Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Singer&Friedlander, er einn þeirra manna sem handtekinn var í Bretlandi í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Eins og fram hefur komið tengjast aðgerðir efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, rannsókn sem hefur verið í gangi síðan í desember 2009.
Aðrir sem vitað er að handteknir voru eru Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Tchenguz bræður, en þeir síðarnefndu voru stærstu skuldarar Kaupþings.
