NBA: Þríframlengt í London þegar New Jersey vann aftur Toronto Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2011 11:00 Deron Williams og Sasha Vujacic. Mynd/AP NBA-liðin New Jersey Nets og Toronto Raptors buðu upp á mikla skemmtun í seinni leik sínum í London í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Nets vann að lokum eins stigs sigur, 137-136, eftir þrjár framlengingar. Travis Outlaw (14 stig) skoraði síðustu átta stigin fyrir New Jersey Nets í leiknum og tryggði sínum mönnum sigurinn. Fjórum sinnum mistókst leikmönnum liðanna að skora flautukörfu og tryggja sínu liði sigur. Brook Lopez var með 34 stig, 14 fráköst og 8 varin skot hjá Nets og Deron Williams var með 21 stig og 18 stoðsendingar. Hjá Toronto var Andrea Bargnani stigahæstur með 35 stig og 12 fráköst en DeMar DeRozan skoraði 30 stig. New Jersey Nets vann báða leiki liðanna í London og enginn kunni betur við sig en Kris Humphries. Humphries var með 20 stig og 17 fráköst í seinni leiknum og hafði verið með 18 stig og 17 fráköst í þeim fyrri. Ekki slæmar tölur fyrir mann sem er með 9,4 stig og 9.6 fráköst að meðaltali í leik.Mynd/APAl Jefferson skoraði 27 stig og Raja Bell (16 stig) var með tvær mikilvægar körfur og einn stolinn bolta á úrslitastundu þegar Utah Jazz vann 109-102 sigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Paul Millsap meiddist á hné í leiknum en Utah náði engu að síður að enda sjö leikja taphrinu á heimavelli. Ty Corbin, eftirmaður Jerry Sloan hjá Utah, vann því loksins sigur í Salt Lake City. DeMarcus Cousins var með 18 stig og 18 fráköst hjá Sacramento. LaMarcus Aldridge var með 26 stig í auðveldum 93-69 heimasigri Portland Trail Blazers á Charlotte Bobcats. Gerald Henderson skoraði 16 stig fyrir Charlotte-liðið sem er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Nýliðinn John Wall var með 18 stig og 11 fráköst þegar Washington Wizards vann 103-96 sigur á Minnesota Timberwolves þrátt fyrir að Kevin Love væri með 20 stig og 21 frákast. Þetta var þriðji 20-20 leikur Love í röð, sá ellefti á tímabilinu og jafnframt fimmtugasta tvenna hans í röð.Mynd/APKevin Martin skoraði 20 stig og þeir Chase Budinger og Kyle Lowry voru með 18 stig hvor þegar Houston Rockets vann 112-95 sigur á Indiana Pacers. Houston er búið að vinna sex af síðustu sjö leikjum sínum og ætla sér greinilega inn í úrslitakeppnina. Tyler Hansbrough skoraði mest 17 stig fyrir Indiana-liðið sem hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Blake Griffin var einni stoðsendingu frá þrennunni þegar Los Angeles Clippers vann 100-94 sigur á Denver Nuggets. Blake endaði með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Eric Bledsoe var með 15 af 20 stigum sínum í lokaleikhlutanum og nýi leikstjórnandinn Mo Williams var með 17 stig. Nene var atkvæðamestur hjá Denver með 25 stig og 14 fráköst. Clippers-liðið vann aðeins 2 af 14 leikjum sínum í febrúar en hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mars. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Toronto Raptors 137-136 (þríframlengt) Washington Wizards-Minnesota Timberwolves 103-96 Houston Rockets-Indiana Pacers 112-95 Utah Jazz-Sacramento Kings 109-102 (framlengt) Portland Trail Blazers-Charlotte Bobcats 93-69 Los Angeles Clippers-Denver Nuggets 100-94 NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
NBA-liðin New Jersey Nets og Toronto Raptors buðu upp á mikla skemmtun í seinni leik sínum í London í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Nets vann að lokum eins stigs sigur, 137-136, eftir þrjár framlengingar. Travis Outlaw (14 stig) skoraði síðustu átta stigin fyrir New Jersey Nets í leiknum og tryggði sínum mönnum sigurinn. Fjórum sinnum mistókst leikmönnum liðanna að skora flautukörfu og tryggja sínu liði sigur. Brook Lopez var með 34 stig, 14 fráköst og 8 varin skot hjá Nets og Deron Williams var með 21 stig og 18 stoðsendingar. Hjá Toronto var Andrea Bargnani stigahæstur með 35 stig og 12 fráköst en DeMar DeRozan skoraði 30 stig. New Jersey Nets vann báða leiki liðanna í London og enginn kunni betur við sig en Kris Humphries. Humphries var með 20 stig og 17 fráköst í seinni leiknum og hafði verið með 18 stig og 17 fráköst í þeim fyrri. Ekki slæmar tölur fyrir mann sem er með 9,4 stig og 9.6 fráköst að meðaltali í leik.Mynd/APAl Jefferson skoraði 27 stig og Raja Bell (16 stig) var með tvær mikilvægar körfur og einn stolinn bolta á úrslitastundu þegar Utah Jazz vann 109-102 sigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Paul Millsap meiddist á hné í leiknum en Utah náði engu að síður að enda sjö leikja taphrinu á heimavelli. Ty Corbin, eftirmaður Jerry Sloan hjá Utah, vann því loksins sigur í Salt Lake City. DeMarcus Cousins var með 18 stig og 18 fráköst hjá Sacramento. LaMarcus Aldridge var með 26 stig í auðveldum 93-69 heimasigri Portland Trail Blazers á Charlotte Bobcats. Gerald Henderson skoraði 16 stig fyrir Charlotte-liðið sem er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Nýliðinn John Wall var með 18 stig og 11 fráköst þegar Washington Wizards vann 103-96 sigur á Minnesota Timberwolves þrátt fyrir að Kevin Love væri með 20 stig og 21 frákast. Þetta var þriðji 20-20 leikur Love í röð, sá ellefti á tímabilinu og jafnframt fimmtugasta tvenna hans í röð.Mynd/APKevin Martin skoraði 20 stig og þeir Chase Budinger og Kyle Lowry voru með 18 stig hvor þegar Houston Rockets vann 112-95 sigur á Indiana Pacers. Houston er búið að vinna sex af síðustu sjö leikjum sínum og ætla sér greinilega inn í úrslitakeppnina. Tyler Hansbrough skoraði mest 17 stig fyrir Indiana-liðið sem hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Blake Griffin var einni stoðsendingu frá þrennunni þegar Los Angeles Clippers vann 100-94 sigur á Denver Nuggets. Blake endaði með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Eric Bledsoe var með 15 af 20 stigum sínum í lokaleikhlutanum og nýi leikstjórnandinn Mo Williams var með 17 stig. Nene var atkvæðamestur hjá Denver með 25 stig og 14 fráköst. Clippers-liðið vann aðeins 2 af 14 leikjum sínum í febrúar en hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mars. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Toronto Raptors 137-136 (þríframlengt) Washington Wizards-Minnesota Timberwolves 103-96 Houston Rockets-Indiana Pacers 112-95 Utah Jazz-Sacramento Kings 109-102 (framlengt) Portland Trail Blazers-Charlotte Bobcats 93-69 Los Angeles Clippers-Denver Nuggets 100-94
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira