Nýliðarnir með góða sigra í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2011 21:32 Leikmenn Aftureldingar fagna sigri. Gunnar Berg Viktorsson tapaði í kvöld sínum fyrsta leik sem þjálfari Hauka í N1-deild karla. Halldór Ingólfsson var rekinn sem þjálfari liðsins fyrir skömmu en liðið á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Nýliðar Aftureldingar skelltu Haukum í Mosfellsbænum í kvöld, 25-24, en hinir nýliðarnir, Selfoss, gerðu sér lítið fyrir og unnu HK-inga á útivelli á sama tíma, 27-24. Þetta breytir þó litlu um stöðu liðanna í deildinni þar sem Afturelding er enn í næstneðsta sætinu og Selfoss í því neðsta. Bæði lið munu þó gefa allt sitt í að bjarga sæti sínu í deildinni á lokasprettinum en fimm umferðir eru enn óleiknar og því tíu stig enn í pottinum. Valur er í þriðja neðsta sætinu með tólf stig, fjórum stigum á undan Aftureldingu og sex stigum á undan Selfossi. Leikurinn í Mosfellsbæ í kvöld var æsispennandi en Haukar náðu mest fjögurra marka forystu í seinni hálfleik. Afturelding sneri þó leiknum sér í hag á lokakaflanum og tryggði sér sigurinn. Selfyssingar hafði fjögurra marka forystu í hálfleik gegn HK, 13-9, en heimamenn komust yfir í upphafi þess síðari. Selfoss gaf þá aftur í og tryggði sér að lokum nokkuð þægilegan sigur. HK er með átján stig í fjórða sæti deildarinnar og Haukar í því fimmta með sautján.HK - Selfoss 24-27 (9-13) Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 11, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 4, Bjarki Már Gunnarsson2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sigurjón F. Björnsson 2, Bjarki Már Elísson 1, Ármann D. Sigurðsson 1, Hákon Bridde 1. Mörk Selfoss: Guðjón F. Drengsson 10, Milan Ivancev 7, Ragnar Jóhannsson 6, Atli Hjörvar Einarsson 2, Gunnar ingi Jónsson 2.Afturelding - Haukar 25-24 (11-13) Mörk Aftureldingar: Sverrir Hermannsson 7, Hilmar Stefánsson 6, Þrándur Gíslason 4, Reynir Ingi Árnason 4, Ásgeir Jónsson 1, Bjarni Aron Þórðarson 1, Arnar Freyr Theódórsson 1, Jón Andri Helgason 1. Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 6, Þórður Rafn Guðmundsson 6, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 2, Heimir Óli Heimisson 2. Olís-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Gunnar Berg Viktorsson tapaði í kvöld sínum fyrsta leik sem þjálfari Hauka í N1-deild karla. Halldór Ingólfsson var rekinn sem þjálfari liðsins fyrir skömmu en liðið á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Nýliðar Aftureldingar skelltu Haukum í Mosfellsbænum í kvöld, 25-24, en hinir nýliðarnir, Selfoss, gerðu sér lítið fyrir og unnu HK-inga á útivelli á sama tíma, 27-24. Þetta breytir þó litlu um stöðu liðanna í deildinni þar sem Afturelding er enn í næstneðsta sætinu og Selfoss í því neðsta. Bæði lið munu þó gefa allt sitt í að bjarga sæti sínu í deildinni á lokasprettinum en fimm umferðir eru enn óleiknar og því tíu stig enn í pottinum. Valur er í þriðja neðsta sætinu með tólf stig, fjórum stigum á undan Aftureldingu og sex stigum á undan Selfossi. Leikurinn í Mosfellsbæ í kvöld var æsispennandi en Haukar náðu mest fjögurra marka forystu í seinni hálfleik. Afturelding sneri þó leiknum sér í hag á lokakaflanum og tryggði sér sigurinn. Selfyssingar hafði fjögurra marka forystu í hálfleik gegn HK, 13-9, en heimamenn komust yfir í upphafi þess síðari. Selfoss gaf þá aftur í og tryggði sér að lokum nokkuð þægilegan sigur. HK er með átján stig í fjórða sæti deildarinnar og Haukar í því fimmta með sautján.HK - Selfoss 24-27 (9-13) Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 11, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 4, Bjarki Már Gunnarsson2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sigurjón F. Björnsson 2, Bjarki Már Elísson 1, Ármann D. Sigurðsson 1, Hákon Bridde 1. Mörk Selfoss: Guðjón F. Drengsson 10, Milan Ivancev 7, Ragnar Jóhannsson 6, Atli Hjörvar Einarsson 2, Gunnar ingi Jónsson 2.Afturelding - Haukar 25-24 (11-13) Mörk Aftureldingar: Sverrir Hermannsson 7, Hilmar Stefánsson 6, Þrándur Gíslason 4, Reynir Ingi Árnason 4, Ásgeir Jónsson 1, Bjarni Aron Þórðarson 1, Arnar Freyr Theódórsson 1, Jón Andri Helgason 1. Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 6, Þórður Rafn Guðmundsson 6, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 2, Heimir Óli Heimisson 2.
Olís-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum