NBA í nótt: Melo og Stoudemire öflugir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2011 09:00 Anthony og Stoudemire taka því rólega á bekknum í fjórða leikhluta í nótt. Mynd/AP Carmelo Anthony og Amare Stoudemire skoruðu samanlagt tæplega helming stiga New York í sigri liðsins á Utah, 131-109, í NBA-deildinni í nótt. Anthony skoraði 34 stig og Stoudemire 31 en þeir eru báðir meðal stigahæstu leikmanna deildarinnar allrar. Anthony gekk nýverið til liðs við New York frá Denver. Þeir voru frábærir í nótt og hittu samtals úr 24 af 31 skoti sínu. Báðir hvíldu allan fjórða leikhluta en Stoudemire fékk ekki einu sinni að klára þriðja leikhluta. Þetta var í fyrsta sinn sem Anthony skorar meira en 30 stig í leik fyrir New York. Chauncey Billups, sem einnig kom til New York frá Denver fyrir stuttu, spilaði ekki með vegna meiðsla í nótt en Toney Douglas skoraði 20 stig í hans fjarveru. New York er í sjötta sæti Austurdeildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sjö ár. Það horfir því til betri tíðar hjá þessu sögufræga liði. Al Jefferson skoraði 36 stig fyrir Utah og tók tólf fráköst þar að auki. Liðið er nú í tíunda sæti Vesturdeildarinnar og virðist vera að missa af lestinni nú þegar lítið er eftir af deildakeppninni. Portland vann Orlando, 89-85. LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig fyrir Portland og Andre Miller fimmtán. Dwight Howard var í leikbanni og lék því ekki með Orlando í nótt. Chicago vann New Orleans, 85-77. Derrick Rose skoraði 24 stig fyrir Chicago en Chris Paul gat ekki spilað með New Orleans þar sem hann fékk heilahristing í leik með liðinu í gærnótt. LA Clippers vann Charlotte, 92-87. Blake Griffin skoraði sautján stig og tók fimmtán fráköst fyrir Clippers. Memphis vann Oklahoma City, 107-101. Mike Conley og Tony Allen skoruðu 20 stig hvor og Marc Gasol var með átján fyrir Memphis. Dallas vann Minnesota, 108-105. Dirk Nowitzky skoraði 25 stig fyrir Dallas. Houston vann Sacramento, 123-101. Chase Budinger skoraði 20 stig fyrir Houston og Kyle Lowry nítján auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst. NBA Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Carmelo Anthony og Amare Stoudemire skoruðu samanlagt tæplega helming stiga New York í sigri liðsins á Utah, 131-109, í NBA-deildinni í nótt. Anthony skoraði 34 stig og Stoudemire 31 en þeir eru báðir meðal stigahæstu leikmanna deildarinnar allrar. Anthony gekk nýverið til liðs við New York frá Denver. Þeir voru frábærir í nótt og hittu samtals úr 24 af 31 skoti sínu. Báðir hvíldu allan fjórða leikhluta en Stoudemire fékk ekki einu sinni að klára þriðja leikhluta. Þetta var í fyrsta sinn sem Anthony skorar meira en 30 stig í leik fyrir New York. Chauncey Billups, sem einnig kom til New York frá Denver fyrir stuttu, spilaði ekki með vegna meiðsla í nótt en Toney Douglas skoraði 20 stig í hans fjarveru. New York er í sjötta sæti Austurdeildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sjö ár. Það horfir því til betri tíðar hjá þessu sögufræga liði. Al Jefferson skoraði 36 stig fyrir Utah og tók tólf fráköst þar að auki. Liðið er nú í tíunda sæti Vesturdeildarinnar og virðist vera að missa af lestinni nú þegar lítið er eftir af deildakeppninni. Portland vann Orlando, 89-85. LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig fyrir Portland og Andre Miller fimmtán. Dwight Howard var í leikbanni og lék því ekki með Orlando í nótt. Chicago vann New Orleans, 85-77. Derrick Rose skoraði 24 stig fyrir Chicago en Chris Paul gat ekki spilað með New Orleans þar sem hann fékk heilahristing í leik með liðinu í gærnótt. LA Clippers vann Charlotte, 92-87. Blake Griffin skoraði sautján stig og tók fimmtán fráköst fyrir Clippers. Memphis vann Oklahoma City, 107-101. Mike Conley og Tony Allen skoruðu 20 stig hvor og Marc Gasol var með átján fyrir Memphis. Dallas vann Minnesota, 108-105. Dirk Nowitzky skoraði 25 stig fyrir Dallas. Houston vann Sacramento, 123-101. Chase Budinger skoraði 20 stig fyrir Houston og Kyle Lowry nítján auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst.
NBA Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira