Heimildir lögreglu Siv Friðleifsdóttir skrifar 3. mars 2011 06:00 Undirrituð flytur þingsályktunartillögu á Alþingi um að rannsóknarheimildir lögreglu verði auknar. Meðflutningsmenn eru úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Í nútímasamfélagi er eðli og umfang skipulagðrar glæpastarfsemi breytt frá því sem var. Starfsemi lögreglu þarf að taka mið af þessari þróun. Almennt ratar glæpastarfsemi sem á sér stað í nágrannaríkjum okkar einnig til Íslands og mörg dæmi eru þessu til staðfestingar. Nefna má mansal, en fjarstæðukennt virtist fyrir fáum árum að það mundi rata hingað til lands. Einnig er hér talsverður fíkniefnainnflutningur og aukin umsvif skipulagðra glæpagengja. Vegna aukinnar hörku og útsmoginna aðferða við skipulagða glæpastarfsemi hafa nágrannaríki okkar aukið heimildir lögreglu til að sporna við henni. Á síðustu árum höfum við gert okkur grein fyrir að við þurfum að gera slíkt hið sama. Í skýrslum Ríkislögreglustjóra síðustu ár um mat á skipulagðri glæpastarfsemi hefur ítrekað verið bent á að slíkar heimildir skorti hér á landi. Einnig hefur Ríkisendurskoðun bent á að heimildir vanti í skýrslu sem bar heitið Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna – stjórnsýsluúttekt. Þar segir: „Svigrúm yfirvalda til að stunda sértæka eftirgrennslan er takmarkað ef þau hafa ekki heimildir til að beita svokölluðum forvirkum rannsóknaraðferðum (e. proactive investigation). Hafi yfirvöld slíkar heimildir mega þau fylgjast með og safna upplýsingum um einstaklinga þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um brot. Erlendis eru slíkar heimildir yfirleitt bundnar við tilteknar löggæslustofnanir sem háðar eru sérstöku eftirliti." Í aðgerðaráætlun gegn mansali frá árinu 2009 segir: „Í tengslum við rannsókn og kortlagningu mansalsmála hér á landi og tengsl við erlenda og skipulagða brotastarfsemi verði þörf lögreglu fyrir heimildir til forvirkra rannsókna metin. Með slíkum heimildum væri unnt að kortleggja betur af hálfu lögreglu umfang starfseminnar og umsvif einstakra aðila og skapa um leið betri grundvöll undir að sækja þá aðila til saka sem skipuleggja og eru á bak við skipulagða glæpastarfsemi á borð við mansal. Þá er lögð áhersla á að lögregla nýti til fulls rannsóknarheimildir sem þegar eru fyrir hendi og er beitt meðal annars við rannsókn fíkniefnabrota." Allt ber þetta að sama brunni. Öryggi almennings og friður fyrir afbrotamönnum er mikilvægt velferðarmál og því brýnt að auka rannsóknarheimildir lögreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Undirrituð flytur þingsályktunartillögu á Alþingi um að rannsóknarheimildir lögreglu verði auknar. Meðflutningsmenn eru úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Í nútímasamfélagi er eðli og umfang skipulagðrar glæpastarfsemi breytt frá því sem var. Starfsemi lögreglu þarf að taka mið af þessari þróun. Almennt ratar glæpastarfsemi sem á sér stað í nágrannaríkjum okkar einnig til Íslands og mörg dæmi eru þessu til staðfestingar. Nefna má mansal, en fjarstæðukennt virtist fyrir fáum árum að það mundi rata hingað til lands. Einnig er hér talsverður fíkniefnainnflutningur og aukin umsvif skipulagðra glæpagengja. Vegna aukinnar hörku og útsmoginna aðferða við skipulagða glæpastarfsemi hafa nágrannaríki okkar aukið heimildir lögreglu til að sporna við henni. Á síðustu árum höfum við gert okkur grein fyrir að við þurfum að gera slíkt hið sama. Í skýrslum Ríkislögreglustjóra síðustu ár um mat á skipulagðri glæpastarfsemi hefur ítrekað verið bent á að slíkar heimildir skorti hér á landi. Einnig hefur Ríkisendurskoðun bent á að heimildir vanti í skýrslu sem bar heitið Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna – stjórnsýsluúttekt. Þar segir: „Svigrúm yfirvalda til að stunda sértæka eftirgrennslan er takmarkað ef þau hafa ekki heimildir til að beita svokölluðum forvirkum rannsóknaraðferðum (e. proactive investigation). Hafi yfirvöld slíkar heimildir mega þau fylgjast með og safna upplýsingum um einstaklinga þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um brot. Erlendis eru slíkar heimildir yfirleitt bundnar við tilteknar löggæslustofnanir sem háðar eru sérstöku eftirliti." Í aðgerðaráætlun gegn mansali frá árinu 2009 segir: „Í tengslum við rannsókn og kortlagningu mansalsmála hér á landi og tengsl við erlenda og skipulagða brotastarfsemi verði þörf lögreglu fyrir heimildir til forvirkra rannsókna metin. Með slíkum heimildum væri unnt að kortleggja betur af hálfu lögreglu umfang starfseminnar og umsvif einstakra aðila og skapa um leið betri grundvöll undir að sækja þá aðila til saka sem skipuleggja og eru á bak við skipulagða glæpastarfsemi á borð við mansal. Þá er lögð áhersla á að lögregla nýti til fulls rannsóknarheimildir sem þegar eru fyrir hendi og er beitt meðal annars við rannsókn fíkniefnabrota." Allt ber þetta að sama brunni. Öryggi almennings og friður fyrir afbrotamönnum er mikilvægt velferðarmál og því brýnt að auka rannsóknarheimildir lögreglu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar