Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, sem var handtekinn í Lundúnum í morgun er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins, FSA.
Guðni er einn þeirra sjö sem handteknir voru í morgun. Einnig voru handteknir þeir Tchenguiz bræður, Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans.
Auk þeirra voru tveir handteknir á Íslandi. Annar þeirra er Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá bankanum.
Einn hinna handteknu er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins

Tengdar fréttir

Tengist rannsókn SFO
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009.

Tchenguiz-bræður: Erum í fullri samvinnu við lögregluna
Þeir Vincent og Robert Tchenguiz segja að þeir séu báðir í fullri samvinnu við lögregluyfirvöld í Bretlandseyjum í tengslum við rannsóknina á málefnum Kaupþings.

Tchenguiz-bræður og Sigurður Einarsson handteknir í Lundúnum
Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi.

Bjarki Diego og Guðni Níels á meðal þeirra handteknu
Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, er annar þeirra tveggja sem handteknir voru í morgun í tengslum við rannsókn á Kaupþingi. Þá var Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar bankans, handtekinn í Lundúnum.

Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz
Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið.

Bloomberg/BBC: Rannsóknin tengist Edge
Bæði Bloomberg fréttaveitan og BBC segja í fréttum sínum af handtöku Tchenguiz-bræðra og Kaupþingsmanna í London í morgun að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO tengist m.a. Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi.

Ármann Þorvaldsson líka handtekinn
Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Singer&Friedlander, er einn þeirra manna sem handtekinn var í Bretlandi í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Eins og fram hefur komið tengjast aðgerðir efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, rannsókn sem hefur verið í gangi síðan í desember 2009.