 16 stig fyrir Knicks. Miami hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum. LeBron James skoraði 27 stig. Chris Bosh var með 20 stig og 12 fráköst fyrir heimamenn. Dwayne Wade náði sér ekki á strik og skoraði aðeins 12 stig fyrir Miami.Indiana – Phoenix 108-110 Channing Frye tryggði Phoneix sigur í framlengdum leik með stökkskoti 3,5 sekúndum fyrir leikslok. Hann bætti þar upp mistökin sem hann gerði á lokasekúndunni í venjulegum leiktíma þar sem hann braut á leikmanni Indiana og liðið jafnaði metin í kjölfarið. Grant Hill skoraði 34 stig fyrir Phoenix.Oklahoma – LA Lakers 87 -90 Kobe Bryant sýndi sterkustu hliðar sínar þegar hann skoraði síðustu stig LA Lakers í naum 90-87 sigri liðsins á útivelli gegn hinu unga og efnilega liði Oklahoma. Kevin Durant og James Harden fengu báðir tækifæri til þess að jafna metin fyrir Oklahoma en þriggja stiga skot þeirra voru nálægt því að fara ofaní. Bryant skoraði 17 stig en skotnýting hans var slök, 8 af alls 22 skotum hans fóru ofaní. Pau Gasol skoraði 18 stig og tók 11 fráköst fyrir meistaralið Lakers. Russell Westbrook var stigahæstur í liði Oklahoma með 22 stig en hann tapaði boltanum alls sjö sinnum í leiknum. Durant, sem er stigahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði 21 stigOrlando – Charlotte 100 – 86 Stórleikur Stephen Jackson dugði ekki til fyrir Charlotte sem náði aldrei að komast yfir gegn Orlando. Jackson skoraði 35 stig. Dwight Howard skoraði 20 stig og tók 10 fráköst í liði Orlando en hann hafði skorað yfir 30 stig í síðustu fjórum leikjum. Gilbert Arenas skaut sig í gang og skoraði 16 stig en það er hæsta stigaskor hans frá 28. desember s.l.San Antonio – Memphis 95 -88 Manu Ginobili skoraði 35 stig fyrir San Antonio sem vann 21. leikinn í röð á heimavelli. Tony Parker meiddist í leiknum en meiðsli hans eru ekki talin alvarlegt. Spurs hefur unnið 49 leiki og aðeins tapað 10. Liðið er því til alls líklegt í úrslitakeppninni.Toronto – Dallas 96 – 114 Dallas vann upp 19 stiga forskot heimamanna í síðari hálfleik þar sem að Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas en hann tók einnig 13 fráköst.Minnesota – Golden State 126 – 123 Að venju var sóknarleikurinn í aðalhlutverki hjá Golden State en 123 stig var ekki nóg gegn Minnesota sem skoraði 126 stig. Golden State skoraði 73 stig í fyrri hálfleik en Minnesota stöðvaði blæðinguna með góðri vörn í þriðja leikhluta þar sem Golden State skoraði aðeins 16 stig. Kevin Love var frábær í liði Minnesota en hann skoraði 37 stig og tók 23 fráköst. Atlanta – Portland 83 - 90 New Orleans – Houston 89 – 91 Cleveland – Philadelphia 91 – 95 NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira
Það var nóg um að vera í gærkvöld í NBA deildinni í körfubolta þar sem að 91-86 sigur New York Knicks gegn „ofurliðinu" Miami Heat bar hæst. New York hefur gengið í gegnum miklar breytingar á leikmannahóp sínum á undanförnum dögum og nýjar stórstjörnur liðsins voru áberandi í leiknum. Það er því allt útlit fyrir stórskemmtilega baráttu í Austurdeildinni þar sem að Boston, Miami, New York og Orlando gætu öll gert atlögu að efsta sætinu. Alls fóru 10 leikir fram í gær.Miami – New York 86 – 91 New York Knicks er greinilega á réttri leið eftir miklar breytingar á leikmannahóp liðsins á dögunum og í gær sendi liðið sterk skilaboð þess efnis að liðið ætlar sér að blanda sér í baráttuna um efstu sætin í Austurdeildinni. Knicks gerði sér lítið fyrir og sigraði „ofurlið" Miami á útivelli, 91-86, þrátt fyrir að hafa verið 15 stigum undir um tíma í fyrri hálfleik. Carmelo Anthony, sem nýverið kom frá Denver Nuggets, kann enn að koma boltanum í gegnum köruhringinn en hann skoraði 29 stig og Amar'e Stoudemire skoraði 16 og tók 10 fráköst. Chauncey Billups skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu fyrir Knicks undir lok leiksins en hann var með 16 stig fyrir Knicks. Miami hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum. LeBron James skoraði 27 stig. Chris Bosh var með 20 stig og 12 fráköst fyrir heimamenn. Dwayne Wade náði sér ekki á strik og skoraði aðeins 12 stig fyrir Miami.Indiana – Phoenix 108-110 Channing Frye tryggði Phoneix sigur í framlengdum leik með stökkskoti 3,5 sekúndum fyrir leikslok. Hann bætti þar upp mistökin sem hann gerði á lokasekúndunni í venjulegum leiktíma þar sem hann braut á leikmanni Indiana og liðið jafnaði metin í kjölfarið. Grant Hill skoraði 34 stig fyrir Phoenix.Oklahoma – LA Lakers 87 -90 Kobe Bryant sýndi sterkustu hliðar sínar þegar hann skoraði síðustu stig LA Lakers í naum 90-87 sigri liðsins á útivelli gegn hinu unga og efnilega liði Oklahoma. Kevin Durant og James Harden fengu báðir tækifæri til þess að jafna metin fyrir Oklahoma en þriggja stiga skot þeirra voru nálægt því að fara ofaní. Bryant skoraði 17 stig en skotnýting hans var slök, 8 af alls 22 skotum hans fóru ofaní. Pau Gasol skoraði 18 stig og tók 11 fráköst fyrir meistaralið Lakers. Russell Westbrook var stigahæstur í liði Oklahoma með 22 stig en hann tapaði boltanum alls sjö sinnum í leiknum. Durant, sem er stigahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði 21 stigOrlando – Charlotte 100 – 86 Stórleikur Stephen Jackson dugði ekki til fyrir Charlotte sem náði aldrei að komast yfir gegn Orlando. Jackson skoraði 35 stig. Dwight Howard skoraði 20 stig og tók 10 fráköst í liði Orlando en hann hafði skorað yfir 30 stig í síðustu fjórum leikjum. Gilbert Arenas skaut sig í gang og skoraði 16 stig en það er hæsta stigaskor hans frá 28. desember s.l.San Antonio – Memphis 95 -88 Manu Ginobili skoraði 35 stig fyrir San Antonio sem vann 21. leikinn í röð á heimavelli. Tony Parker meiddist í leiknum en meiðsli hans eru ekki talin alvarlegt. Spurs hefur unnið 49 leiki og aðeins tapað 10. Liðið er því til alls líklegt í úrslitakeppninni.Toronto – Dallas 96 – 114 Dallas vann upp 19 stiga forskot heimamanna í síðari hálfleik þar sem að Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas en hann tók einnig 13 fráköst.Minnesota – Golden State 126 – 123 Að venju var sóknarleikurinn í aðalhlutverki hjá Golden State en 123 stig var ekki nóg gegn Minnesota sem skoraði 126 stig. Golden State skoraði 73 stig í fyrri hálfleik en Minnesota stöðvaði blæðinguna með góðri vörn í þriðja leikhluta þar sem Golden State skoraði aðeins 16 stig. Kevin Love var frábær í liði Minnesota en hann skoraði 37 stig og tók 23 fráköst. Atlanta – Portland 83 - 90 New Orleans – Houston 89 – 91 Cleveland – Philadelphia 91 – 95
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira