Umfjöllun: Slátrun í Hveragerði Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. mars 2011 20:48 Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði fimmtán stig fyrir Hamar í kvöld. Leik Hamars og Njarðvíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar lauk með 83-47 sigri Hamarsstúlkna. Þær tóku því 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin. Hamarsstúlkur sem eru deildarmeistarar unnu fyrsta leik liðanna í Hveragerði síðasta laugardag en Njarðvíkurstelpur svöruðu í Ljónagryfjunni og jöfnuðu metin sl. mánudag. Það voru 342 manns mættir og góð stemming þegar fyrsti leikhluti hófst og skiptust liðin á að halda eins stigs forskoti allt þar til Fanney Lind Guðmundsdóttir setti mikilvægan þrist á flautunni í fyrsta leikhluta sem kom þeim í forystu, 16-14, eftir fyrsta leikhluta. Segja má að Fanney hafi sett tóninn fyrir liðið sitt en Hamarsstúlkur komu á fljúgandi skriði inn í annan leikhluta og náðu 7-0 leikkafla sem neyddi Sverri Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur til að taka leikhlé. Hamarsstúlkur stöðvuðu þó ekki eftir leikhlé og tóku 8-0 kafla sem neyddi Sverri til að taka annað leikhlé. Það tók Njarðvík tæplega sex og hálfa mínútu að skora næsta stig og nýttu Hamarsstúlkur sér vel þetta ástand Njarðvíkurstúlkna og unnu leikhlutann 23-4 og var staðan 39-18 fyrir Hamar í hálfleik. Hamarsstúlkur héldu áfram uppteknum hætti í þriðja leikhluta og juku á forskotið jafnt og þétt allan leikhlutann, Njarðvík svaraði ágætlega fyrir sig en náðu ekki að minnka mun Hamarsstúlkna og var staðan 64-35 eftir þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti var áframhald á þriðja leikhluta - Njarðvíkurstúlkur léku með hangandi haus og var varnarleikur þeirra mjög opinn. Hamarsstúlkur héldu áfram að auka forskot sitt sem endaði í öruggum 83-47 sigri heimamanna. Fanney Lind Guðmundsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir voru atkvæðamestar fyrir Hamar með 16 stig hvor á meðan Julia Demirer skoraði 12 stig/13 fráköst og Dita Liepkalne skoraði 11/12 fráköst. Hamar-Njarðvík 83-47 (39-18)Hamar: Fanney Lind Guðmundsdóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 16/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 15, Slavica Dimovska 7/10 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 7/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7, Jaleesa Butler 6/12 fráköst/5 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 4/7 fráköst, Regína Ösp Guðmundsdóttir 3, Kristrún Rut Antonsdóttir 2.Njarðvík : Julia Demirer 12/13 fráköst, Dita Liepkalne 11/12 fráköst, Shayla Fields 10/4 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 4, Auður R. Jónsdóttir 3, Sara Dögg Margeirsdóttir 3, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2. Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Leik Hamars og Njarðvíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar lauk með 83-47 sigri Hamarsstúlkna. Þær tóku því 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin. Hamarsstúlkur sem eru deildarmeistarar unnu fyrsta leik liðanna í Hveragerði síðasta laugardag en Njarðvíkurstelpur svöruðu í Ljónagryfjunni og jöfnuðu metin sl. mánudag. Það voru 342 manns mættir og góð stemming þegar fyrsti leikhluti hófst og skiptust liðin á að halda eins stigs forskoti allt þar til Fanney Lind Guðmundsdóttir setti mikilvægan þrist á flautunni í fyrsta leikhluta sem kom þeim í forystu, 16-14, eftir fyrsta leikhluta. Segja má að Fanney hafi sett tóninn fyrir liðið sitt en Hamarsstúlkur komu á fljúgandi skriði inn í annan leikhluta og náðu 7-0 leikkafla sem neyddi Sverri Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur til að taka leikhlé. Hamarsstúlkur stöðvuðu þó ekki eftir leikhlé og tóku 8-0 kafla sem neyddi Sverri til að taka annað leikhlé. Það tók Njarðvík tæplega sex og hálfa mínútu að skora næsta stig og nýttu Hamarsstúlkur sér vel þetta ástand Njarðvíkurstúlkna og unnu leikhlutann 23-4 og var staðan 39-18 fyrir Hamar í hálfleik. Hamarsstúlkur héldu áfram uppteknum hætti í þriðja leikhluta og juku á forskotið jafnt og þétt allan leikhlutann, Njarðvík svaraði ágætlega fyrir sig en náðu ekki að minnka mun Hamarsstúlkna og var staðan 64-35 eftir þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti var áframhald á þriðja leikhluta - Njarðvíkurstúlkur léku með hangandi haus og var varnarleikur þeirra mjög opinn. Hamarsstúlkur héldu áfram að auka forskot sitt sem endaði í öruggum 83-47 sigri heimamanna. Fanney Lind Guðmundsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir voru atkvæðamestar fyrir Hamar með 16 stig hvor á meðan Julia Demirer skoraði 12 stig/13 fráköst og Dita Liepkalne skoraði 11/12 fráköst. Hamar-Njarðvík 83-47 (39-18)Hamar: Fanney Lind Guðmundsdóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 16/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 15, Slavica Dimovska 7/10 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 7/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7, Jaleesa Butler 6/12 fráköst/5 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 4/7 fráköst, Regína Ösp Guðmundsdóttir 3, Kristrún Rut Antonsdóttir 2.Njarðvík : Julia Demirer 12/13 fráköst, Dita Liepkalne 11/12 fráköst, Shayla Fields 10/4 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 4, Auður R. Jónsdóttir 3, Sara Dögg Margeirsdóttir 3, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira